Líkur á slyddu eða snjókomu

Hitaspáin um miðnætti á Norðurlandi.
Hitaspáin um miðnætti á Norðurlandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Líkur eru á slyddu eða snjókomu á fjallvegum á Norðurlandi í kvöld og nótt og því gæti einhver hálka myndast að sögn Veðurstofu Íslands. Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega.

Þá segir Vegagerðin, að það sé að kólna nokkuð rækilega norðanlands í kvöld og með lægðardragi snjóar í fjöll í nótt. Slydda og krapi verður á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum, en á Öxnadalsheiði gerir snjóföl og varasama hálku frá því seint í kvöld og fram undir morgun.

Spáin er annars svohljóðandi:

Vestlæg átt, 5-13 m/s, en norðlægari norðan til, hvassast við norðaustur- og suðausturströndina. Rigning eða skúrir, en þurrt að kalla suðaustanlands. Norðlæg átt á morgun, strekkingur norðaustan til en annars hægari. Léttir til á morgun, en lengst af þungbúið og dálítil væta norðaustan til. Hiti víða 8 til 18 stig, hlýjast suðaustan til í dag, en sunnan- og suðvestanlands á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert