Neistinn á slökkvistöðinni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun styrkja Neistann sem er styrktarfélag fyrir hjartveik börn í WOW-cyclothoninu og Reykjavíkurmaraþoninu. Af því tilefni heimsóttu krakkar í félaginu slökkvistöðina í Skógarhlíð í vikunni og fengu að kynna sér starfsemi og tæki slökkviliðsins.

Neistinn styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla félagslega, efnahagslega og tilfinningalega. Þá sér félagið um að miðla fræðslu sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum.

Neistinn.is

Félagsstarfið er fjölbreytt en Styrktarsjóður hjartveikra barna sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega er mikilvægur þáttur í starfseminni.

„Við ætlum að hafa gaman og vonandi náum við að vekja athygli á málefninu,“ sagði Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá SHS, í samtali við mbl.is sem kom við í Skógarhlíðinni þegar heimsóknin stóð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert