Smárými fyrir stóran skilding

mbl.is/Sigurður Bogi

Dæmi eru um að fólk greiði allt að 120 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi auk sameignar, eða 40 þúsund krónur fyrir átta fermetra herbergi. Formaður Samtaka leigjenda segir leigjendur eiga sök að máli, þar sem leigusalar geti leigt herbergin út dýrum dómum á meðan eftirspurnin sé til staðar. Og eftirspurnin er sannarlega til staðar.

Blaðamaður Sunnudagsblaðsins rakst á leiguvef á vegum Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, þar sem 16 herbergi eru auglýst til leigu í tveimur húsum, öðru í Kópavogi en hinu í Seljahverfi. Fermetraverðið nemur hátt í 5 þúsund krónum á mánuði, eða tæplega tvöfalt fermetraverð á við íbúðir í sömu póstnúmerum. Öll herbergin eru í útleigu.

Í húsinu í Seljahverfi eru herbergin átta talsins og geta þar verið tíu manns sem deila tveimur baðherbergjum með sturtuaðstöðu, þvottahúsi og eldhúsi. Við Nýbýlaveg í Kópavogi eru herbergin sjö á tveimur hæðum. Baðherbergi eru tvö, sitt á hvorri hæðinni, og einnig er sameiginleg eldhúsaðstaða og þvottaherbergi.

12 fermetrar á 180 þúsund

Í miðbæ Reykjavíkur er hægt að leigja 12 fermetra herbergi með sameiginlegu klósetti á 180 þúsund krónur, eða á 15 þúsund krónur fermetrann, að því er kemur fram í leiguskrá Leigu.is. Í Grafarvogi er 13 fermetra íbúð boðin til leigu á 80 þúsund krónur á mánuði. Í Reykjanesbæ er 15 fermetra íbúð boðin á 80 þúsund krónur.

Ingimundur Þór Þorsteinsson.
Ingimundur Þór Þorsteinsson.

Í síðasta mánuði greindi Morgunblaðið frá því að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 74 prósent frá því í janúar 2011. Þá greindi blaðið jafnframt frá því að 17 prósent fólks byggju í leiguhúsnæði en voru 12 prósent árið 2008.

Myndi sjálfur ekki vilja leigja

Ingimundur játar að leigan sé há í húsunum þar sem herbergi séu leigð út og segist sjálfur leggja hart að sonum sínum að spara og safna sér fyrir eigin húsnæði. Hann segist sjálfur ekki myndu vilja vera á leigumarkaði en mikil þörf sé hins vegar á öllum stærðum af húsnæði.

Vill að heimilið sé öruggt

„Það er mikil eftirspurn eftir herbergjum. Ég kann ekkert annað eðlilegt svar [við leiguverðinu] en að verðið ráðist af framboði og eftirspurn,“ segir Ingimundur Þór. Hann hefur leigt herbergin út núna í á fjórða ár. Hann segir verðið hjá sér hafa haldist óbreytt í tvö ár og segir hann mikinn fjölda fyrirspurna og umsókna berast honum í hvert sinn sem hann auglýsi herbergi til leigu. Flestir leigjendurnir kjósi að vera hjá honum til lengri tíma og tekur hann sem dæmi að 75 prósent þeirra sem leigðu hjá honum í haust séu enn að leigja hjá honum.

Ingimundur tekur fram að þetta sé ekki hans sérgrein, þ.e. útleiga íbúða, heldur sé hann að leigja húsin tímabundið út. „Ég er að breyta húsum og bæta, teikna og þess háttar, og leigi út til að láta þau ekki standa auð á meðan,“ segir hann. „En ég hef lagt mikið upp úr því að sinna fólkinu vel og hafa alla hluti í lagi. Mér finnst ég vera að gera eitthvað. Það er fólk hérna sem þarf einhvern stað til að búa á,“ segir Ingimundur.

Fjölbreytt flóra leigjenda

„Ég hef reynt að taka hingað fjölbreytta flóru. Ég reyni að hafa í bland Íslendinga og útlendinga, konur, karla, unga og eldri. Ég er með öryrkja, flóttamenn frá Rauða krossinum og ungt fólk að hefja líf sitt. Maður kynnist þessu fólki og veit eitthvað sem gengur á í lífi þeirra,“ segir Ingimundur og bætir við að sér beri skylda sem leigusala til að passa upp á að fólki líði eins og heima hjá sér. Að þau hafi samastað þar sem þau finni fyrir öryggi.

Spurður hvort hann viti af mörgum að leigja út stök herbergi segist hann hafa rekist á nokkra. „Það er eitthvað í Hafnarfirði, á þremur stöðum er þetta bara bisness, þar sem einhverju húsnæði er skipt niður í herbergi og sett upp fyrir þetta. Í mínu tilfelli er þetta millibilsástand þar sem ég leigi út herbergin á meðan ég er að vinna í öðrum hlutum og þess háttar,“ segir hann.

Innlent »

Skoða jökulinn utan úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Fnykur sagður „gjörsamlega ólíðandi“

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...