Flugstöð rís í Skaftafelli

Flugvöllurinn í Skaftafelli.
Flugvöllurinn í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Í haust mun rísa ný flugstöð í Skaftafelli. Atlantsflug stendur að baki framkvæmdunum en á áætlun er að malbika flugbrautirnar sem nú þegar eru á staðnum auk þess að byggja flugskýli og þjónustumiðstöð á svæðinu.

Atlantsflug hefur keypt 15 hektara svæði í kringum flugvöllinn og hyggst hefja uppbyggingu á svæðinu í haust. Hafa áætlanir þeirra verið samþykktar í deiliskipulagi sem fór í gegn í mars á þessu ári.

Samkvæmt Jóni Grétari Sigurðssyni, framkvæmdarstjóra Atlantsflugs, byrjuðu drög að uppbyggingu á svæðinu árið 2009. Þá hafi þeir horft til framtíðar en ekki gert sér grein fyrir því hversu mikið ferðaþjónustan átti eftir að stækka. „Í upphafi ætluðum við að byggja þarna bara flugskýli fyrir okkar flugvélar og vera með þarna hús með afgreiðslu.“

Nú stendur til að að byggja á svæðinu 200 fermetra afgreiðslurými – sem hefur fengið enska vinnuheitið "Skaftafell Terminal" – til afgreiðslu og móttöku á farþegum. Þar verður aðstaða með snyrtingu auk þess að mögulega verði í húsnæðinu rými fyrir sýningar eða kennslu er við kemur ferðamennsku og fjallamennsku.

Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í ...
Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í Skaftafelli í haust. Teikning/Hughrif

Auka þjónustu á svæðinu allt árið

Á svæðinu eru alls sex lóðir og eru þrjár hugsaðar fyrir flugskýli. Er tilgangurinn fyrst og fremst að auka þjónustu á svæðinu allt árið um kring. Atlantsflug hefur aðeins getað geymt flugvélar sínar á svæðinu yfir sumartímann eða þrjá til fjóra mánuði á ári. Síðustu ár hafa þau verið að bjóða upp á dagsferðir frá Reykjavík og ekki er síður mikil umferð á veturna en á sumrin. Segir Jón húsnæði vera grunnatriði og gefa nýja möguleika í ferðaþjónustu auk markaðstækifæra á öðrum sviðum.

Löngun þeirra og landeigenda er að malbika flugbrautirnar auk þess að lengja þær um 500 metra. Mun sú breyting opna tækifæri á að stærri flugvélar geti lent á flugvellinum. Eru það þá 19 sæta flugvélar en enn er óljóst hvort hægt verði að lenda þar enn stærri vélum.

Byggja upp þjónustumiðstöð 

Flugvöllurinn er fyrsta áform þeirra en í öðru lagi ætla þau, í samstarfi við landeigendur, að byggja upp þjónustumiðstöð í Skaftafelli. Eru þegar komnir aðilar sem vilja hefja störf þar í haust. Jón lýsir því að áformin séu að mynda eins konar BSÍ á svæðinu og er starfssemin opin öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa með þeim. „Það sem háir þessu svæði eins og öðrum er að það er engin aðstaða, menn hafa ekki haft í nein hús að venda“ segir Jón, en með breytingunum vilja þeir opna möguleika á því.

Samkvæmt Jóni er byggingin teiknuð svo að hún komi undir háum mel og falli vel inn í landslagið. Mun hún því hafa lágmarksáhrif á umhverfi og sýnileika á jökla og annað landslag en tekið er skýrt fram í deiliskipulagi að byggingar verði að falla að umhverfinu.

Jón segir þetta „vísi að kjarna fyrir þjónustu á svæðinu, rétt við anddyrið inn í þjóðgarðinn sjálfan.“

Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar ...
Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar þjónustumiðstöðvar í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

Í gær, 17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

Í gær, 17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

Í gær, 17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Í gær, 16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

Í gær, 16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

Í gær, 16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

Í gær, 16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

Í gær, 16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...