Sækja örmagna göngumann

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson. Ljósmynd/Ólafur Bernódusson

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði ásamt félögum Björgunarfélags Ísafjarðar voru kölluð út fyrir stuttu til að sækja örmagna göngumann á Hornstrandir.

Maðurinn virðist vera hluti af gönguhóp sem er á ferð um Hornstrandir en óskað var eftir aðstoð í gegnum neyðarrás skipa frá neyðarskýlinu í Hornvík, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Björgunarskipið er lagt af stað með fimm björgunarmenn um borð en um þrjár til fjórar klukkustundir tekur að komast á staðinn. Því er ekki hægt að reikna með að skipið komi með göngumanninn aftur til Ísafjarðar fyrr en í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert