Fjallgöngugjald dugi á Helgafelli

Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir -
Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir - mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óhjákvæmlegt var að hefja gjaldtöku af þeim sem ganga á Helgafell á Snæfellsnesi, enda lá umhverfið undir skemmdum og frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fékkst ekki stuðningur til nauðsynlegra úrbóta. Raunar er líklegt í framtíðinni að á stöðum í einkaeigu, þar sem gestanauð er mikil, verði gjaldtaka almenn, enda er það nærtækasta leiðin til að fjármagna framkvæmdir og þjónustu. Þetta segja feðginin Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir, bændur og landeigendur á Helgafelli, sem í vor byrjuðu að innheimta 400 krónur af hverjum þeim sem gengur á fjallið, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.

Borga sjálf fyrir framkvæmdir

Helgafell í Helgafellssveit, skammt frá Stykkishólmi, er enginn venjulegur staður. Um fjallið gildir sú helgisögn að þegar á það er farið í fyrsta sinn, aldrei litið til baka, ekki mælt orð á leiðinni og beðist fyrir í byrgi á fjallinu eigi þrjár óskir viðkomandi að rætast. „Já, ég hef nokkrum sinnum hitt fólk sem segir mér frá óskum sínum sem rættust eftir fjallgöngu. Það dreg ég ekki í efa, en líka hitt að hjá góðu og heiðarlegu fólki ganga hlutirnir oftast upp og draumarnir verða að veruleika,“ segir Jóhanna.

Fyrir fjórum árum fékkst 6,5 milljóna króna styrkur til þess að leggja göngustíg upp á fjallið og koma upp salernisaðstöðu. Í vor þurfti svo að fara aftur í framkvæmdir og meðal annars bera möl ofan í stíginn, sem mikið hafði runnið úr. Það var pakki upp á tvær milljónir sem Helgafellsfólk borgaði sjálft fyrir en ætlar að vega þar á móti með gjaldtökunni. Frá sveitarfélaginu fékkst enginn stuðningur, en í Helgafellssveit eru aðeins 52 íbúar og hefur sveitarsjóður því úr litlu að spila.

Hópar hættu að koma

Hjörtur Hinriksson segist nokkuð bjartsýnn á að gjaldtakan í sumar standi undir útlögðum kostnaði. „Mér finnst tregðan við að borga þetta sanngjarna gjald mikil. Ferðaskrifstofurnar hættu að mestu leyti koma með hópa eftir að við kynntum þessar ráðstafanir og talsmenn þeirra sögðu að aukakostnaður mætti ekki bætast við þegar seldar ferðir. Og þó eru 400 krónur ekki miklir peningar, hvað þá þegar fólk getur fengið þrjár óskir uppfylltar. Það er mikið fyrir lítið,“ segir Hjörtur og hlær.

Jóhanna Kristín segist telja að í náinni framtíð verði gjaldtaka á fjölförnum stöðum almenn. „Mér virðist sem margir séu að skoða möguleikann og á nokkrum stöðum er byrjað að innheimta bílastæðagjöld, fyrir salerni og fleira,“ segir Jóhanna sem sjálf er gjarnan í litla skúrnum við Helgafellið, þar sem fjallgöngugjaldið er innheimt. „Ef við náum í sumar því inn sem framkvæmdir í vor kostuðu okkur erum við sloppin. Þrátt fyrir að við séum hér á vakt tólf tíma á sólarhring getum við ekki heldur reiknað okkur laun. Veitir raunar ekkert af því að ná peningum í sjóð því vegna sívaxandi ferðamannastraums hingað þarf að fara í margvíslegar fleiri úrbætur hér sem kosta sitt,“ segir Jóhanna á Helgafelli.

Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og ...
Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og sé rétt að farið rætast óskir þeirra sem ganga upp á topp þess. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega að svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svo sem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svo sem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur.“ Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Erro
...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...