John Snorri staddur í Pakistan

John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse.
John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse.

Fjallgöngukappinn John Snorri Sigurjónsson er staddur í bænum Skardu í Pakistan þar sem hann tekur saman vistir og undirbýr sig fyrir næstu vikur en hann hefur í hyggju að klífa K2, næsthæsta fjall heims.

John Snorri og hópurinn sem er með honum stefnir á að vera kominn að grunnbúðum  K2 í byrjun júlí. Þar verður dvalið í um eina viku þangað til byrjað verður að leggja línur fyrir uppgöngu á fjallið, sem er talið eitt það erfiðasta í heimi til klifurs.

Kári Schram, frændi Johns Snorra, er með honum í för og ætlar hann að búa til heimildarmynd um ævintýrið sem kallast Ferð til himna.

John Snorri komst upp á topp Lhotse-fjalls í síðasta mánuði, fyrstur Íslendinga. Það er fjórði hæsti tindur heims, 8.516 metra hár. Það afrek var liður í undirbúningi hans fyrir K2.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert