Rúta við rútu á Rútstúni

Grafa var notuð til að hindra umferð við Rútstún í …
Grafa var notuð til að hindra umferð við Rútstún í Kópavogi. mbl.is/Aron Þórður

Stórir bílar, rútur og vörubílar, voru notaðir víðsvegar um borgina til að koma í veg fyrir að hægt væri að keyra inn á hátíðarsvæði á meðan skipulögð dagskrá fór fram í dag 17. júní. Á Rútstúni í Kópavogi var rútum lagt til að hefta umferð. Við Austurvöll í Reykjavík og í Hafnarfirði var það sama upp á teningnum.  

„Þetta eru varúðarsáðstafanir til að koma í veg fyrir að hægt sé að keyra inn á hátíðarsvæði á bílum,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert á hátíðarhöldum á 17. júní á Rútstúni í Kópavogi. 

Margir lögðu leið sína á Rútstún í dag.
Margir lögðu leið sína á Rútstún í dag. mbl.is/Hjörtur
mbl.is/Hjörtur
mbl.is/Hjörtur
Rúta við rútstún.
Rúta við rútstún. mbl.is/Aron Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert