Bílaauglýsingagerð við Heklurætur

Hekla.
Hekla. mbl.is/Snorri Guðjónsson

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti í síðustu viku að veita fyrirtækinu Comrade Film ehf. leyfi til þess að kvikmynda bílaauglýsingar á Dómadalsleið og við rætur Heklu. Hálendisnefnd sveitarfélagsins hafði lagst gegn kvikmyndatöku á tveimur svæðum af fimm sem sótt var um.

Þorgils Torfi Jónsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings ytra, segir ástæðu þess að sveitarfélagið heimilaði auglýsingakvikmyndagerð á öllum svæðum sem sótt var um þrátt fyrir andmæli hálendisnefndarinnar vera breyttar aðstæður.

„Við jukum kröfurnar til þeirra sem sóttu um leyfið. Þyngsti bíllinn sem þeir ætluðu að nota var líklegur til að „spora“ of mikið í jarðveginn. Þeir leituðu því allra leiða til þess að halda áformum sínum án þess að raska svæðinu.“

Þorgils Torfi tekur undir þau viðhorf hálendisnefndar og sveitarstjórnar að standa þurfi vörð um einstaka náttúru á afréttum sveitarfélagsins. Dómadalsleið sé þekkt smalaleið og einungis opin sem slík og til eftirlits á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert