„Vorum með mjög sýnilega löggæslu“

Lögregla að störfum í Reykjavík í dag 17. júní.
Lögregla að störfum í Reykjavík í dag 17. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svipað margir lögregluþjónar stóðu vaktina við hátíðarhöld á Austurvelli í morgun líkt og undanfarin ár, jafnvel aðeins færri en í fyrra. Mikið var þó lagt upp úr allri löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og var lögregla sýnileg á öllum þeim stöðum í borginni þar sem fram fór skipulögð dagskrá vegna 17. júní. Hátíðarhöld hafa gengið vel fyrir sig og engar meiriháttar uppákomur hafa orðið í dag að sögn yfirlögregluþjóns.

Færri lögreglumenn á Austurvelli en í fyrra

„Þetta var bara mjög hefðbundið og eiginlega nákvæmlega sami fjöldi á Austurvelli í morgun og hefur verið undanfarin ár,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um þann fjölda lögreglumanna sem staðið hefur vaktina í dag. Aftur á móti hafi lögreglumenn verið um það bil 10 færri sem stóðu vaktina á Austurvelli í morgun heldur en í fyrra. Í heildina ætlar Ásgeir að um 40-50 lögreglumenn hafi staðið vaktina í dag.

Líkt og fram hefur komið verður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri með aukinn viðbúnað á fjölmennum hátíðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Segir Ásgeir að í dag hafi lögreglu gengið vel að vinna í takt við þetta strangara fyrirkomulag. „Við vorum með mjög sýnilega löggæslu í raun og veru á öllum þeim samkomustöðum sem að voru auglýstir í borginni,“ segir Ásgeir.

Lögregla stendur vörð er forsætisráðherra flytur ávarp.
Lögregla stendur vörð er forsætisráðherra flytur ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eftir hádegi og þangað til hátíðarhöldum lauk þá lögðum við mun meira í gæsluna. Frá klukkan tólf til sex eða sjö þá lögðum við mun meira í heldur en undanfarin ár en það var heldur minna í morgun,“ bætir hann við. Störfum lögreglu er þó hvergi lokið í dag. „Svo heldur partýið áfram af því að nú streyma allir í Laugardalinn á Secret Solstice,“ segir Ásgeir. Þá muni lögregla eins og vera ber halda áfram að standa vaktina.

Lokuðu götum að tilmælum lögreglu

Stór­ir bíl­ar, rút­ur og vöru­bíl­ar, voru notaðir víðsveg­ar um borg­ina í dag til að koma í veg fyr­ir að hægt væri að keyra inn á hátíðarsvæði á meðan skipu­lögð dag­skrá fór fram. Það var meðal annars gert á Rútstúni í Kópavogi en að sögn lögregluvarðstjóra var þeim lokunum aflétt þegar dagskrá lauk.

„Það var náttúrlega bara farið fram á það við bæjaryfirvöld hérna á höfuðborgarsvæðinu að þau myndu hafa þetta í huga, og grípa til einhverra ráðstafana til að hindra aðgang, og það var hérna í Hafnarfirði og Kópavogi og Garðabæ og víðar,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

 „Undanfarinn mánuð höfum við verið að ræða við sveitarfélögin hérna á höfuðborgarsvæðinu um að við þyrftum að gæta betur að öryggi vegfarenda inn á hátíðarsvæðunum og þau tóku okkur bara á orðinu,“ segir Ásgeir. „Sveitarfélögin tóku þetta bara í sínar hendur og eru búin að vera með mjög metnaðarfulla vinnu í samstarfi við lögregluna með þetta. En framkvæmdin hefur algjörlega verið á herðum sveitarfélaganna og þau hafa unnið þetta að miklum metnaði.“

Spurður segir Ásgeir tilganginn með þessu vera að tryggja öryggi vegfarenda, einkum gangandi vegfarenda til að draga úr hvers konar ógn við öryggi þeirra.

mbl.is

Innlent »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega að svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svo sem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svo sem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur.“ Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 31452 + vsk 1200 R 20 kr. 23387 + v...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...