„Dýrt fyrir fólk að missa búslóðina“

Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum.
Gunnar segir mikilvægt að bæta réttarstöðu leigjenda í myglumálum. Ómar Óskarsson

Það eru alls ekki allir leigjendur, sérstaklega ekki skjólstæðingar Félagsbústaða eða námsmenn á Ásbrú, sem eru í stakk búnir til að fara í dómsmál og kaupa dýrar matsgerðir til að fá úr svona málum skorið.“ Þetta segir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður sem flutt hefur nokkur mál fyrir dómi sem tengjast myglu í leiguhúsnæði.

Flest málin snúast um hver á að bera ábyrgð á hreinsun búslóðar í eigu leigutaka. Leigufélögin bera það í flestum tilfellum fyrir sig að myglan hafi myndast á leigutímanum og sé því tilkomin vegna umgengni leigutaka um húsnæðið.

mbl.is greindi í vikunni frá máli konu sem býr í íbúð á vegum Félagsbústaða þar sem mygla hefur komið fram. Konan hefur upplifað vanlíðan í langan tíma og glímir við mikið hárlos. Félagsbústaðir firra sig ábyrgð í málinu og segja að myglan sé tilkomin vegna þess hvernig gengið hefur verið um íbúðina. Hún sér sig nú tilneydda til að reyna að komast úr íbúðinni, sem hefur verið heimilið hennar í þrjú ár.

 Frétt mbl.is: Félagsbústaðir firra sig ábyrgð á myglu

„Þessi mál snúast ekki um háar fjárhæðir en það er dýrt fyrir fólk að missa búslóðina sína,“ segir Gunnar og bendir á að áðurnefndir hópar séu sérstaklega viðkvæmir hvað þetta varðar.

„Við þurfum að fá fleiri mál sem skýra stöðu leigjenda betur, en ég tel að Hæstiréttur hafi sent þau skilaboð með dómi í september að ábyrgð leigufélaga er mjög mikil þegar kemur að myglu. Leigufélög verða að vera á tánum ef þau vilja ekki að ábyrgðin falli á þau.“

Vann fyrsta myglumálið fyrir Hæstarétti 

Gunnar flutti fyrsta málið fyrir Hæstarétti þar sem dómur féll leigutökum í vil og fallist var á ábyrgð leigusala vegna myglu. Leigufélaginu bar því að greiða skaðabætur vegna vanrækslu. Um var að ræða íbúð á vegum leigufélagsins á Ásbrú, sem leigir námsmönnum íbúðir á lægra verði en á almennum markaði.

mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af ...
mbl.is greindi í gær frá máli konu sem leigir af Félagsbústöðum og býr við myglu. Sambærilegir myglublettir hafa verið í íbúðum skjólstæðinga Gunnars. Mynd/Guðbjörg Magnúsdóttir

„Leigusalinn á Ásbrú taldi ábyrgðina ekki liggja hjá sér því myglan hefði komið upp á leigutímanum. Íbúðin hefði verið í fínu lagi þegar hún var leigð út,“ segir Gunnar. Dómstólarnir lögðu hins vegar mjög ríka ábyrgð á leigusalann og var það niðurstaða bæði héraðsdóms og Hæstaréttar að fyrirliggjandi vitneskja leigusala um myglu í íbúðum á svæðinu og athugasemd leigutaka við rakaskemmdir, í upphafi leigutímans, hefði átt að gefa leigusala tilefni til að rannsaka það sérstaklega hvort myglusveppur væri í húsinu. „Af því þeir gerðu það ekki, þá voru þeir taldir hafa gerst sekir um vanrækslu og skaðabótaábyrgð lögð á þá.“

 Leigutaka kennt um mygluna

Gunnar er nú lögmaður einstaklings í öðru sambærilegu máli sem tók íbúð á leigu hjá leigufélagi í Reykjanesbæ, sem er með tugi íbúða á sínum snærum.

„Það liggur fyrir að þær íbúðir voru haldnar ýmsum byggingargöllum og það er deilt um hvort þeir skipti einhverju máli. Hann gerði fyrst athugasemdir 2015 og þá var komið og þrifið. Árið 2016 kallaði hann til heilbrigðiseftirlitið sem sagðist ekki geta mælt með því að nokkur maður hefðist við í þessari íbúð, sem hann leigði. Þarna var verulegt vandamál á ferðinni, en rök leigusalans voru að þetta væri bara því að kenna að leigutakinn loftaði ekki út. Þetta væri honum að kenna.“

Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að orsök myglunnar væri hátt rakastig og að mygla myndaðist í öllum kuldabrúm í íbúðinni. Í öllum kverkum, í hornum og loftum. Sem gerist vegna þess hvernig húsið er byggt og eina leiðin til að sporna við vandamálinu er að hafa glugga alltaf opna, að sögn Gunnars.

„Ef því er haldið fram að leigutaki lofti ekki nógu vel út í húsnæði á vegum leigufélaga, þá er það ákveðið vandamál sem tengist eigninni og ber að upplýsa leigutakann um.“

Þarf að bæta réttarstöðu leigjenda 

Gunnar segir þessi mál mjög erfið að því leytinu að það þarf alltaf að sýna fram á að leigusalinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. „Það er mjög erfitt að sanna að sveppurinn hafi verið til staðar í upphafi leigutímans eða að leigusali hafi ekki brugðist rétt við. Í húsaleigulögum er svo gerð krafa um góða umgengni af hálfu leigutaka þannig það er spurning hvort það telst til slæmrar umgengni að lofta ekki nógu vel út. Það þarf klárlega að bæta réttarstöðu leigjenda svona málum, enda virðist þetta vera umtalsvert vandamál,“ segir Gunnar að lokum.

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag en fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá henni. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Festu bílinn en fyrstar í mark

18:13 „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

18:07 Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra. Meira »

Miklar tafir vegna umferðarslyss

17:47 Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tveær bifreiðar lentu saman. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

17:38 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Wow Cyclothon

Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Trigger- Punkta - Spjöld 2stk 7500 kr
Trigger punkta spjöld 74cm x 53 cm kr 7500 (2stk) 1 af neðri hluta líkamans se...
Borðstofustólar til sölu
25 stk. af notuðum borðstofustólarólum til sölu á kr. 2.000 kr stk. seljast hel...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...