„Það er mikið traust á lögreglunni“

Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær.
Lögreglumenn að störfum á Secret Solstice-hátíðinni í gær. mbl.is/Eggert

„Þetta var mjög góður fundur sem við áttum með þingmönnum. Við skiptumst á skoðunum og áttum góðar samræður og það kom fram að það er mikið traust á lögreglunni,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í samtali við mbl.is að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Hann kveðst ekki óttast að ákvörðun um að gera sérstakar ráðstafanir við löggæslu og sýnileika sérsveitar á fjölmennum viðburðum í sumar muni koma niður á trausti almennings í garð lögreglu.

Hvað vilt þú segja við þann hluta almennings sem stendur ekki á sama um þessa ákvörðun, hefurðu engar áhyggjur af því að þetta komi til með að draga úr þessu mikla trausti almennings á lögreglu?

„Ég held að almenningur skilji það að íslenska lögreglan er almennt séð, og vonandi verður hún sem allra lengst, óvopnuð. Hún þarf hins vegar í ákveðnum afmörkuðum tilvikum að geta brugðist við með ákveðnum hætti og eins og ég hef lýst að undanförnu þá er hér um tímabundna ráðstöfun að ræða,“ svarar Haraldur.

Strax eftir verslunarmannahelgi stendur til að endurmeta stöðuna og vonar Haraldur að ekkert framhald verði á slíkum ráðstöfunum. Þá verði málið skoðað ítarlega. „Ég reikna frekar með því, að öllu óbreyttu, að þessi löggæsla sem við höfum haft núna í sumar verði ekki lengur til staðar eftir verslunarmannahelgina,“ segir Haraldur, með þeim fyrirvara að leggja þurfi mat á stöðuna þegar þar að kemur.  

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra hefur verið óbreytt, „í meðallagi“, síðan árið 2015 og viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað. Margir hafa því velt fyrir sér hvaða rök séu fyrir ákvörðun ríkislögreglustjóra um að hafa vopnaða sérsveitarmenn viðstadda fjölmenna viðburði í sumar.

„Meginrökin eru það hættumat sem greiningardeild ríkislögreglustjóra gerir fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og atburðirnir sem hafa átt sér stað í London nýverið, þar sem óðir menn hafa myrt saklausa borgara,“ svarar Haraldur. „Þetta kallar á það að við hugleiðum hvers konar viðbúnað lögreglan vill hafa um þessar stóru útiskemmtanir sem eru hér aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru varúðarráðstafanir, sem eru eingöngu nú og um þessar stóru hátíðir,“ bætir Haraldur við og ítrekar að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða.

Upplýsingaflæði verði bætt

Spurður nánar um efni fundarins með allsherjar- og menntamálanefnd segir Haraldur að meðal annars hafi það verið rætt hvernig ríkislögreglustjóri geti átt frekara samstarf og samræður við þingið. Segir hann það standa til að taka upp ríkara samstarf og að auka upplýsingaflæði til þingmanna, þau mál verði hugleidd.

Fulltrúar borgaryfirvalda hafa lýst yfir óánægju sinni með skort á upplýsingaflæði til borgarinnar vegna sérstakra ráðstafana við löggæslu á stórum viðburðum í sumar. Borgarstjóri og forseti borgarstjórnar hafa t.a.m. bæði lýst því yfir að þau hafi fyrst heyrt um málið í fjölmiðlum. Spurður um þetta bendir Haraldur á að samkvæmt lögum um lögreglu sé það lögreglustjóri í hverju umdæmi sem annast samskipti við sveitarfélög.

„Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur þennan samráðsvettvang og samstarf við borgarstjóra. Ríkislögreglustjóri, sem starfar á landsvísu og starfrækir hina vopnuðu lögreglu, kemur öllum til aðstoðar og er í samstarfi við lögregluliðin um landið og þannig eiga upplýsingar að flæða í gegnum ríkislögreglustjóra, héraðslögreglustjóra og inn í sveitarstjórnirnar,“ útskýrir Haraldur.

Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra.
Nýlegur bíll sérsveitarinnar ásamt einkennisklæddum sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...