Flugstöð rís í Skaftafelli

Flugvöllurinn í Skaftafelli.
Flugvöllurinn í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Í haust mun rísa ný flugstöð í Skaftafelli. Atlantsflug stendur að baki framkvæmdunum en á áætlun er að malbika flugbrautirnar sem nú þegar eru á staðnum auk þess að byggja flugskýli og þjónustumiðstöð á svæðinu.

Atlantsflug hefur keypt 15 hektara svæði í kringum flugvöllinn og hyggst hefja uppbyggingu á svæðinu í haust. Hafa áætlanir þeirra verið samþykktar í deiliskipulagi sem fór í gegn í mars á þessu ári.

Samkvæmt Jóni Grétari Sigurðssyni, framkvæmdarstjóra Atlantsflugs, byrjuðu drög að uppbyggingu á svæðinu árið 2009. Þá hafi þeir horft til framtíðar en ekki gert sér grein fyrir því hversu mikið ferðaþjónustan átti eftir að stækka. „Í upphafi ætluðum við að byggja þarna bara flugskýli fyrir okkar flugvélar og vera með þarna hús með afgreiðslu.“

Nú stendur til að að byggja á svæðinu 200 fermetra afgreiðslurými – sem hefur fengið enska vinnuheitið "Skaftafell Terminal" – til afgreiðslu og móttöku á farþegum. Þar verður aðstaða með snyrtingu auk þess að mögulega verði í húsnæðinu rými fyrir sýningar eða kennslu er við kemur ferðamennsku og fjallamennsku.

Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í ...
Hér má sjá teikningu af flugskýlinu sem opna á í Skaftafelli í haust. Teikning/Hughrif

Auka þjónustu á svæðinu allt árið

Á svæðinu eru alls sex lóðir og eru þrjár hugsaðar fyrir flugskýli. Er tilgangurinn fyrst og fremst að auka þjónustu á svæðinu allt árið um kring. Atlantsflug hefur aðeins getað geymt flugvélar sínar á svæðinu yfir sumartímann eða þrjá til fjóra mánuði á ári. Síðustu ár hafa þau verið að bjóða upp á dagsferðir frá Reykjavík og ekki er síður mikil umferð á veturna en á sumrin. Segir Jón húsnæði vera grunnatriði og gefa nýja möguleika í ferðaþjónustu auk markaðstækifæra á öðrum sviðum.

Löngun þeirra og landeigenda er að malbika flugbrautirnar auk þess að lengja þær um 500 metra. Mun sú breyting opna tækifæri á að stærri flugvélar geti lent á flugvellinum. Eru það þá 19 sæta flugvélar en enn er óljóst hvort hægt verði að lenda þar enn stærri vélum.

Byggja upp þjónustumiðstöð 

Flugvöllurinn er fyrsta áform þeirra en í öðru lagi ætla þau, í samstarfi við landeigendur, að byggja upp þjónustumiðstöð í Skaftafelli. Eru þegar komnir aðilar sem vilja hefja störf þar í haust. Jón lýsir því að áformin séu að mynda eins konar BSÍ á svæðinu og er starfssemin opin öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa með þeim. „Það sem háir þessu svæði eins og öðrum er að það er engin aðstaða, menn hafa ekki haft í nein hús að venda“ segir Jón, en með breytingunum vilja þeir opna möguleika á því.

Samkvæmt Jóni er byggingin teiknuð svo að hún komi undir háum mel og falli vel inn í landslagið. Mun hún því hafa lágmarksáhrif á umhverfi og sýnileika á jökla og annað landslag en tekið er skýrt fram í deiliskipulagi að byggingar verði að falla að umhverfinu.

Jón segir þetta „vísi að kjarna fyrir þjónustu á svæðinu, rétt við anddyrið inn í þjóðgarðinn sjálfan.“

Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar ...
Atlantsflug, í samstarfi við landeigendur, hyggst byggja flugstöð auk nýrrar þjónustumiðstöðvar í Skaftafelli. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega að svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svo sem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svo sem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur.“ Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...