Huga þarf vel að upplýsingagjöf

Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu ...
Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu karla síðustu helgi. mbl.is/Hanna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að ræða þurfi betur hvar mörkin liggi á milli hlutverks almennrar lögreglu og hlutverks sérsveitar. Þá hafa fulltrúar Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lagt til að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða málefni í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að huga þurfi vel að því hvernig almenningur sé upplýstur.

Frétt mbl.is: „Það er mikið traust á lögreglunni“

„Þegar þú ert kominn með sérsveitarmenn í hlutverk sem að almennir lögreglumenn sinna; það að standa á götum úti og gæta almenns öryggis, þá má velta fyrir sér hvort að við séum að má út mörkin á milli almennrar löggæslu, sem að við erum öll sammála um að eigi að vera óvopnuð, og sérsveitarmanna sem að hafa þessa sérstöku heimild til þess að vera vopnaðir,“ segir Andrés Ingi í samtali við mbl.is. „Það er eitthvað sem að mér finnst full ástæða til að skoða í framhaldinu og beindi því einmitt til ráðuneytisins að gera það.“

Það var Andrés sem kallaði eftir fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem fram fór í morgun þar sem til umræðu var ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukna aðkomu vopnaðrar sérsveitar á fjölmennum samkomum í sumar. Fyrir nefndina í dag komu fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis.

Frétt mbl.is: Vill fund vegna vopnaburðar lögreglu

„Ég fékk ekki kannski skýr svör við því af hverju vopnuð lögregla var allt í einu komin í framvarðasveit gæslu á stærri viðburðum,“ segir Andrés, spurður um útkomu fundarins. Hann segir það haf komið í ljós á fundinum að samráði við borgaryfirvöld vegna þessa hafi verið ábótavant.

„Ég reikna með því að þessir aðilar sem voru á fundi hjá okkur muni skoða sérstaklega samráð og upplýsingagjöf milli lögreglunnar og borgarinnar, sem að hefur greinilega misfarist,“ segir Andrés. Þá verði í framhaldinu skoðað í víðara samhengi hvernig skuli upplýsa almenning um löggæslumál.

Skoða þarf betur upplýsingagjöf til almennings

„Það þarf að skoða kannski fordæmi frá öðrum löndum þar sem að reynsla af hækkuðu viðbúnaðarstigi er meiri og þar sem að upplýsingagjöf til almennings er kannski komin í fastari skorður,“ segir Andrés. Bendir hann á í því samhengi að aðeins séu liðin tvö ár síðan reglur um vopnaburð urðu aðgengilegar almenningi, það hafi verið stórt skref í rétta átt. „Það er eitthvað sem þarf að stíga næsta skrefið með greinilega til að það komi ekki aftan að fólki að allt í einu séu vopnaðir lögreglumenn í gæslu á svona stærri viðburðum,“ bætir Andrés við.

Nichole  Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður nefndarinnar í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, segist hafa lagt sérstaka áherslu á upplýsingagjöf til almennings á fundinum hvað þessi mál varðar. 

„Eitt sem að kom hvað sterkast fram frá mér, og þau tóku undir, er hvernig við upplýsum almenning. Svo að almenningur upplifi ekki óöryggi,“ segir Nichole. „Við munum bara halda áfram að finna bestu leið til þess. Það er líka þannig að við verðum að passa hvernig við upplýsum. Við getum ekki haft fólk hrætt, hrætt við til dæmis ferðamenn eða innflytjendur eða hvað það er,“ bætir hún við. Mikilvægt sé að almenningur beri traust til lögreglunnar sem að fyrst og fremst gegnir því hlutverki að tryggja öryggi almennings.

Loks lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fram tillögu á fundinum um að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða ákvarðanir í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Segir hún tillöguna ekki byggja á nokkurri tortryggni í garð lögreglunnar eða vinnubragða hennar, heldur í þeim tilgangi að varpa betra ljósi á málið og fá álit sérfræðinga frá löndum þar sem lengri og meiri reynsla er til staðar er varðar vopnaburð lögreglu. Þórhildur gerir ráð fyrir að ekki verði þó að því fyrr en í haust.

mbl.is

Innlent »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »

Nýr listabókstafur fyrir 10. október

14:34 Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa ekki skráðan listabókstaf og ætla að bjóða fram lista fyrir næstu kosningar þurfa að gera það eigi síðar en á hádegi, þriðjudaginn 10. október næstkomandi, eða þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur. Meira »

Dæmd fyrir árásir á son sinn

14:18 36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til að greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...