Ábendingar varðandi nýtt greiðsluþátttökukerfi

mbl.is/Eggert

Nokkur gagnrýni hefur komið fram á nýtt greiðsluþáttökukerfi sem tók gildi 1. maí, sem þykir ennfremur flókið. Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son heilsu­hag­fræðing­ur sagði í samtali við mbl.is í gær, að það gæti ekki verið tilgangurinn með nýju kerfi að fleiri fresti lækn­is­heim­sókn­um.

Frétt mbl.is: Kona á kassa í Bónus hefur ekki val

Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hafði samband við mbl.is og vildi koma nokkrum ábendingum á framfæri í tengslum við fyrri frétt. Hann vísar m.a. til ummæla Gunnars sem sagði í fréttinni: „Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári.“

Unnstein bendir á, að kerfið virki þannig að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði 10% af heildarkostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sem eigi undir kerfið fyrir almenna notendur þar til hámarksgreiðslu sé náð. Að sama skapi greiði SÍ 40% af heildarkostnaði fyrir aðra notendur, þ.e. lífeyrisþega og börn, þar til hámarksgreiðslu sé náð. 

Frétt mbl.is: Borga mest 24.600 kr. á mánuði

Hámarksgreiðsla einstaklinga sé 24.600 kr. á mánuði hjá almennum notanda og 16.400 kr. á mánuði hjá lífeyrisþegum. Þegar hámarksgreiðslu sé náð, hvort sem það sé innan mánaðar eða yfir lengra tímabil, greiði einstaklingar ekki meira en 4.100/2.733 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu sem eigi undir kerfið í næsta almanaksmánuði á eftir. Greiðsluþátttaka SÍ hækki að sama skapi endi greiði þær það sem er umfram.

Þá segir Unnsteinn að vert sé að taka fram, að hámarksgreiðslur einstaklinga í fyrra kerfi hafi ekki verið 35.200 kr., eins og lesi megi má úr greininni, heldur sé það sú upphæð sem einstaklingar þurfi að ná til þess að fá svokallað afsláttarkort sem veitti afslátt af heilbrigðisþjónustu.
 
Hvað varði ábendingar um tilvísanakerfið þá séu nokkur atriði sem mikilvægt sé að hafa í huga.

Nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu var tekið í gagnið í janúar á þessu ári. Það sé hluti af því að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Einnig sé verið að opna tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu á þessum mánuðum sem ættu að vera enn eitt púslið í að styrkja stoðir undir heilsugæslunna og auka aðgengi einstaklinga að heilsugæslunni. Nánar um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.

Ennfremur segir í athugasemd Unnsteins, að það megi lesa úr viðtalinu að tilvísunarkerfið sé fyrir alla aldurshópa og að tilvísanir séu ósveigjanlegar.

Það sé því mikilvægt að benda á að tilvísanakerfið er fyrir börn tveggja til átján ára. Börn yngri en tveggja ára og börn með umönnunarbætur, greiði ekkert fyrir læknisþjónustu og þurfa þar af leiðandi ekki tilvísun. Tilvísanir séu þeim sem þær þurfa að kostnaðarlausu. Einnig sé vert að benda á gildistími tilvísunar geti verið allt að eitt ár og ef um se að ræða börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun allt að tíu ár.

Hér má finna spurningar og svör um greiðsluþátttökukerfið

Hér er að finna kynningarmyndbönd um kerfið

Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag en fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá henni. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Festu bílinn en fyrstar í mark

18:13 „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

18:07 Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra. Meira »

Miklar tafir vegna umferðarslyss

17:47 Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tveær bifreiðar lentu saman. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

17:38 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Wow Cyclothon

Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Trigger- Punkta - Spjöld 2stk 7500 kr
Trigger punkta spjöld 74cm x 53 cm kr 7500 (2stk) 1 af neðri hluta líkamans se...
Borðstofustólar til sölu
25 stk. af notuðum borðstofustólarólum til sölu á kr. 2.000 kr stk. seljast hel...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...