Hall himinlifandi með nýju húfuna

Hall tekur sig vel út með nýju húfuna.
Hall tekur sig vel út með nýju húfuna. Ljósmynd/aðsend

Banda­ríski blaðamaðurinn God­frey Hall, sem aug­lýsti eft­ir 66°N húfu af gerðinni Katla í Velvak­anda í Morgunblaðsins í apríl, er afar sáttur með nýju húfuna sem var sérsaumuð handa honum. Hall hefur nú ferðast víða um Norður-Ameríku með nýju húfuna og sendir sérstakar þakkir. 

Hall hafði verið svo óheppinn að tapað húfunni sem hann hafði keypt eitt sinn á ferðalagi sínu á Íslandi og hélt mikið upp á. Biðlaði hann því til Íslend­inga að at­huga hvort sam­bæri­leg húfa gæti leynst í geymsl­um eða skáp­um þar sem flík­in væri hætt í fram­leiðslu.

„Þetta er náttúrlega húfa sem hefur ekkert verið fáanleg hjá okkur í nokkur ár en við áttum sniðin og saumastofan okkar í Garðabæ græjaði þetta einn tveir og þrír og við sendum strax til hans,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson hjá 66°Norður í samtali við mbl.is.

Húfuna fékk Hall með pósti skömmu síðar en Hall hefur nú sent frá sér sérstakar þakkir ásamt mynd af sér með nýju húfuna. „Hann er búinn að vera að ferðast í Kanada og Alaska, og með húfuna að sjálfsögðu, hann er bara þakklátur,“ segir Fannar Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert