Veitingahús í Slysavarnahúsið

Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en ...
Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en því verður breytt. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. Á lóðinni stendur hús sem Slysavarnafélag Íslands reisti upp úr miðri síðustu öld.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri timburbryggju fyrir gesti fyrirhugaðs veitingastaðar á 1. og 2. hæð hússins. Bryggjuna á að nýta til útiveitinga. Utan á timburbryggjunni er gert ráð fyrir flotbryggju sem Slysavarnafélagið Landsbjörg mun hafa aðgang að. Nú er rekið lítið kaffihús í austurenda 1. hæðar, Café Retro.

Fram kemur í deiliskipulagstillögu, sem unnin er af Jóni Davíð Ásgeirssyni, arkitekt hjá Trípólí arkitektum, að húsið var reist fyrir Slysavarnafélag Íslands eftir teikningum Gísla Halldórssonar arkitekts frá 1958-1959. Húsinu var svo breytt eftir teikningum Teiknistofunnar hf. árið 1998 þar sem m.a. stóru dyragati hafnarmegin í húsinu var lokað, en það hafði verið nýtt til að hífa björgunarbáta inn í tveggja hæða rými í SA-hluta hússins. Gatinu var lokað með bogadregnum vegg með tíu gluggum og lítilli iðnaðarhurð og var sett létt gólf þar sem áður var gat í gólfplötu 2. hæðar. Fyrrnefnt tveggja hæða rými sé því ekki lengur til staðar.

Veitingasalur með útsýni

Gert er ráð fyrir að endurvekja fyrrnefnda stóru opnun á húsinu sunnanmegin með því að rífa bogadregna vegginn frá 1998 og þess í stað setja upp glerflöt á sama stað og upphaflegi hurðarflekinn var. Þá er létta gólfið frá 1998 rifið og upphaflega 2ja hæða rýmið endurvakið. Gert er ráð fyrir veitingarekstri á 1. og 2. hæð hússins og mun 2ja hæða rýmið og svalir umhverfis það nýtast sem veitingasalur með útsýni yfir höfnina. Til þess að opna veitingastaðinn á jarðhæð betur gagnvart götu eru gluggar austan megin við aðalinngang gerðir gólfsíðir.

Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra.
Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Grjótvörn verði gerð sýnileg með lýsingu og inndregin frá húsi að hluta til. Efni og handrið bryggjunnar verða í samræmi við þau efni sem eru í bryggju við Sjóminjasafn, Grandagarði 8. Bryggjan skal vera opin almenningi allan sólarhringinn og ekki er heimilt að loka henni.

Í umsögn Minjastofnunar Íslands segir að vegna aldurs falli húsið ekki undir ákvæði laga um menningarminjar. Húsið hafi hins vegar mikið varðveislugildi sem dæmi um vel hannaða byggingu með skýrum höfundareinkennum. Það sé að mörgu leyti einstakt vegna gerðar sinnar og staðsetningar.

Minjastofnun segir að í tillögu Trípólí séu dregin fram mikilvæg sérkenni sem settu svip sinn á húsið í upphafi. Beytingar á útliti hússins og innri skipan séu hannaðar af tillitssemi við byggingarlist hússins. Stofnunin leggur ríka áherslu á að ekki verði hróflað við steinhleðslu hafnargarðsins, sem friðlýstur var árið 2012.

Öflugt mannlíf á Grandanum

Gríðaleg fjölgun veitingastaða hefur orðið á Grandagarði á undanförnum árum. Nú þegar eru reknir þar tíu veitingastaðir.

Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf ...
Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf er á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir eru veitingahúsin Matur og drykkur og Sjávarréttabarinn, brugghúsið Bryggjan, Víkin kaffihús í Sjóminjasafninu, veitingastaðurinn Coocoo's Nest, Kaffivaginn, kaffihúsið Retro, veitingahúsið Bergsson RE, tehúsið Kumiko og veitingahúsið í Marshall-húsinu. Að auki er þarna að finna sérverslanir, kökuhúsið Sautján sortir, kjötverslunina Matarbúið og ostaverslunina Búrið. Að ógleymdri ísbúðinni Valdísi. Nú er verið að innrétta pitsastað þar sem Texasborgarar voru áður.

Aðstaða til útiveitinga á sumrin verður sífellt vinsælli í borginni. Nú þegar er slík aðstaða fyrir hendi hjá Bryggjunni, Víkinni og Kaffivagninum.

Innlent »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eiskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Skyrpartý í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum. Meira »

Fimm fá rúma 61 milljón króna

Í gær, 19:43 Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi. Meira »

Ímyndunaraflið eina takmarkið

Í gær, 19:32 Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

Í gær, 19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

Allt á floti á Eskifirði

Í gær, 19:33 „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn. Meira »

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar

Í gær, 19:30 Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

Í gær, 18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Wow Cyclothon

Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84þús. Vél 2.2. 5 gíra. Ey...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...