Fjallgöngugjald dugi á Helgafelli

Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir -
Feðginin á Helgafelli, Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir - mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Óhjákvæmlegt var að hefja gjaldtöku af þeim sem ganga á Helgafell á Snæfellsnesi, enda lá umhverfið undir skemmdum og frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fékkst ekki stuðningur til nauðsynlegra úrbóta. Raunar er líklegt í framtíðinni að á stöðum í einkaeigu, þar sem gestanauð er mikil, verði gjaldtaka almenn, enda er það nærtækasta leiðin til að fjármagna framkvæmdir og þjónustu. Þetta segja feðginin Hjörtur Hinriksson og Jóhanna Kristín Hjartardóttir, bændur og landeigendur á Helgafelli, sem í vor byrjuðu að innheimta 400 krónur af hverjum þeim sem gengur á fjallið, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.

Borga sjálf fyrir framkvæmdir

Helgafell í Helgafellssveit, skammt frá Stykkishólmi, er enginn venjulegur staður. Um fjallið gildir sú helgisögn að þegar á það er farið í fyrsta sinn, aldrei litið til baka, ekki mælt orð á leiðinni og beðist fyrir í byrgi á fjallinu eigi þrjár óskir viðkomandi að rætast. „Já, ég hef nokkrum sinnum hitt fólk sem segir mér frá óskum sínum sem rættust eftir fjallgöngu. Það dreg ég ekki í efa, en líka hitt að hjá góðu og heiðarlegu fólki ganga hlutirnir oftast upp og draumarnir verða að veruleika,“ segir Jóhanna.

Fyrir fjórum árum fékkst 6,5 milljóna króna styrkur til þess að leggja göngustíg upp á fjallið og koma upp salernisaðstöðu. Í vor þurfti svo að fara aftur í framkvæmdir og meðal annars bera möl ofan í stíginn, sem mikið hafði runnið úr. Það var pakki upp á tvær milljónir sem Helgafellsfólk borgaði sjálft fyrir en ætlar að vega þar á móti með gjaldtökunni. Frá sveitarfélaginu fékkst enginn stuðningur, en í Helgafellssveit eru aðeins 52 íbúar og hefur sveitarsjóður því úr litlu að spila.

Hópar hættu að koma

Hjörtur Hinriksson segist nokkuð bjartsýnn á að gjaldtakan í sumar standi undir útlögðum kostnaði. „Mér finnst tregðan við að borga þetta sanngjarna gjald mikil. Ferðaskrifstofurnar hættu að mestu leyti koma með hópa eftir að við kynntum þessar ráðstafanir og talsmenn þeirra sögðu að aukakostnaður mætti ekki bætast við þegar seldar ferðir. Og þó eru 400 krónur ekki miklir peningar, hvað þá þegar fólk getur fengið þrjár óskir uppfylltar. Það er mikið fyrir lítið,“ segir Hjörtur og hlær.

Jóhanna Kristín segist telja að í náinni framtíð verði gjaldtaka á fjölförnum stöðum almenn. „Mér virðist sem margir séu að skoða möguleikann og á nokkrum stöðum er byrjað að innheimta bílastæðagjöld, fyrir salerni og fleira,“ segir Jóhanna sem sjálf er gjarnan í litla skúrnum við Helgafellið, þar sem fjallgöngugjaldið er innheimt. „Ef við náum í sumar því inn sem framkvæmdir í vor kostuðu okkur erum við sloppin. Þrátt fyrir að við séum hér á vakt tólf tíma á sólarhring getum við ekki heldur reiknað okkur laun. Veitir raunar ekkert af því að ná peningum í sjóð því vegna sívaxandi ferðamannastraums hingað þarf að fara í margvíslegar fleiri úrbætur hér sem kosta sitt,“ segir Jóhanna á Helgafelli.

Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og ...
Helgafell er fjall sem miklar sagnir eru til um og sé rétt að farið rætast óskir þeirra sem ganga upp á topp þess. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...