Öryggi landsmanna dýrmætt

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kistinn Magnússon

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kom víða við í hátíðarræðu sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann sagði lýðveldið Ísland væri vel heppnað og að Íslendingar hefðu það betra í dag en þeir gerðu á lýðveldisárinu 1944.

Forsætisráðherra var tíðrætt um miklar framfarir sem hafa orðið í samfélaginu á öllum sviðum á þessum 73 árum. Hann benti hins vegar á að vegna mikilla og örra tækniframfara væri framtíðin óráðin og full af tækifærum. Þessi tækifæri þyrfti að nálgast með réttu viðhorfi. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi frjálsra viðskipta sem hefði verið drifkraftur framfara í gegnum tíðina.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Getum ekki sætt okkur við stríðsátök“

Þrátt fyrir almenna velsæld er meginboðskapurinn í stjórnmálum um allan heim að heimurinn fari versnandi, að sögn Bjarna því krafa er gerð um að gera sífellt betur. „Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök. Við getum ekki setið aðgerðarlaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst,“ sagði Bjarni.

Í því samhengi nefndi hann Parísarsáttmálann um loftslagsmál og sameiginlega yfirlýsingu sem Norðurlöndin sendu frá sér þar sem skorað var á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að fella ekki undirritun forvera síns úr gildi. Þrátt fyrir það höfðu Norðurlöndin ekki erindi sem erfiði. 

Bjarni benti á mikilvægi þess að Ísland yrði fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og velmegun, farsæld og frið.  

Forseti og forsætisráðherra.
Forseti og forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan nýtur trausts

„Ein af frumskyldum stjórnvalda er að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar, að tryggja þjóðaröryggi,“ sagði Bjarni. Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir væri þar af leiðandi mikilvægt  til að Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð.  

Hins vegar stæði heimurinn frammi fyrir ógnum af ýmsu tagi, sagði Bjarni. Þar beri einna hæst ótryggt ástand heimsmála meðal annars vegna hryðjuverka.

„Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð,“ sagði Bjarni. Í því samhengi nefndi hann mikilvægi lögreglunnar og verkefni hennar sem njóta mikils trausts.

Þegar forsætisráðherra nefndi mikilvægi lögreglunnar mátti heyra í mótmælendum púa.

Íslenskan mikilvæg í tækniheiminum 

„Íslenska verður að vera valkostur í tækniheiminum og við þurfum að byggja upp innviði og efla nýsköpun í máltækni,“ sagði Bjarni og sagði mikilvægt að máltækniáætlun komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Í næstu viku mun mennta- og menningarmálaráðherra kynna verkáætlun til að koma henni til framkvæmda. 

Íslenskan verður að vera lifandi í daglegum samskiptum og við þurfum að hugsa á íslensku. Þess vegna væri brýnt að fá ungu kynslóðina til að viðhalda íslenskunni en það er á ábyrgð allra Íslendinga, þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnvalda eins og byggingu Húss íslenskra fræða myndi hrökkva skammt ef Íslendingar væru ekki duglegir að viðhalda málinu sjálfir, sagði Bjarni. 

Ræðu Bjarna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins

mbl.is

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skyldu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...