Fjallgöngugjald dugi á Helgafelli

Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir -
Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir - mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óhjákvæmlegt var að hefja gjaldtöku af þeim sem ganga á Helgafell á Snæfellsnesi, enda lá umhverfið undir skemmdum og frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fékkst ekki stuðningur til nauðsynlegra úrbóta. Raunar er líklegt í framtíðinni að á stöðum í einkaeigu, þar sem gestanauð er mikil, verði gjaldtaka almenn, enda er það nærtækasta leiðin til að fjármagna framkvæmdir og þjónustu. Þetta segja feðginin Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir, bændur og landeigendur á Helgafelli, sem í vor byrjuðu að innheimta 400 krónur af hverjum þeim sem gengur á fjallið, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.

Borga sjálf fyrir framkvæmdir

Helgafell í Helgafellssveit, skammt frá Stykkishólmi, er enginn venjulegur staður. Um fjallið gildir sú helgisögn að þegar á það er farið í fyrsta sinn, aldrei litið til baka, ekki mælt orð á leiðinni og beðist fyrir í byrgi á fjallinu eigi þrjár óskir viðkomandi að rætast. „Já, ég hef nokkrum sinnum hitt fólk sem segir mér frá óskum sínum sem rættust eftir fjallgöngu. Það dreg ég ekki í efa, en líka hitt að hjá góðu og heiðarlegu fólki ganga hlutirnir oftast upp og draumarnir verða að veruleika,“ segir Jóhanna.

Fyrir fjórum árum fékkst 6,5 milljóna króna styrkur til þess að leggja göngustíg upp á fjallið og koma upp salernisaðstöðu. Í vor þurfti svo að fara aftur í framkvæmdir og meðal annars bera möl ofan í stíginn, sem mikið hafði runnið úr. Það var pakki upp á tvær milljónir sem Helgafellsfólk borgaði sjálft fyrir en ætlar að vega þar á móti með gjaldtökunni. Frá sveitarfélaginu fékkst enginn stuðningur, en í Helgafellssveit eru aðeins 52 íbúar og hefur sveitarsjóður því úr litlu að spila.

Hópar hættu að koma

Hjörtur Hinriksson segist nokkuð bjartsýnn á að gjaldtakan í sumar standi undir útlögðum kostnaði. „Mér finnst tregðan við að borga þetta sanngjarna gjald mikil. Ferðaskrifstofurnar hættu að mestu leyti koma með hópa eftir að við kynntum þessar ráðstafanir og talsmenn þeirra sögðu að aukakostnaður mætti ekki bætast við þegar seldar ferðir. Og þó eru 400 krónur ekki miklir peningar, hvað þá þegar fólk getur fengið þrjár óskir uppfylltar. Það er mikið fyrir lítið,“ segir Hjörtur og hlær.

Jóhanna Kristín segist telja að í náinni framtíð verði gjaldtaka á fjölförnum stöðum almenn. „Mér virðist sem margir séu að skoða möguleikann og á nokkrum stöðum er byrjað að innheimta bílastæðagjöld, fyrir salerni og fleira,“ segir Jóhanna sem sjálf er gjarnan í litla skúrnum við Helgafellið, þar sem fjallgöngugjaldið er innheimt. „Ef við náum í sumar því inn sem framkvæmdir í vor kostuðu okkur erum við sloppin. Þrátt fyrir að við séum hér á vakt tólf tíma á sólarhring getum við ekki heldur reiknað okkur laun. Veitir raunar ekkert af því að ná peningum í sjóð því vegna sívaxandi ferðamannastraums hingað þarf að fara í margvíslegar fleiri úrbætur hér sem kosta sitt,“ segir Jóhanna á Helgafelli.

Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og ...
Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og sé rétt að farið rætast óskir þeirra sem ganga upp á topp þess. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag en fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá henni. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Festu bílinn en fyrstar í mark

18:13 „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

18:07 Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra. Meira »

Miklar tafir vegna umferðarslyss

17:47 Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tveær bifreiðar lentu saman. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

17:38 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Wow Cyclothon

Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Trigger- Punkta - Spjöld 2stk 7500 kr
Trigger punkta spjöld 74cm x 53 cm kr 7500 (2stk) 1 af neðri hluta líkamans se...
Borðstofustólar til sölu
25 stk. af notuðum borðstofustólarólum til sölu á kr. 2.000 kr stk. seljast hel...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...