Veitingahús í Slysavarnahúsið

Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en ...
Grandagarður 14. Svona lítur húsið út í dag, áður en því verður breytt. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Örfiriseyjar vegna lóðar nr. 14 við Grandagarð. Á lóðinni stendur hús sem Slysavarnafélag Íslands reisti upp úr miðri síðustu öld.

Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri timburbryggju fyrir gesti fyrirhugaðs veitingastaðar á 1. og 2. hæð hússins. Bryggjuna á að nýta til útiveitinga. Utan á timburbryggjunni er gert ráð fyrir flotbryggju sem Slysavarnafélagið Landsbjörg mun hafa aðgang að. Nú er rekið lítið kaffihús í austurenda 1. hæðar, Café Retro.

Fram kemur í deiliskipulagstillögu, sem unnin er af Jóni Davíð Ásgeirssyni, arkitekt hjá Trípólí arkitektum, að húsið var reist fyrir Slysavarnafélag Íslands eftir teikningum Gísla Halldórssonar arkitekts frá 1958-1959. Húsinu var svo breytt eftir teikningum Teiknistofunnar hf. árið 1998 þar sem m.a. stóru dyragati hafnarmegin í húsinu var lokað, en það hafði verið nýtt til að hífa björgunarbáta inn í tveggja hæða rými í SA-hluta hússins. Gatinu var lokað með bogadregnum vegg með tíu gluggum og lítilli iðnaðarhurð og var sett létt gólf þar sem áður var gat í gólfplötu 2. hæðar. Fyrrnefnt tveggja hæða rými sé því ekki lengur til staðar.

Veitingasalur með útsýni

Gert er ráð fyrir að endurvekja fyrrnefnda stóru opnun á húsinu sunnanmegin með því að rífa bogadregna vegginn frá 1998 og þess í stað setja upp glerflöt á sama stað og upphaflegi hurðarflekinn var. Þá er létta gólfið frá 1998 rifið og upphaflega 2ja hæða rýmið endurvakið. Gert er ráð fyrir veitingarekstri á 1. og 2. hæð hússins og mun 2ja hæða rýmið og svalir umhverfis það nýtast sem veitingasalur með útsýni yfir höfnina. Til þess að opna veitingastaðinn á jarðhæð betur gagnvart götu eru gluggar austan megin við aðalinngang gerðir gólfsíðir.

Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra.
Nýja bryggjan. Eftir breytingarnar getur fólk notið veitinga utandyra. Tölvumyndir/Trípólí-arkitektar

Veitingastaðurinn skal vera opinn almenningi allan daginn a.m.k. frá hádegi og ekki er heimilt að byrgja fyrir glugga. Grjótvörn verði gerð sýnileg með lýsingu og inndregin frá húsi að hluta til. Efni og handrið bryggjunnar verða í samræmi við þau efni sem eru í bryggju við Sjóminjasafn, Grandagarði 8. Bryggjan skal vera opin almenningi allan sólarhringinn og ekki er heimilt að loka henni.

Í umsögn Minjastofnunar Íslands segir að vegna aldurs falli húsið ekki undir ákvæði laga um menningarminjar. Húsið hafi hins vegar mikið varðveislugildi sem dæmi um vel hannaða byggingu með skýrum höfundareinkennum. Það sé að mörgu leyti einstakt vegna gerðar sinnar og staðsetningar.

Minjastofnun segir að í tillögu Trípólí séu dregin fram mikilvæg sérkenni sem settu svip sinn á húsið í upphafi. Beytingar á útliti hússins og innri skipan séu hannaðar af tillitssemi við byggingarlist hússins. Stofnunin leggur ríka áherslu á að ekki verði hróflað við steinhleðslu hafnargarðsins, sem friðlýstur var árið 2012.

Öflugt mannlíf á Grandanum

Gríðaleg fjölgun veitingastaða hefur orðið á Grandagarði á undanförnum árum. Nú þegar eru reknir þar tíu veitingastaðir.

Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf ...
Þegar sólin skín flykkist fólk í ísbúðina Valdísi. Mikið líf er á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir eru veitingahúsin Matur og drykkur og Sjávarréttabarinn, brugghúsið Bryggjan, Víkin kaffihús í Sjóminjasafninu, veitingastaðurinn Coocoo's Nest, Kaffivaginn, kaffihúsið Retro, veitingahúsið Bergsson RE, tehúsið Kumiko og veitingahúsið í Marshall-húsinu. Að auki er þarna að finna sérverslanir, kökuhúsið Sautján sortir, kjötverslunina Matarbúið og ostaverslunina Búrið. Að ógleymdri ísbúðinni Valdísi. Nú er verið að innrétta pitsastað þar sem Texasborgarar voru áður.

Aðstaða til útiveitinga á sumrin verður sífellt vinsælli í borginni. Nú þegar er slík aðstaða fyrir hendi hjá Bryggjunni, Víkinni og Kaffivagninum.

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...