„Það er mikið traust á lögreglunni“

Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær.
Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær. mbl.is/Eggert

„Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með þingmönnum. Við skiptumst á skoðunum og áttum góðar samræður og það kom fram að það er mikið traust á lögreglunni,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Hann kveðst ekki óttast að ákvörðun um að gera sérstakar ráðstafanir við löggæslu og sýnileika sérsveitar á fjölmennum viðburðum í sumar muni koma niður á trausti almennings í garð lögreglu.

Frétt mbl.is: „Enn þá friðsöm og örugg þjóð“

Hvað vilt þú segja við þann hluta almennings sem stendur ekki á sama um þessa ákvörðun, hefurðu engar áhyggjur af því að þetta komi til með að draga úr þessu mikla trausti almennings á lögreglu?

„Ég held að almenningur skilji það að íslenska lögreglan er almennt séð, og vonandi verður hún sem allra lengst, óvopnuð. Hún þarf hins vegar í ákveðnum afmörkuðum tilvikum að geta brugðist við með ákveðnum hætti og eins og ég hef lýst að undanförnu þá er hér um tímabundna ráðstöfun að ræða,“ svarar Haraldur.

Strax eftir verslunarmannahelgi stendur til að endurmeta stöðuna og vonar Haraldur að ekkert framhald verði á slíkum ráðstöfunum. Þá verði málið skoðað ítarlega. „Ég reikna frekar með því, að öllu óbreyttu, að þessi löggæsla sem við höfum haft núna í sumar verði ekki lengur til staðar eftir verslunarmannahelgina,“ segir Haraldur, með þeim fyrirvara að leggja þurfi mat á stöðuna þegar þar að kemur.  

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið óbreytt, „í meðallagi“, síðan árið 2015 og viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað. Margir hafa því velt fyrir sér hvaða rök séu fyrir ákvörðun ríkislögreglustjóra um að hafa vopnaða sérsveitarmenn viðstadda fjölmenna viðburði í sumar.

„Meginrökin eru það hættumat sem greiningardeild ríkislögreglustjóra gerir fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og atburðirnir sem hafa átt sér stað í London nýverið, þar sem óðir menn hafa myrt saklausa borgara,“ svarar Haraldur. „Þetta kallar á það að við hugleiðum hvers konar viðbúnað lögreglan vill hafa um þessar stóru útiskemmtanir sem eru hér aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru varúðarráðstafanir, sem eru eingöngu nú og um þessar stóru hátíðir,“ bætir Haraldur við og ítrekar að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða.

Upplýsingaflæði verði bætt

Spurður nánar um efni fundarins með allsherjar- og menntamálanefnd segir Haraldur að meðal annars hafi það verið rætt hvernig ríkislögreglustjóri geti átt frekara samstarf og samræður við þingið. Segir hann það standa til að taka upp ríkara samstarf og að auka upplýsingaflæði til þingmanna, þau mál verði hugleidd.

Fulltrúar borgaryfirvalda hafa lýst yfir óánægju sinni með skort á upplýsingaflæði til borgarinnar vegna sérstakra ráðstafana við löggæslu á stórum viðburðum í sumar. Borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hafa t.a.m. bæði lýst því yfir að þau hafi fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum. Spurður um þetta bendir Haraldur á að samkvæmt lögum um lögreglu sé það lögreglustjóri í hverju umdæmi sem annast samskipti við sveitarfélög.

„Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur þennan samráðsvettvang og samstarf við borgarstjóra. Ríkislögreglustjóri, sem starfar á landsvísu og starfrækir hina vopnuðu lögreglu, kemur öllum til aðstoðar og er í samstarfi við lögregluliðin um landið og þannig eiga upplýsingar að flæða í gegnum ríkislögreglustjóra, héraðslögreglustjóra og inn í sveitarstjórnirnar,“ útskýrir Haraldur.

Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra.
Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

05:30 „Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Auka eftirlit með ferðaþjónustu

05:30 Ferðamálastofa er að bæta við sig starfsfólki til að geta betur sinnt eftirliti með fyrirtækjum sem fengið hafa starfsleyfi hjá stofunni. Leyfisveitingar og eftirlit með ferðaþjónustunni eru í höndum margra stofnana. Meira »

Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Í gær, 23:16 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis. Ökumaður bifhjólsins slasaðist talsvert. Meira »

Bjart og hlýtt fyrir austan

Í gær, 21:58 Hlýjast verður austanlands á morgun, mánudag. Á landinu verður vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir en bjartara veður austan til. Meira »

Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

Í gær, 21:10 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

Í gær, 19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

Í gær, 18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Í gær, 19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

Í gær, 19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

Í gær, 18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Wow Cyclothon

Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Skartgripur sem á sér 1700 ára sögu.
Men úr silfri eða gulli smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr. Gunnars Jónssonar. Ve...
Audi A4, 2007 grár, keyrður 72 þus km
Til sölu Audi A4 1,8, árg 2007, dökk grár, lítið keyrður 72 þús. verð 1.950.000...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...