„Dýrt fyrir fólk að missa búslóðina“

Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum.
Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum. Ómar Óskarsson

Það eru alls ekki allir leigjendur, sérstaklega ekki skjólstæðingar Félagsbústaða eða námsmenn á Ásbrú, sem eru í stakk búnir til að fara í dómsmál og kaupa dýrar matsgerðir til að fá úr svona málum skorið.“ Þetta segir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður sem flutt hefur nokkur mál fyrir dómi sem tengjast myglu í leiguhúsnæði.

Flest málin snúast um hver á að bera ábyrgð á hreinsun búslóðar í eigu leigutaka. Leigufélögin bera það í flestum tilfellum fyrir sig að myglan hafi myndast á leigutímanum og sé því tilkomin vegna umgengni leigutaka um húsnæðið.

mbl.is greindi í vikunni frá máli konu sem býr í íbúð á vegum Félagsbústaða þar sem mygla hefur komið fram. Konan hefur upplifað vanlíðan í langan tíma og glímir við mikið hárlos. Félagsbústaðir firra sig ábyrgð í málinu og segja að myglan sé tilkomin vegna þess hvernig gengið hefur verið um íbúðina. Hún sér sig nú tilneydda til að reyna að komast úr íbúðinni, sem hefur verið heimilið hennar í þrjú ár.

„Þessi mál snúast ekki um háar fjárhæðir en það er dýrt fyrir fólk að missa búslóðina sína,“ segir Gunnar og bendir á að áðurnefndir hópar séu sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar.

„Við þurfum að fá fleiri mál sem skýra stöðu leigjenda betur, en ég tel að Hæstiréttur hafi sent þau skilaboð með dómi í september að ábyrgð leigufélaga er mjög mikil þegar kemur að myglu. Leigufélög verða að vera á tánum ef þau vilja ekki að ábyrgðin falli á þau.“

Vann fyrsta myglumálið fyrir Hæstarétti 

Gunnar flutti fyrsta málið fyrir Hæstarétti þar sem dómur féll leigutökum í vil og fallist var á ábyrgð leigusala vegna myglu. Leigufélaginu bar því að greiða skaðabætur vegna vanrækslu. Um var að ræða íbúð á vegum leigufélagsins á Ásbrú, sem leigir námsmönnum íbúðir á lægra verði en á almennum markaði.

mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af ...
mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af Félagsbústöðum og býr við myglu. Sambærilegir myglublettir hafa verið í íbúðum skjólstæðinga Gunnars. Mynd/Guðbjörg Magnúsdóttir

„Leigusalinn á Ásbrú taldi ábyrgðina ekki liggja hjá sér því myglan hefði komið upp á leigutímanum. Íbúðin hefði verið í fínu lagi þegar hún var leigð út,“ segir Gunnar. Dómstólarnir lögðu hins vegar mjög ríka ábyrgð á leigusalann og var það niðurstaða bæði héraðsdóms og Hæstaréttar að fyrirliggjandi vitneskja leigusala um myglu í íbúðum á svæðinu og athugasemd leigutaka við rakaskemmdir, í upphafi leigutímans, hefði átt að gefa leigusala tilefni til að rannsaka það sérstaklega hvort myglusveppur væri í húsinu. „Af því þeir gerðu það ekki, þá voru þeir taldir hafa gerst sekir um vanrækslu og skaðabótaábyrgð lögð á þá.“

 Leigutaka kennt um mygluna

Gunnar er nú lögmaður einstaklings í öðru sambærilegu máli sem tók íbúð á leigu hjá leigufélagi í Reykjanesbæ, sem er með tugi íbúða á sínum snærum.

„Það liggur fyrir að þær íbúðir voru haldnar ýmsum byggingargöllum og það er deilt um hvort þeir skipti einhverju máli. Hann gerði fyrst athugasemdir 2015 og þá var komið og þrifið. Árið 2016 kallaði hann til heilbrigðiseftirlitið sem sagðist ekki geta mælt með því að nokkur maður hefðist við í þessari íbúð, sem hann leigði. Þarna var verulegt vandamál á ferðinni, en rök leigusalans voru að þetta væri bara því að kenna að leigutakinn loftaði ekki út. Þetta væri honum að kenna.“

Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að orsök myglunnar væri hátt rakastig og að mygla myndaðist í öllum kuldabrúm í íbúðinni. Í öllum kverkum, í hornum og loftum. Sem gerist vegna þess hvernig húsið er byggt og eina leiðin til að sporna við vandamálinu er að hafa glugga alltaf opna, að sögn Gunnars.

„Ef því er haldið fram að leigutaki lofti ekki nógu vel út í húsnæði á vegum leigufélaga, þá er það ákveðið vandamál sem tengist eigninni og ber að upplýsa leigutakann um.“

Þarf að bæta réttarstöðu leigjenda 

Gunnar segir þessi mál mjög erfið að því leytinu að það þarf alltaf að sýna fram á að leigusalinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. „Það er mjög erfitt að sanna að sveppurinn hafi verið til staðar í upphafi leigutímans eða að leigusali hafi ekki brugðist rétt við. Í húsaleigulögum er svo gerð krafa um góða umgengni af hálfu leigutaka þannig það er spurning hvort það telst til slæmrar umgengni að lofta ekki nógu vel út. Það þarf klárlega að bæta réttarstöðu leigjenda svona málum, enda virðist þetta vera umtalsvert vandamál,“ segir Gunnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »

Verulega erfið færð í nótt

06:54 Ökumaður missti bifreið sína út í skurð á Suðurlandsvegi skömmu eftir miðnætti í nótt en mjög erfið færð var víða á Suðurlandi í nótt. Meira »

Kólnar með útsynningi, skúrum eða éljum

06:44 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu seinni partinn og í kvöld. Hlýnað hefur hratt á landinu í nótt og því víða hláka í dag og hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Meira »

Enn ósamið við flugvirkja

05:40 Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Forsætisráðherra segir lagasetningu ekki koma til greina. Meira »

Opin og traust samskipti eru mikilvæg

05:30 „Það er ekki til nein altæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir að svona hegðun, eða þeim fyrirtækjum þar sem áreitni og ofbeldi viðgangast.“ Meira »

Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

06:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Annar ökumaður gistir einnig fangageymslu þar sem hann var í svo annarlegu ástandi við aksturinn að ekki var hægt að ræða við hann. Meira »

4,4 milljarða bréf í Vatnsmýrinni

05:30 Borgarráð hefur orðið við beiðni Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa 4,4 milljarða tryggingabréfi vegna uppbyggingar við Hlíðarenda. Meira »

Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

05:30 Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...