Huga þarf vel að upplýsingagjöf

Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu ...
Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu karla síðustu helgi. mbl.is/Hanna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að ræða þurfi betur hvar mörkin liggi á milli hlutverks almennrar lögreglu og hlutverks sérsveitar. Þá hafa fulltrúar Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lagt til að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða málefni í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að huga þurfi vel að því hvernig almenningur sé upplýstur.

„Þegar þú ert kominn með sérsveitarmenn í hlutverk sem að almennir lögreglumenn sinna; það að standa á götum úti og gæta almenns öryggis, þá má velta fyrir sér hvort að við séum að má út mörkin á milli almennrar löggæslu, sem að við erum öll sammála um að eigi að vera óvopnuð, og sérsveitarmanna sem að hafa þessa sérstöku heimild til þess að vera vopnaðir,“ segir Andrés Ingi í samtali við mbl.is. „Það er eitthvað sem að mér finnst full ástæða til að skoða í framhaldinu og beindi því einmitt til ráðuneytisins að gera það.“

Það var Andrés sem kallaði eftir fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem fram fór í morgun þar sem til umræðu var ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukna aðkomu vopnaðrar sérsveitar á fjölmennum samkomum í sumar. Fyrir nefndina í dag komu fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis.

„Ég fékk ekki kannski skýr svör við því af hverju vopnuð lögregla var allt í einu komin í framvarðasveit gæslu á stærri viðburðum,“ segir Andrés, spurður um útkomu fundarins. Hann segir það haf komið í ljós á fundinum að samráði við borgaryfirvöld vegna þessa hafi verið ábótavant.

„Ég reikna með því að þessir aðilar sem voru á fundi hjá okkur muni skoða sérstaklega samráð og upplýsingagjöf milli lögreglunnar og borgarinnar, sem að hefur greinilega misfarist,“ segir Andrés. Þá verði í framhaldinu skoðað í víðara samhengi hvernig skuli upplýsa almenning um löggæslumál.

Skoða þarf betur upplýsingagjöf til almennings

„Það þarf að skoða kannski fordæmi frá öðrum löndum þar sem að reynsla af hækkuðu viðbúnaðarstigi er meiri og þar sem að upplýsingagjöf til almennings er kannski komin í fastari skorður,“ segir Andrés. Bendir hann á í því samhengi að aðeins séu liðin tvö ár síðan reglur um vopnaburð urðu aðgengilegar almenningi, það hafi verið stórt skref í rétta átt. „Það er eitthvað sem þarf að stíga næsta skrefið með greinilega til að það komi ekki aftan að fólki að allt í einu séu vopnaðir lögreglumenn í gæslu á svona stærri viðburðum,“ bætir Andrés við.

Nichole  Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður nefndarinnar í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, segist hafa lagt sérstaka áherslu á upplýsingagjöf til almennings á fundinum hvað þessi mál varðar. 

„Eitt sem að kom hvað sterkast fram frá mér, og þau tóku undir, er hvernig við upplýsum almenning. Svo að almenningur upplifi ekki óöryggi,“ segir Nichole. „Við munum bara halda áfram að finna bestu leið til þess. Það er líka þannig að við verðum að passa hvernig við upplýsum. Við getum ekki haft fólk hrætt, hrætt við til dæmis ferðamenn eða innflytjendur eða hvað það er,“ bætir hún við. Mikilvægt sé að almenningur beri traust til lögreglunnar sem að fyrst og fremst gegnir því hlutverki að tryggja öryggi almennings.

Loks lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fram tillögu á fundinum um að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða ákvarðanir í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Segir hún tillöguna ekki byggja á nokkurri tortryggni í garð lögreglunnar eða vinnubragða hennar, heldur í þeim tilgangi að varpa betra ljósi á málið og fá álit sérfræðinga frá löndum þar sem lengri og meiri reynsla er til staðar er varðar vopnaburð lögreglu. Þórhildur gerir ráð fyrir að ekki verði þó að því fyrr en í haust.

mbl.is

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Stimplar
...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...