Ábendingar varðandi nýtt greiðsluþátttökukerfi

mbl.is/Eggert

Nokkur gagnrýni hefur komið fram á nýtt greiðsluþáttökukerfi sem tók gildi 1. maí, sem þykir ennfremur flókið. Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son heilsu­hag­fræðing­ur sagði í samtali við mbl.is í gær, að það gæti ekki verið tilgangurinn með nýju kerfi að fleiri fresti lækn­is­heim­sókn­um.

Frétt mbl.is: Kona á kassa í Bónus hefur ekki val

Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hafði samband við mbl.is og vildi koma nokkrum ábendingum á framfæri í tengslum við fyrri frétt. Hann vísar m.a. til ummæla Gunnars sem sagði í fréttinni: „Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári.“

Unnstein bendir á, að kerfið virki þannig að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiði 10% af heildarkostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sem eigi undir kerfið fyrir almenna notendur þar til hámarksgreiðslu sé náð. Að sama skapi greiði SÍ 40% af heildarkostnaði fyrir aðra notendur, þ.e. lífeyrisþega og börn, þar til hámarksgreiðslu sé náð. 

Frétt mbl.is: Borga mest 24.600 kr. á mánuði

Hámarksgreiðsla einstaklinga sé 24.600 kr. á mánuði hjá almennum notanda og 16.400 kr. á mánuði hjá lífeyrisþegum. Þegar hámarksgreiðslu sé náð, hvort sem það sé innan mánaðar eða yfir lengra tímabil, greiði einstaklingar ekki meira en 4.100/2.733 kr. á mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu sem eigi undir kerfið í næsta almanaksmánuði á eftir. Greiðsluþátttaka SÍ hækki að sama skapi endi greiði þær það sem er umfram.

Þá segir Unnsteinn að vert sé að taka fram, að hámarksgreiðslur einstaklinga í fyrra kerfi hafi ekki verið 35.200 kr., eins og lesi megi má úr greininni, heldur sé það sú upphæð sem einstaklingar þurfi að ná til þess að fá svokallað afsláttarkort sem veitti afslátt af heilbrigðisþjónustu.
 
Hvað varði ábendingar um tilvísanakerfið þá séu nokkur atriði sem mikilvægt sé að hafa í huga.

Nýtt fjármögnunarlíkan fyrir heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu var tekið í gagnið í janúar á þessu ári. Það sé hluti af því að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Einnig sé verið að opna tvær heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu á þessum mánuðum sem ættu að vera enn eitt púslið í að styrkja stoðir undir heilsugæslunna og auka aðgengi einstaklinga að heilsugæslunni. Nánar um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu.

Ennfremur segir í athugasemd Unnsteins, að það megi lesa úr viðtalinu að tilvísunarkerfið sé fyrir alla aldurshópa og að tilvísanir séu ósveigjanlegar.

Það sé því mikilvægt að benda á að tilvísanakerfið er fyrir börn tveggja til átján ára. Börn yngri en tveggja ára og börn með umönnunarbætur, greiði ekkert fyrir læknisþjónustu og þurfa þar af leiðandi ekki tilvísun. Tilvísanir séu þeim sem þær þurfa að kostnaðarlausu. Einnig sé vert að benda á gildistími tilvísunar geti verið allt að eitt ár og ef um se að ræða börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun allt að tíu ár.

Hér má finna spurningar og svör um greiðsluþátttökukerfið

Hér er að finna kynningarmyndbönd um kerfið

Reglugerðir um heilbrigðiskostnað fólks í nýju greiðsluþátttökukerfi

mbl.is

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...