17. júní í Reykjavík í myndum

17. júní var haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Borgarbúar létu ekki regnið á sig fá og tóku margir þátt í skipulagðri dagskrá á lýðveldisdaginn. Fjallkona flutti ávarp, skátar leiddu skrúðgöngu og sirkus sýndi listir sínar svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjórtán Íslendingar sæmdir riddarakross á Bessastöðum og Guðrún Helgadóttir rithöfundur var útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2017.

Einnig var mikið um dýrðir víðar á höfuðborgarsvæðinu sem og um land allt þar sem hátíðardagskrá var á sínum stað. Ljósmyndari mbl.is var á vappinu í Reykjavík og smellti meðfylgjandi myndum af hátíðarhöldum í borginni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert