Öryggi landsmanna dýrmætt

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kistinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom víða við í hátíðarræðu sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann sagði lýðveldið Ísland væri vel heppnað og að Íslendingar hefðu það betra í dag en þeir gerðu á lýðveldisárinu 1944.

Forsætisráðherra var tíðrætt um miklar framfarir sem hafa orðið í samfélaginu á öllum sviðum á þessum 73 árum. Hann benti hins vegar á að vegna mikilla og örra tækniframfara væri framtíðin óráðin og full af tækifærum. Þessi tækifæri þyrfti að nálgast með réttu viðhorfi. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi frjálsra viðskipta sem hefði verið drifkraftur framfara í gegnum tíðina.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Getum ekki sætt okkur við stríðsátök“

Þrátt fyrir almenna velsæld er meginboðskapurinn í stjórnmálum um allan heim að heimurinn fari versnandi, að sögn Bjarna því krafa er gerð um að gera sífellt betur. „Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök. Við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst,“ sagði Bjarni.

Í því samhengi nefndi hann Parísarsáttmálann um loftslagsmál og sameiginlega yfirlýsingu sem Norðurlöndin sendu frá sér þar sem skorað var á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að fella ekki undirritun forvera síns úr gildi. Þrátt fyrir það höfðu Norðurlöndin ekki erindi sem erfiði. 

Bjarni benti á mikilvægi þess að Ísland yrði fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og velmegun, farsæld og frið.  

Forseti og forsætisráðherra.
Forseti og forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan nýtur trausts

„Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar, að tryggja þjóðaröryggi,“ sagði Bjarni. Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir væri þar af leiðandi mikilvægt  til að Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð.  

Hins vegar stæði heimurinn frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, sagði Bjarni. Þar beri einna hæst ótryggt ástand heimsmála meðal annars vegna hryðjuverka.

„Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð,“ sagði Bjarni. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi lögreglunnar og verkefni hennar sem njóta mikils trausts.

Þegar forsætisráðherra nefndi mikilvægi lögreglunnar mátti heyra í mótmælendum púa.

Íslenskan mikilvæg í tækniheiminum 

„Íslenska verður að vera valkostur í tækniheiminum og við þurfum að byggja upp innviði og efla nýsköpun í máltækni,“ sagði Bjarni og sagði mikilvægt að máltækniáætlun komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Í næstu viku mun mennta- og menningarmálaráðherra kynna verkáætlun til að koma henni til framkvæmda. 

Íslenskan verður að vera lifandi í daglegum samskiptum og við þurfum að hugsa á íslensku. Þess vegna væri brýnt að fá ungu kynslóðina til að viðhalda íslenskunni en það er á ábyrgð allra Íslendinga, þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnvalda eins og byggingu Húss íslenskra fræða myndi hrökkva skammt ef Íslendingar væru ekki duglegir að viðhalda málinu sjálfir, sagði Bjarni. 

Ræðu Bjarna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins

mbl.is

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur