„Dýrt fyrir fólk að missa búslóðina“

Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum.
Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum. Ómar Óskarsson

Það eru alls ekki allir leigjendur, sérstaklega ekki skjólstæðingar Félagsbústaða eða námsmenn á Ásbrú, sem eru í stakk búnir til að fara í dómsmál og kaupa dýrar matsgerðir til að fá úr svona málum skorið.“ Þetta segir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður sem flutt hefur nokkur mál fyrir dómi sem tengjast myglu í leiguhúsnæði.

Flest málin snúast um hver á að bera ábyrgð á hreinsun búslóðar í eigu leigutaka. Leigufélögin bera það í flestum tilfellum fyrir sig að myglan hafi myndast á leigutímanum og sé því tilkomin vegna umgengni leigutaka um húsnæðið.

mbl.is greindi í vikunni frá máli konu sem býr í íbúð á vegum Félagsbústaða þar sem mygla hefur komið fram. Konan hefur upplifað vanlíðan í langan tíma og glímir við mikið hárlos. Félagsbústaðir firra sig ábyrgð í málinu og segja að myglan sé tilkomin vegna þess hvernig gengið hefur verið um íbúðina. Hún sér sig nú tilneydda til að reyna að komast úr íbúðinni, sem hefur verið heimilið hennar í þrjú ár.

„Þessi mál snúast ekki um háar fjárhæðir en það er dýrt fyrir fólk að missa búslóðina sína,“ segir Gunnar og bendir á að áðurnefndir hópar séu sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar.

„Við þurfum að fá fleiri mál sem skýra stöðu leigjenda betur, en ég tel að Hæstiréttur hafi sent þau skilaboð með dómi í september að ábyrgð leigufélaga er mjög mikil þegar kemur að myglu. Leigufélög verða að vera á tánum ef þau vilja ekki að ábyrgðin falli á þau.“

Vann fyrsta myglumálið fyrir Hæstarétti 

Gunnar flutti fyrsta málið fyrir Hæstarétti þar sem dómur féll leigutökum í vil og fallist var á ábyrgð leigusala vegna myglu. Leigufélaginu bar því að greiða skaðabætur vegna vanrækslu. Um var að ræða íbúð á vegum leigufélagsins á Ásbrú, sem leigir námsmönnum íbúðir á lægra verði en á almennum markaði.

mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af ...
mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af Félagsbústöðum og býr við myglu. Sambærilegir myglublettir hafa verið í íbúðum skjólstæðinga Gunnars. Mynd/Guðbjörg Magnúsdóttir

„Leigusalinn á Ásbrú taldi ábyrgðina ekki liggja hjá sér því myglan hefði komið upp á leigutímanum. Íbúðin hefði verið í fínu lagi þegar hún var leigð út,“ segir Gunnar. Dómstólarnir lögðu hins vegar mjög ríka ábyrgð á leigusalann og var það niðurstaða bæði héraðsdóms og Hæstaréttar að fyrirliggjandi vitneskja leigusala um myglu í íbúðum á svæðinu og athugasemd leigutaka við rakaskemmdir, í upphafi leigutímans, hefði átt að gefa leigusala tilefni til að rannsaka það sérstaklega hvort myglusveppur væri í húsinu. „Af því þeir gerðu það ekki, þá voru þeir taldir hafa gerst sekir um vanrækslu og skaðabótaábyrgð lögð á þá.“

 Leigutaka kennt um mygluna

Gunnar er nú lögmaður einstaklings í öðru sambærilegu máli sem tók íbúð á leigu hjá leigufélagi í Reykjanesbæ, sem er með tugi íbúða á sínum snærum.

„Það liggur fyrir að þær íbúðir voru haldnar ýmsum byggingargöllum og það er deilt um hvort þeir skipti einhverju máli. Hann gerði fyrst athugasemdir 2015 og þá var komið og þrifið. Árið 2016 kallaði hann til heilbrigðiseftirlitið sem sagðist ekki geta mælt með því að nokkur maður hefðist við í þessari íbúð, sem hann leigði. Þarna var verulegt vandamál á ferðinni, en rök leigusalans voru að þetta væri bara því að kenna að leigutakinn loftaði ekki út. Þetta væri honum að kenna.“

Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að orsök myglunnar væri hátt rakastig og að mygla myndaðist í öllum kuldabrúm í íbúðinni. Í öllum kverkum, í hornum og loftum. Sem gerist vegna þess hvernig húsið er byggt og eina leiðin til að sporna við vandamálinu er að hafa glugga alltaf opna, að sögn Gunnars.

„Ef því er haldið fram að leigutaki lofti ekki nógu vel út í húsnæði á vegum leigufélaga, þá er það ákveðið vandamál sem tengist eigninni og ber að upplýsa leigutakann um.“

Þarf að bæta réttarstöðu leigjenda 

Gunnar segir þessi mál mjög erfið að því leytinu að það þarf alltaf að sýna fram á að leigusalinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. „Það er mjög erfitt að sanna að sveppurinn hafi verið til staðar í upphafi leigutímans eða að leigusali hafi ekki brugðist rétt við. Í húsaleigulögum er svo gerð krafa um góða umgengni af hálfu leigutaka þannig það er spurning hvort það telst til slæmrar umgengni að lofta ekki nógu vel út. Það þarf klárlega að bæta réttarstöðu leigjenda svona málum, enda virðist þetta vera umtalsvert vandamál,“ segir Gunnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega að svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svo sem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svo sem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur.“ Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...