Flugstöð rís í Skaftafelli

Flugvöllurinn í Skaftafelli.
Flugvöllurinn í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Í haust mun rísa ný flugstöð í Skaftafelli. Atlantsflug stendur að baki framkvæmdunum en á áætlun er að malbika flugbrautirnar sem nú þegar eru á staðnum auk þess að byggja flugskýli og þjónustumiðstöð á svæðinu.

Atlantsflug hefur keypt 15 hektara svæði í kringum flugvöllinn og hyggst hefja uppbyggingu á svæðinu í haust. Hafa áætlanir þeirra verið samþykktar í deiliskipulagi sem fór í gegn í mars á þessu ári.

Samkvæmt Jóni Grétari Sigurðssyni, framkvæmdarstjóra Atlantsflugs, byrjuðu drög að uppbyggingu á svæðinu árið 2009. Þá hafi þeir horft til framtíðar en ekki gert sér grein fyrir því hversu mikið ferðaþjónustan átti eftir að stækka. „Í upphafi ætluðum við að byggja þarna bara flugskýli fyrir okkar flugvélar og vera með þarna hús með afgreiðslu.“

Nú stendur til að að byggja á svæðinu 200 fermetra afgreiðslurými – sem hefur fengið enska vinnuheitið "Skaftafell Terminal" – til afgreiðslu og móttöku á farþegum. Þar verður aðstaða með snyrtingu auk þess að mögulega verði í húsnæðinu rými fyrir sýningar eða kennslu er við kemur ferðamennsku og fjallamennsku.

Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í ...
Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í Skaftafelli í haust. Teikning/Hughrif

Auka þjónustu á svæðinu allt árið

Á svæðinu eru alls sex lóðir og eru þrjár hugsaðar fyrir flugskýli. Er tilgangurinn fyrst og fremst að auka þjónustu á svæðinu allt árið um kring. Atlantsflug hefur aðeins getað geymt flugvélar sínar á svæðinu yfir sumartímann eða þrjá til fjóra mánuði á ári. Síðustu ár hafa þau verið að bjóða upp á dagsferðir frá Reykjavík og ekki er síður mikil umferð á veturna en á sumrin. Segir Jón húsnæði vera grunnatriði og gefa nýja möguleika í ferðaþjónustu auk markaðstækifæra á öðrum sviðum.

Löngun þeirra og landeigenda er að malbika flugbrautirnar auk þess að lengja þær um 500 metra. Mun sú breyting opna tækifæri á að stærri flugvélar geti lent á flugvellinum. Eru það þá 19 sæta flugvélar en enn er óljóst hvort hægt verði að lenda þar enn stærri vélum.

Byggja upp þjónustumiðstöð 

Flugvöllurinn er fyrsta áform þeirra en í öðru lagi ætla þau, í samstarfi við landeigendur, að byggja upp þjónustumiðstöð í Skaftafelli. Eru þegar komnir aðilar sem vilja hefja störf þar í haust. Jón lýsir því að áformin séu að mynda eins konar BSÍ á svæðinu og er starfssemin opin öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa með þeim. „Það sem háir þessu svæði eins og öðrum er að það er engin aðstaða, menn hafa ekki haft í nein hús að venda“ segir Jón, en með breytingunum vilja þeir opna möguleika á því.

Samkvæmt Jóni er byggingin teiknuð svo að hún komi undir háum mel og falli vel inn í landslagið. Mun hún því hafa lágmarksáhrif á umhverfi og sýnileika á jökla og annað landslag en tekið er skýrt fram í deiliskipulagi að byggingar verði að falla að umhverfinu.

Jón segir þetta „vísi að kjarna fyrir þjónustu á svæðinu, rétt við anddyrið inn í þjóðgarðinn sjálfan.“

Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar ...
Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar þjónustumiðstöðvar í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »

Verulega erfið færð í nótt

06:54 Ökumaður missti bifreið sína út í skurð á Suðurlandsvegi skömmu eftir miðnætti í nótt en mjög erfið færð var víða á Suðurlandi í nótt. Meira »

Kólnar með útsynningi, skúrum eða éljum

06:44 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu seinni partinn og í kvöld. Hlýnað hefur hratt á landinu í nótt og því víða hláka í dag og hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Meira »

Enn ósamið við flugvirkja

05:40 Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Forsætisráðherra segir lagasetningu ekki koma til greina. Meira »

Opin og traust samskipti eru mikilvæg

05:30 „Það er ekki til nein altæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir að svona hegðun, eða þeim fyrirtækjum þar sem áreitni og ofbeldi viðgangast.“ Meira »

Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

06:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Annar ökumaður gistir einnig fangageymslu þar sem hann var í svo annarlegu ástandi við aksturinn að ekki var hægt að ræða við hann. Meira »

4,4 milljarða bréf í Vatnsmýrinni

05:30 Borgarráð hefur orðið við beiðni Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa 4,4 milljarða tryggingabréfi vegna uppbyggingar við Hlíðarenda. Meira »

Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

05:30 Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...