Fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu

Skjáskot

Maður, sem dró ökumann úr brennandi bifreið í kjölfar áreksturs sem varð í Ljósavatnsskarði árið 2015, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hjá tryggingafélagi bílsins sem brann. Maðurinn hlaut meiðsl á öxl þegar ökumaður bifreiðarinnar, sem hann dró út úr bílnum, kippti í hægri handlegg mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk slink á öxlina.

Frétt mbl.is: Dró ökumann út úr logandi bifreið

Bjargvætturinn krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu bílsins sem brann hjá vátryggingafélagi bílsins vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut við atvikið. Tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu og hefur Úrskurðanefnd vátryggingamála nú komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn eigi ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bílsins sem brann.

Í úrskurði nefndarinnar segir að samkvæmt umferðarlögum skuli sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúins ökutækis bæta það tjón sem hlýst af notkun þess, enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætni ökumanns. Samkvæmt sömu lögum beri skráður eða skráningarskyldur eigandi eða umráðamaður vélknúins ökutækis ábyrgð á því og er fébótaskyldur.

Samkvæmt úrskurði nefndarinnar má það ráða af gögnum málsins að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið valdur að árekstrinum sem orsakaði eldinn í bifreiðinni og skaðabótaábyrgð annarra aðila hafi því ekki stofnast vegna þessa. (Við það megi miða að eldurinn hafi kviknað vegna notkunar hennar í skilningi ábyrgðarreglu 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga.

Þá kemur ennfremur fram í úrskurðinum að maðurinn kunni að eiga rétt á bótum fyrir líkamstjón sitt úr slysatryggingu ökumanns. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því litið að meiðsl mannsins hafi hlotist við það að ökumaður bifreiðarinnar kippti í handlegg hans þegar hann hugðist draga hann út úr bifreiðinni.

Myndband var birt af atvikinu

Atvikið sem olli meiðslunum teljist því vera það fjarlægt notkun bifreiðarinnar að ekki verði talið að skráður eigandi bifreiðarinnar, sem er annar en ökumaðurinn sem dreginn var úr bílnum, beri á skaðabótaábyrgð gagnvart manninum á grundvelli 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Af því leiði að maðurinn geti ekki átt rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Mynd­bandi var á sínum tíma birt af er­lend­um ferðamanni sem var í hinni bif­reiðinni ásamt ferðafé­laga sín­um. Það sem ekki sést á mynd­band­inu er þegar maðurinn, sem mætti fyrst­ur á vett­vang, dró öku­manninn út úr bifreiðinni áður en hún varð al­elda. Er ástæða til að vara við mynd­band­inu.

 

mbl.is

Innlent »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

12:24 Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. Meira »

Lögreglan leitar að NFK72

11:31 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni NFK72, sem er hvítur Land Cruiser árgerð 2007. Bifreiðinni var stolið 4. júlí sl. frá starfsstöð bílaleigu á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Bæjarins bestu á nýjum stað

11:09 Búið er að færa pylsuvagn Bæjarins bestu um set. Nú er vagninn á stéttinni fyrir framan Hótel 1919 og mun verða þar næstu mánuðina þar sem verið er að framkvæma á reitnum sem hann hefur staðið á síðustu 80 árin. Meira »

Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins

10:32 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi. Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn sem maðurinn kveikti í tengdur fjölskyldu hans. Meira »

Sumarblíða í Reykjavíkurborg

10:30 Það var sannkölluð veðurblíða í borginni í gær. Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins nýttu sólargeislana vel í útivist, listir og rólegheit. Undanfarna daga hafa júlíhitametin fallið hvert af öðru og þá var hitamet sumarsins slegið fyrr í vikunni. Meira »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Expo-skálinn opnar dyrnar

09:30 Tónlistarhúsið Harpa og Sagafilm leiða saman hesta sína og bjóða fólki að heimsækja Expo-skálann í Hörpu alla daga í júlí og ágúst milli 10:30 og 17:30. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »
Bílastæðaskilti - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...