Talsverðar skúrir síðdegis

Það er vissara að gleyma ekki regnhlífinni heima í dag …
Það er vissara að gleyma ekki regnhlífinni heima í dag þegar haldið er út úr húsi. mbl.is/Ófeigur

Rigning eða súld verður á Suður- og Vesturlandi í dag, þjóðhátíðardag Íslendinga 17. júní. Í öðrum landshlutum verður skýjað með köflum og víða talsverðar skúrir síðdegis. Hlýjast verður á norðausturhluta landsins en hitinn verður yfirleitt 10 til 16 stig. 

Á höfuðborgarsvæðinu verður mesta rigningin um hádegið og fram um miðjan dag en um sexleytið minnkar hún talsvert. Samkvæmt spánni er því vissara að gleyma ekki regnhlífinni heima ef haldið er á hátíðarhöld í miðbænum.

Í Vestmanneyjum er útlit fyrir að litil sem engin rigning verði samkvæmt spánni en himininn verður þó skýjaður. 

Á morgun verður einnig blautt og það gengur á með skúrum. Áttin verður vestlæg, 5 til 10 metrar, samkvæmt Veðurstofu Íslands. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert