„Það er mikið traust á lögreglunni“

Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær.
Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær. mbl.is/Eggert

„Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með þingmönnum. Við skiptumst á skoðunum og áttum góðar samræður og það kom fram að það er mikið traust á lögreglunni,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Hann kveðst ekki óttast að ákvörðun um að gera sérstakar ráðstafanir við löggæslu og sýnileika sérsveitar á fjölmennum viðburðum í sumar muni koma niður á trausti almennings í garð lögreglu.

Hvað vilt þú segja við þann hluta almennings sem stendur ekki á sama um þessa ákvörðun, hefurðu engar áhyggjur af því að þetta komi til með að draga úr þessu mikla trausti almennings á lögreglu?

„Ég held að almenningur skilji það að íslenska lögreglan er almennt séð, og vonandi verður hún sem allra lengst, óvopnuð. Hún þarf hins vegar í ákveðnum afmörkuðum tilvikum að geta brugðist við með ákveðnum hætti og eins og ég hef lýst að undanförnu þá er hér um tímabundna ráðstöfun að ræða,“ svarar Haraldur.

Strax eftir verslunarmannahelgi stendur til að endurmeta stöðuna og vonar Haraldur að ekkert framhald verði á slíkum ráðstöfunum. Þá verði málið skoðað ítarlega. „Ég reikna frekar með því, að öllu óbreyttu, að þessi löggæsla sem við höfum haft núna í sumar verði ekki lengur til staðar eftir verslunarmannahelgina,“ segir Haraldur, með þeim fyrirvara að leggja þurfi mat á stöðuna þegar þar að kemur.  

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið óbreytt, „í meðallagi“, síðan árið 2015 og viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað. Margir hafa því velt fyrir sér hvaða rök séu fyrir ákvörðun ríkislögreglustjóra um að hafa vopnaða sérsveitarmenn viðstadda fjölmenna viðburði í sumar.

„Meginrökin eru það hættumat sem greiningardeild ríkislögreglustjóra gerir fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og atburðirnir sem hafa átt sér stað í London nýverið, þar sem óðir menn hafa myrt saklausa borgara,“ svarar Haraldur. „Þetta kallar á það að við hugleiðum hvers konar viðbúnað lögreglan vill hafa um þessar stóru útiskemmtanir sem eru hér aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru varúðarráðstafanir, sem eru eingöngu nú og um þessar stóru hátíðir,“ bætir Haraldur við og ítrekar að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða.

Upplýsingaflæði verði bætt

Spurður nánar um efni fundarins með allsherjar- og menntamálanefnd segir Haraldur að meðal annars hafi það verið rætt hvernig ríkislögreglustjóri geti átt frekara samstarf og samræður við þingið. Segir hann það standa til að taka upp ríkara samstarf og að auka upplýsingaflæði til þingmanna, þau mál verði hugleidd.

Fulltrúar borgaryfirvalda hafa lýst yfir óánægju sinni með skort á upplýsingaflæði til borgarinnar vegna sérstakra ráðstafana við löggæslu á stórum viðburðum í sumar. Borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hafa t.a.m. bæði lýst því yfir að þau hafi fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum. Spurður um þetta bendir Haraldur á að samkvæmt lögum um lögreglu sé það lögreglustjóri í hverju umdæmi sem annast samskipti við sveitarfélög.

„Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur þennan samráðsvettvang og samstarf við borgarstjóra. Ríkislögreglustjóri, sem starfar á landsvísu og starfrækir hina vopnuðu lögreglu, kemur öllum til aðstoðar og er í samstarfi við lögregluliðin um landið og þannig eiga upplýsingar að flæða í gegnum ríkislögreglustjóra, héraðslögreglustjóra og inn í sveitarstjórnirnar,“ útskýrir Haraldur.

Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra.
Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Hlé á fundi fjárlaganefndar

11:17 Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar. Meira »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, vönd...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...