Veitingahús í Slysavarnahúsið

Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en ...
Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en því verður breytt. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. Á lóðinni stendur hús sem Slysavarnafélag Íslands reisti upp úr miðri síðustu öld.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri timburbryggju fyrir gesti fyrirhugaðs veitingastaðar á 1. og 2. hæð hússins. Bryggjuna á að nýta til útiveitinga. Utan á timburbryggjunni er gert ráð fyrir flotbryggju sem Slysavarnafélagið Landsbjörg mun hafa aðgang að. Nú er rekið lítið kaffihús í austurenda 1. hæðar, Café Retro.

Fram kemur í deiliskipulagstillögu, sem unnin er af Jóni Davíð Ásgeirssyni, arkitekt hjá Trípólí arkitektum, að húsið var reist fyrir Slysavarnafélag Íslands eftir teikningum Gísla Halldórssonar arkitekts frá 1958-1959. Húsinu var svo breytt eftir teikningum Teiknistofunnar hf. árið 1998 þar sem m.a. stóru dyragati hafnarmegin í húsinu var lokað, en það hafði verið nýtt til að hífa björgunarbáta inn í tveggja hæða rými í SA-hluta hússins. Gatinu var lokað með bogadregnum vegg með tíu gluggum og lítilli iðnaðarhurð og var sett létt gólf þar sem áður var gat í gólfplötu 2. hæðar. Fyrrnefnt tveggja hæða rými sé því ekki lengur til staðar.

Veitingasalur með útsýni

Gert er ráð fyrir að endurvekja fyrrnefnda stóru opnun á húsinu sunnanmegin með því að rífa bogadregna vegginn frá 1998 og þess í stað setja upp glerflöt á sama stað og upphaflegi hurðarflekinn var. Þá er létta gólfið frá 1998 rifið og upphaflega 2ja hæða rýmið endurvakið. Gert er ráð fyrir veitingarekstri á 1. og 2. hæð hússins og mun 2ja hæða rýmið og svalir umhverfis það nýtast sem veitingasalur með útsýni yfir höfnina. Til þess að opna veitingastaðinn á jarðhæð betur gagnvart götu eru gluggar austan megin við aðalinngang gerðir gólfsíðir.

Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra.
Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Grjótvörn verði gerð sýnileg með lýsingu og inndregin frá húsi að hluta til. Efni og handrið bryggjunnar verða í samræmi við þau efni sem eru í bryggju við Sjóminjasafn, Grandagarði 8. Bryggjan skal vera opin almenningi allan sólarhringinn og ekki er heimilt að loka henni.

Í umsögn Minjastofnunar Íslands segir að vegna aldurs falli húsið ekki undir ákvæði laga um menningarminjar. Húsið hafi hins vegar mikið varðveislugildi sem dæmi um vel hannaða byggingu með skýrum höfundareinkennum. Það sé að mörgu leyti einstakt vegna gerðar sinnar og staðsetningar.

Minjastofnun segir að í tillögu Trípólí séu dregin fram mikilvæg sérkenni sem settu svip sinn á húsið í upphafi. Beytingar á útliti hússins og innri skipan séu hannaðar af tillitssemi við byggingarlist hússins. Stofnunin leggur ríka áherslu á að ekki verði hróflað við steinhleðslu hafnargarðsins, sem friðlýstur var árið 2012.

Öflugt mannlíf á Grandanum

Gríðaleg fjölgun veitingastaða hefur orðið á Grandagarði á undanförnum árum. Nú þegar eru reknir þar tíu veitingastaðir.

Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf ...
Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf er á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir eru veitingahúsin Matur og drykkur og Sjávarréttabarinn, brugghúsið Bryggjan, Víkin kaffihús í Sjóminjasafninu, veitingastaðurinn Coocoo's Nest, Kaffivaginn, kaffihúsið Retro, veitingahúsið Bergsson RE, tehúsið Kumiko og veitingahúsið í Marshall-húsinu. Að auki er þarna að finna sérverslanir, kökuhúsið Sautján sortir, kjötverslunina Matarbúið og ostaverslunina Búrið. Að ógleymdri ísbúðinni Valdísi. Nú er verið að innrétta pitsastað þar sem Texasborgarar voru áður.

Aðstaða til útiveitinga á sumrin verður sífellt vinsælli í borginni. Nú þegar er slík aðstaða fyrir hendi hjá Bryggjunni, Víkinni og Kaffivagninum.

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
Bækurnar að vestan í afmælisgjafir!
Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7,500 Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7,500 ...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...