Huga þarf vel að upplýsingagjöf

Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu ...
Lögreglumenn stóðu vörð á leik Íslands og Króatíu í knattspyrnu karla síðustu helgi. mbl.is/Hanna

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að ræða þurfi betur hvar mörkin liggi á milli hlutverks almennrar lögreglu og hlutverks sérsveitar. Þá hafa fulltrúar Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd lagt til að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða málefni í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að huga þurfi vel að því hvernig almenningur sé upplýstur.

Frétt mbl.is: „Það er mikið traust á lögreglunni“

„Þegar þú ert kominn með sérsveitarmenn í hlutverk sem að almennir lögreglumenn sinna; það að standa á götum úti og gæta almenns öryggis, þá má velta fyrir sér hvort að við séum að má út mörkin á milli almennrar löggæslu, sem að við erum öll sammála um að eigi að vera óvopnuð, og sérsveitarmanna sem að hafa þessa sérstöku heimild til þess að vera vopnaðir,“ segir Andrés Ingi í samtali við mbl.is. „Það er eitthvað sem að mér finnst full ástæða til að skoða í framhaldinu og beindi því einmitt til ráðuneytisins að gera það.“

Það var Andrés sem kallaði eftir fundi allsherjar- og menntamálanefndar sem fram fór í morgun þar sem til umræðu var ákvörðun ríkislögreglustjóra um aukna aðkomu vopnaðrar sérsveitar á fjölmennum samkomum í sumar. Fyrir nefndina í dag komu fulltrúar Reykjavíkurborgar, ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis.

Frétt mbl.is: Vill fund vegna vopnaburðar lögreglu

„Ég fékk ekki kannski skýr svör við því af hverju vopnuð lögregla var allt í einu komin í framvarðasveit gæslu á stærri viðburðum,“ segir Andrés, spurður um útkomu fundarins. Hann segir það haf komið í ljós á fundinum að samráði við borgaryfirvöld vegna þessa hafi verið ábótavant.

„Ég reikna með því að þessir aðilar sem voru á fundi hjá okkur muni skoða sérstaklega samráð og upplýsingagjöf milli lögreglunnar og borgarinnar, sem að hefur greinilega misfarist,“ segir Andrés. Þá verði í framhaldinu skoðað í víðara samhengi hvernig skuli upplýsa almenning um löggæslumál.

Skoða þarf betur upplýsingagjöf til almennings

„Það þarf að skoða kannski fordæmi frá öðrum löndum þar sem að reynsla af hækkuðu viðbúnaðarstigi er meiri og þar sem að upplýsingagjöf til almennings er kannski komin í fastari skorður,“ segir Andrés. Bendir hann á í því samhengi að aðeins séu liðin tvö ár síðan reglur um vopnaburð urðu aðgengilegar almenningi, það hafi verið stórt skref í rétta átt. „Það er eitthvað sem þarf að stíga næsta skrefið með greinilega til að það komi ekki aftan að fólki að allt í einu séu vopnaðir lögreglumenn í gæslu á svona stærri viðburðum,“ bætir Andrés við.

Nichole  Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður nefndarinnar í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, segist hafa lagt sérstaka áherslu á upplýsingagjöf til almennings á fundinum hvað þessi mál varðar. 

„Eitt sem að kom hvað sterkast fram frá mér, og þau tóku undir, er hvernig við upplýsum almenning. Svo að almenningur upplifi ekki óöryggi,“ segir Nichole. „Við munum bara halda áfram að finna bestu leið til þess. Það er líka þannig að við verðum að passa hvernig við upplýsum. Við getum ekki haft fólk hrætt, hrætt við til dæmis ferðamenn eða innflytjendur eða hvað það er,“ bætir hún við. Mikilvægt sé að almenningur beri traust til lögreglunnar sem að fyrst og fremst gegnir því hlutverki að tryggja öryggi almennings.

Loks lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fram tillögu á fundinum um að kallaðir verði fyrir erlendir sérfræðingar til að ræða ákvarðanir í tengslum við vopnaburð lögreglu og upplýsingagjöf hvað það varðar. Segir hún tillöguna ekki byggja á nokkurri tortryggni í garð lögreglunnar eða vinnubragða hennar, heldur í þeim tilgangi að varpa betra ljósi á málið og fá álit sérfræðinga frá löndum þar sem lengri og meiri reynsla er til staðar er varðar vopnaburð lögreglu. Þórhildur gerir ráð fyrir að ekki verði þó að því fyrr en í haust.

mbl.is

Innlent »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Segir borgina ekki brjóta samning

14:40 Borgarlögmaður telur Reykjavíkurborg ekki brjóta gegn samningi við AFA JCDecaux, sem á og rekur biðskýli borgarinnar, með því að heimila WOW air að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á auglýsingaskiltum sem standa við hjólastöðvar WOW citybike sem eru á víð og dreif um borgina. Meira »

Fjárdráttarmáli frestað fram á haust

14:01 Máli konu, fyrrverandi starfsmanns á fjármálasviði Landsbankans, sem ákærð er fyrir tæplega 34 milljón króna fjárdrátt og peningaþvætti, var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var tekin afstaða til ákærunnar í morgun. Meira »

Óverulegt tjón á húsnæði Hrafnistu

13:49 Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í þaki öldrunarheimilisins í dag. Endurnýjun stendur yfir á þaki hússins, og kom eldurinn upp vegna viðhaldsframkvæmda. Meira »

Hóta að fjarlægja öll strætóskýlin

14:05 Reykjavíkurborg er veittur 14 daga frestur til að bregðast við samningsbroti á samningi borgarinnar og AFA JCDecaux, sem á og rekur öll biðskýli á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfi til borgarinnar kemur fram að fyrirtækið áskilji sér allan rétt til að rifta samningnum og fjarlægja öll biðskýli. Meira »

Kláraði keppni í fyrsta sinn

13:50 Jón Óli Ólafsson hjólaði í gegnum endamarkið í WOW Cyclothon fyrr í dag eftir að hann neyddist til þess að hætta keppni vegna veðurs. Er þetta í þriðja skiptið sem hann tekur þátt í einstaklingsflokki. Meira »

„Ég er drusla“ að veruleika

13:40 „Þessi bók er gerð til að hreyfa og til að heila,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, um bókina Ég er drusla sem kemur í verslanir í næstu viku. Er bókinni ætlað að fanga orku Druslugöngunnar, sem hefur verið gengin árlega hér á landi frá árinu 2011. Meira »

Wow Cyclothon

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...