18 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

mbl.is/ÞÖK

Karlmaður var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagsbrot. Maðurinn, sem er 35 ára gamall hollenskur ríkisborgari, kom til landsins með flugi 26. mars og fundist í líkama hans falin tæplega 870 grömm af kókaíni í 89 pakkningum.

Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að við þingfestingu í dag hafi maðurinn játað sök og hafi dómurinn verið kveðinn upp í kjölfarið. Maðurinn hefur dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði frá handtöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert