Smárými fyrir stóran skilding

mbl.is/Sigurður Bogi

Dæmi eru um að fólk greiði allt að 120 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi auk sameignar, eða 40 þúsund krónur fyrir átta fermetra herbergi. Formaður Samtaka leigjenda segir leigjendur eiga sök að máli, þar sem leigusalar geti leigt herbergin út dýrum dómum á meðan eftirspurnin sé til staðar. Og eftirspurnin er sannarlega til staðar.

Blaðamaður Sunnudagsblaðsins rakst á leiguvef á vegum Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, þar sem 16 herbergi eru auglýst til leigu í tveimur húsum, öðru í Kópavogi en hinu í Seljahverfi. Fermetraverðið nemur hátt í 5 þúsund krónum á mánuði, eða tæplega tvöfalt fermetraverð á við íbúðir í sömu póstnúmerum. Öll herbergin eru í útleigu.

Frétt mbl.is: Lítil herbergi leigð á hundruð þúsunda

Í húsinu í Seljahverfi eru herbergin átta talsins og geta þar verið tíu manns sem deila tveimur baðherbergjum með sturtuaðstöðu, þvottahúsi og eldhúsi. Við Nýbýlaveg í Kópavogi eru herbergin sjö á tveimur hæðum. Baðherbergi eru tvö, sitt á hvorri hæðinni, og einnig er sameiginleg eldhúsaðstaða og þvottaherbergi.

12 fermetrar á 180 þúsund

Í miðbæ Reykjavíkur er hægt að leigja 12 fermetra herbergi með sameiginlegu klósetti á 180 þúsund krónur, eða á 15 þúsund krónur fermetrann, að því er kemur fram í leiguskrá Leigu.is. Í Grafarvogi er 13 fermetra íbúð boðin til leigu á 80 þúsund krónur á mánuði. Í Reykjanesbæ er 15 fermetra íbúð boðin á 80 þúsund krónur.

Ingimundur Þór Þorsteinsson.
Ingimundur Þór Þorsteinsson.

Í síðasta mánuði greindi Morgunblaðið frá því að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 74 prósent frá því í janúar 2011. Þá greindi blaðið jafnframt frá því að 17 prósent fólks byggju í leiguhúsnæði en voru 12 prósent árið 2008.

Myndi sjálfur ekki vilja leigja

Ingimundur játar að leigan sé há í húsunum þar sem herbergi séu leigð út og segist sjálfur leggja hart að sonum sínum að spara og safna sér fyrir eigin húsnæði. Hann segist sjálfur ekki myndu vilja vera á leigumarkaði en mikil þörf sé hins vegar á öllum stærðum af húsnæði.

Vill að heimilið sé öruggt

„Það er mikil eftirspurn eftir herbergjum. Ég kann ekkert annað eðlilegt svar [við leiguverðinu] en að verðið ráðist af framboði og eftirspurn,“ segir Ingimundur Þór. Hann hefur leigt herbergin út núna í á fjórða ár. Hann segir verðið hjá sér hafa haldist óbreytt í tvö ár og segir hann mikinn fjölda fyrirspurna og umsókna berast honum í hvert sinn sem hann auglýsi herbergi til leigu. Flestir leigjendurnir kjósi að vera hjá honum til lengri tíma og tekur hann sem dæmi að 75 prósent þeirra sem leigðu hjá honum í haust séu enn að leigja hjá honum.

Ingimundur tekur fram að þetta sé ekki hans sérgrein, þ.e. útleiga íbúða, heldur sé hann að leigja húsin tímabundið út. „Ég er að breyta húsum og bæta, teikna og þess háttar, og leigi út til að láta þau ekki standa auð á meðan,“ segir hann. „En ég hef lagt mikið upp úr því að sinna fólkinu vel og hafa alla hluti í lagi. Mér finnst ég vera að gera eitthvað. Það er fólk hérna sem þarf einhvern stað til að búa á,“ segir Ingimundur.

Fjölbreytt flóra leigjenda

„Ég hef reynt að taka hingað fjölbreytta flóru. Ég reyni að hafa í bland Íslendinga og útlendinga, konur, karla, unga og eldri. Ég er með öryrkja, flóttamenn frá Rauða krossinum og ungt fólk að hefja líf sitt. Maður kynnist þessu fólki og veit eitthvað sem gengur á í lífi þeirra,“ segir Ingimundur og bætir við að sér beri skylda sem leigusala til að passa upp á að fólki líði eins og heima hjá sér. Að þau hafi samastað þar sem þau finni fyrir öryggi.

Spurður hvort hann viti af mörgum að leigja út stök herbergi segist hann hafa rekist á nokkra. „Það er eitthvað í Hafnarfirði, á þremur stöðum er þetta bara bisness, þar sem einhverju húsnæði er skipt niður í herbergi og sett upp fyrir þetta. Í mínu tilfelli er þetta millibilsástand þar sem ég leigi út herbergin á meðan ég er að vinna í öðrum hlutum og þess háttar,“ segir hann.

Innlent »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...