Hátíð í rigningunni á Austurvelli

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsmenn létu ekki rigningu aftra sér frá því að safnast saman á Austurvelli til að fagna þjóðhátíðardegi Íslands þar sem hátíðardagskrá hófst á tólfta tímanum að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti ávarp.

Örygg­is­svæðið á Aust­ur­velli er minna í ár en á síðasta ári og al­menn­ing­ur hefur þar með greiðara aðgengi að hátíðarsvæðinu. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í samtali við Morgunblaðið í dag. 

Fjölbreytt hátíðardagskrá er í boði um land allt.

Hér má hins vegar sjá dagskrá borgarinnar í dag í tengslum við hátíðarhöldin.

Regnhlífar komu að góðum notum á Austurvelli í dag.
Regnhlífar komu að góðum notum á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fjölmenni safnaðist saman til að fylgjast með athöfninni.
Fjölmenni safnaðist saman til að fylgjast með athöfninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nokkrir mótmælendu komu einnig saman til að lýsa yfir andstöðu …
Nokkrir mótmælendu komu einnig saman til að lýsa yfir andstöðu sinni við vopnaburð lögreglunnar, en umræða um aukinn viðbúnað lögreglu hefur verið mikil að undanförnu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert