Fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu

Skjáskot

Maður, sem dró ökumann úr brennandi bifreið í kjölfar áreksturs sem varð í Ljósavatnsskarði árið 2015, á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hjá tryggingafélagi bílsins sem brann. Maðurinn hlaut meiðsl á öxl þegar ökumaður bifreiðarinnar, sem hann dró út úr bílnum, kippti í hægri handlegg mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk slink á öxlina.

Bjargvætturinn krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu bílsins sem brann hjá vátryggingafélagi bílsins vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut við atvikið. Tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu og hefur Úrskurðanefnd vátryggingamála nú komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn eigi ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bílsins sem brann.

Í úrskurði nefndarinnar segir að samkvæmt umferðarlögum skuli sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúins ökutækis bæta það tjón sem hlýst af notkun þess, enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla í tækinu eða ógætni ökumanns. Samkvæmt sömu lögum beri skráður eða skráningarskyldur eigandi eða umráðamaður vélknúins ökutækis ábyrgð á því og er fébótaskyldur.

Samkvæmt úrskurði nefndarinnar má það ráða af gögnum málsins að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið valdur að árekstrinum sem orsakaði eldinn í bifreiðinni og skaðabótaábyrgð annarra aðila hafi því ekki stofnast vegna þessa. (Við það megi miða að eldurinn hafi kviknað vegna notkunar hennar í skilningi ábyrgðarreglu 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga.

Þá kemur ennfremur fram í úrskurðinum að maðurinn kunni að eiga rétt á bótum fyrir líkamstjón sitt úr slysatryggingu ökumanns. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því litið að meiðsl mannsins hafi hlotist við það að ökumaður bifreiðarinnar kippti í handlegg hans þegar hann hugðist draga hann út úr bifreiðinni.

Myndband var birt af atvikinu

Atvikið sem olli meiðslunum teljist því vera það fjarlægt notkun bifreiðarinnar að ekki verði talið að skráður eigandi bifreiðarinnar, sem er annar en ökumaðurinn sem dreginn var úr bílnum, beri á skaðabótaábyrgð gagnvart manninum á grundvelli 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga. Af því leiði að maðurinn geti ekki átt rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Mynd­bandi var á sínum tíma birt af er­lend­um ferðamanni sem var í hinni bif­reiðinni ásamt ferðafé­laga sín­um. Það sem ekki sést á mynd­band­inu er þegar maðurinn, sem mætti fyrst­ur á vett­vang, dró öku­manninn út úr bifreiðinni áður en hún varð al­elda. Er ástæða til að vara við mynd­band­inu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert