Öryggi landsmanna dýrmætt

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kistinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom víða við í hátíðarræðu sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann sagði lýðveldið Ísland væri vel heppnað og að Íslendingar hefðu það betra í dag en þeir gerðu á lýðveldisárinu 1944.

Forsætisráðherra var tíðrætt um miklar framfarir sem hafa orðið í samfélaginu á öllum sviðum á þessum 73 árum. Hann benti hins vegar á að vegna mikilla og örra tækniframfara væri framtíðin óráðin og full af tækifærum. Þessi tækifæri þyrfti að nálgast með réttu viðhorfi. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi frjálsra viðskipta sem hefði verið drifkraftur framfara í gegnum tíðina.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Getum ekki sætt okkur við stríðsátök“

Þrátt fyrir almenna velsæld er meginboðskapurinn í stjórnmálum um allan heim að heimurinn fari versnandi, að sögn Bjarna því krafa er gerð um að gera sífellt betur. „Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök. Við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst,“ sagði Bjarni.

Í því samhengi nefndi hann Parísarsáttmálann um loftslagsmál og sameiginlega yfirlýsingu sem Norðurlöndin sendu frá sér þar sem skorað var á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að fella ekki undirritun forvera síns úr gildi. Þrátt fyrir það höfðu Norðurlöndin ekki erindi sem erfiði. 

Bjarni benti á mikilvægi þess að Ísland yrði fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og velmegun, farsæld og frið.  

Forseti og forsætisráðherra.
Forseti og forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan nýtur trausts

„Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar, að tryggja þjóðaröryggi,“ sagði Bjarni. Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir væri þar af leiðandi mikilvægt  til að Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð.  

Hins vegar stæði heimurinn frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, sagði Bjarni. Þar beri einna hæst ótryggt ástand heimsmála meðal annars vegna hryðjuverka.

„Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð,“ sagði Bjarni. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi lögreglunnar og verkefni hennar sem njóta mikils trausts.

Þegar forsætisráðherra nefndi mikilvægi lögreglunnar mátti heyra í mótmælendum púa.

Íslenskan mikilvæg í tækniheiminum 

„Íslenska verður að vera valkostur í tækniheiminum og við þurfum að byggja upp innviði og efla nýsköpun í máltækni,“ sagði Bjarni og sagði mikilvægt að máltækniáætlun komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Í næstu viku mun mennta- og menningarmálaráðherra kynna verkáætlun til að koma henni til framkvæmda. 

Íslenskan verður að vera lifandi í daglegum samskiptum og við þurfum að hugsa á íslensku. Þess vegna væri brýnt að fá ungu kynslóðina til að viðhalda íslenskunni en það er á ábyrgð allra Íslendinga, þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnvalda eins og byggingu Húss íslenskra fræða myndi hrökkva skammt ef Íslendingar væru ekki duglegir að viðhalda málinu sjálfir, sagði Bjarni. 

Ræðu Bjarna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag en fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá henni. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Festu bílinn en fyrstar í mark

18:13 „Við stefndum alltaf að því að vera í fyrsta,“ segir Lilja Birgisdóttir, liðsstjóri Team Arctica Finance sem kom fyrst kvennaliða í mark í B-flokki WOW Cyclothon í dag. Liðið kláraði keppni á tímanum 43:44:49 og eru liðskonur afar ánægðar með árangurinn þótt ýmsar uppákomur hafi orðið á leiðinni. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

18:07 Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að móðir stúlknanna krefji hann samtals um þrjár milljónir í miskabætur vegna brotanna gegn dætrum þeirra. Meira »

Miklar tafir vegna umferðarslyss

17:47 Miklar tafir hafa orðið á umferð á Vesturlandsvegi frá höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhapps á Kjalarnesi þar sem tveær bifreiðar lentu saman. Meira »

Frestur til að leggja fram greinargerð

17:38 Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, óskaði í dag, í Héraðsdómi Reykjavíkur, eftir fresti til að skila greinargerð í umboðssvika- og inn­herja­svika­máli sem Hreiðar er ákærður í og tengist einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðari Má Sig­urðssyni ehf. Meira »

Undirbúa stofnun Háskólaseturs Austfjarða

16:16 Fjarðabyggð hefur hafið samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu í þágu menntamála á Austfjörðum og er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða stærsti þátturinn í því verkefni. Meira »

„Svefnleysið fer með mann“

17:02 „Svefnleysið er það sem fer með mann,“ segir Snorri Páll Guðbjörnsson sem var í liði VÍS sem kom í mark í Cyclothoni WOW um tvöleytið í dag. Hann var að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti líkt og aðrir í liðinu og segir hana hafa verið mikla þolraun. Meira »

Þorskkvótinn aukinn

16:12 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að aflamark í þorski verði aukið í 255.172 tonn á næsta fiskveiðiári, en kvótinn á yfirstandandi ári er 244.000 tonn. Ráðherra fylgir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem lagði til aukinn afla í mikilvægum tegundum, s.s. þorski og ýsu. Meira »

Lýst eftir Sólrúnu Petru

16:04 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Sólrúnu Petru Halldórsdóttur. Sólrún er 16 ára gömul, grannvaxin og um 166 cm á hæð.   Meira »

Fleiri sigurvegarar komnir í mark

16:00 Úrslit réðust nú fyrir skömmu í þessu í bæði A-flokki og í B-flokki kvenna í WOW Cyclothon. Í A-flokki var það liðið Cannondale GÁP Elite sem fór með sigur en liðið kláraði keppni á tímanum 44:34:43. Í B-flokki kvenna kom Team Artica Finance fyrst í mark á tímanum 43:44:49. Meira »

Tæplega 2.100 útskrifast á morgun

15:49 Hátt í 2.100 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands á morgun. 455 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í febrúar síðastliðnum og því nemur heildarfjöldi brautskráðra á árinu 2.542. Meira »

Mennta stjórnendur þriðja geirans

15:35 Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

15:23 Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna. Meira »

Hjólaði hringinn á 67 klukkustundum

15:00 Peter Coljin frá Kanada sigraði í einstaklingsflokki WOW Cyclothon keppninnar í ár. Hann hjólaði í mark klukkan 13:08 og hefur þar með hjólað rúma 1250 kílómetra einn síns liðs á minna en þremur sólarhringum. Meira »

„Allir staðir á Íslandi einstakir“

15:29 Peter Coljin hjólaði hringinn í kringum Ísland einn síns liðs á undir þremur sólarhringum og vann þar með einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Meira »

„Húsið okkar titrar og skelfur“

15:20 Íbúar við Grettisgötu hafa miklar áhyggjur af eignum sínum vegna framkvæmda við Vegamótastíg og Grettisgötu sem nú standa yfir vegna fyrirhugaðar byggingar fimm hæða hótels á lóðinni við Vegamótastíg 7-9. Meira »

HÍ ofar á lista þeirra bestu

14:45 Háskóli Íslands situr nú í sæti 120-130 á nýjum lista Times Higher Education, en sat áður í sæti 131-140. Skólinn situr svo í sæti 201-250 á heimslistanum. Meira »

Wow Cyclothon

Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg 85, gamall hippi í ágætu lagi. verð kr. 390.00...
Honda SLR 650
Til sölu Honda SLR 650. Árg. 1998 Ekið rúml. 25 þús., vel með farið. Verð 350...
Til sölu Quicksilver CLASSIC 20 bátur
Til sölu Quicksilver CLASSIC 20 hraðbátur Verð: 5,7 milljónir. Myndir og uppl. t...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...