Vantar 20 starfsmenn

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri.
Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sveitarfélagið Hornafjörður missir stöðugt kennara og annað starfsfólk til annarra starfa. Sveitarfélagið er þannig fórnarlamb velgengni ferðaþjónustu á svæðinu. Nú eru nærri 20 laus störf hjá sveitarfélaginu og illa gengur að fá fólk í þau.

Fimm faglærðir kennarar hættu í grunnskólanum í vor til að fara í ferðaþjónustu, að sögn Björns Inga Jónssonar bæjarstjóra, til viðbótar þeim sem hafa farið sömu leið á undanförnum árum.

Yfir tvö þúsund gistirými eru nú í Hornafirði, jafnmörg eða fleiri en íbúar sveitarfélagsins, og enn þá er verið að byggja. Nokkrir af helstu ferðamannastöðum landsins eru innan sveitarfélagsins. Skoðun íshella í Vatnajökli er í tísku. Áætlað er að þangað hafi verið farið með 60-70 þúsund gesti sl. vetur og veltan er samkvæmt því um milljarður. Önnur afþreying er þá ótalin.

Mikið álag er á starfsfólk sveitarfélagsins vegna uppbyggingar ferðaþjónustunnar. Stöðugt þarf að vera að breyta aðalskipulagi og gera deiliskipulag og framkvæmdafólki finnst hægt ganga. Starfsfólk bæjarins gerir sitt besta, að sögn Björns Inga, en ekki hjálpar að erfitt er að ráða í stöður sem losna á þessu sviði eins og öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert