Byggingageirinn svarti sauðurinn

Verkamaður að störfum.
Verkamaður að störfum. mbl.is/Ómar

Með lagabreytingum á staðgreiðslulögum vorið 2013 og í lögum um virðisaukaskatt 2014 fékk ríkisskattstjóri (RSK) úrræði í hendur til þess að knýja fram úrbætur á grundvelli lokunarheimilda, þegar svört atvinnustarfsemi á í hlut.

Í júníhefti Tíundar, fréttarits RSK, er fjallað um tiltölulega nýja tegund skattaeftirlits embættisins, vettvangseftirlit RSK, sem hefur verið í stöðugri þróun frá 2009 og var stóreflt í ársbyrjun 2016, þegar eftirlitsmönnum á vettvangi var fjölgað úr þremur í sjö. Þar kemur fram að tilmæli ríkisskattstjóra dugi í flestum tilvikum til að knýja fram úrbætur áður en til stöðvunar atvinnurekstrar kemur. Á árinu 2016 fengu 309 aðilar skrifleg fyrstu tilmæli frá ríkisskattstjóra, 84 fengu önnur tilmæli og starfsemi var stöðvuð í 22 skipti, eða í 7% þeirra tilvika sem fengu fyrstu tilmæli.

„Vettvangseftirlit gegnir grundvallarhlutverki í að uppgötva frávik í rekstri sem ekki koma fram við hefðbundið skatteftirlit, þ.e. frávik sem eru oftar en ekki birtingarmynd þess sem í daglegu tali er kallað svört atvinnustarfsemi eins og óskráð starfsemi, óuppgefin laun, sala án reikninga, vanskil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti,“ segir m.a. í greininni í Tíund.

Þar kemur fram að eftirlitsfulltrúar RSK framkvæma eftirlitið í tveggja manna teymum og þeir tilkynna aldrei fyrir fram um eftirlitsheimsóknir sínar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert