Öryggissvæðið minnkar

Frá mótmælum á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum.
Frá mótmælum á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum. mbl.is/Styrmir Kári

„Öryggissvæðið á Austurvelli verður minna í ár en á síðasta ári og almenningur hefur þar með greiðara aðgengi að hátíðarsvæðinu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld í tengslum við þjóðhátíðardaginn.

„Löggæsla verður að öðru leyti með hefðbundnum hætti. Lokanir eru í samræmi við skipulag Reykjavíkurborgar og lögreglan verður sýnileg á öllu hátíðarsvæðinu.“

Töluverð umræða hefur verið um sérsveit ríkislögreglustjóra og nærveru hennar á stórum viðburðum. Ásgeir segir sérsveitina að sjálfsögðu vera á vakt á 17. júní líkt og aðra daga ársins.

„Eins og aðra daga ársins verður sérsveitin á vakt og til taks ef hennar er þörf. Annars vonum við að fólk komi í miðbæinn til að skemmta sér og allir fari ánægðir heim.“

Hátíðardagskrá dagsins hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 10:15 en klukkan 11 hefst hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert