Segja Ísland sterkt í þróunarsamvinnu

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland er á margan hátt framarlega í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þegar kemur að jafnréttismálum og samstarfi við jarðorkufyrirtæki, en auka mætti framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunarsamvinnu. Þetta kemur fram jafningjarýni um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag. Um er að ræða rýni sem unnin hefur verið síðustu misserin á vegum Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC-nefndarinnar. Þar héldu erindi Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC nefndarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

„Við viljum frá sjónarhorn þeirra sem þekkja best til og ég held að auðvelt sé að fullyrða að þetta séu góðar niðurstöður fyrir okkur. Það breytir því samt ekki að það er mikið af góðum ábendingum og við tökum þeim öllum alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór.

Nefnt er í skýrslunni að einn helsti styrkleiki Íslands sé miðlun þekkingar um jarðorku í verkefnum í Austur-Afríku þar sem stefnt er að því að bæta við 200 megavöttum á næstu sjö til fimmtán árum. Verkefnin séu unnin í vel heppnuðu samstarfi við einkaaðila og segir í skýrslunni að færa megi þessi nálgun á önnur svið. 

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð ...
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð síðan fyrir svörum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þá er ekki síður talið til kosta að hlutfall þróunaraðstoðar Íslands sem tekur mið af jafnrétti kynjanna sé langt yfir meðtali OECD-ríkjanna, eða 80% í samanburði við 35%. 

„Þetta er eitt af því sem nær þvert yfir alla okkar aðstoð, við leggjum mikla áherslu á jafnréttismálin. Það er málaflokkur sem við erum framarlega í og við kvikum ekki neitt frá þeirri stefnu,“ segir Guðlaugur Þór. 

Hagvöxtur hylur aukninguna

Í skýrslunni er bent á sumt sem betur mætti fara. Áhersla er lögð á að Ísland hafi burði til að auka framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar, sérstaklega í ljósi hagvaxtar síðustu ára, en eins og mál standa er Ísland ekki á leið með að ná markmiði OECD-landanna sem nemur 0,7% af landsframleiðslu.

Guðlaugur Þór segir að stefnt sé að því að framlögin nemi um 0,6% á árunum 2018-2021 og að óvenjuhár hagvöxtur hylji krónutöluaukninguna sem hefur orðið á síðustu árum. 

„Við höfum verið að auka þetta mikið í krónum talið, á örfáum árum hafa framlögin farið úr þremur milljörðum í sjö milljarða. Öll utanríkisþjónustan er í kringum tólf eða þrettán milljarðar þannig að þróunaraðstoðin er í kringum 40% af utanríkisþjónustunni og verður samkvæmt áætlunum 45%,“ segir Guðlaugur Þór. „Þó að við bætum í þá þurfum við að gera það verulega til að halda í sama hlutfall.“

Hann bætir við að þegar komi að ríkisfjármálum sé auðvelt að ná samstöðu um að bæta í en erfiðara að ná samstöðu um hvaðan eigi að taka. 

Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna.
Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í sambandi við Grænlendinga

Greint var frá því á mbl.is í gær að íslensk stjórn­völd hefðu boðið Græn­lend­ing­um aðstoð vegna jarðskjálft­ans og flóðbylgj­unn­ar sem skall á byggðinni Nu­uga­atsiaq í Uummann­aq-firðinum í nótt. Spurður um stöðu mála segir Guðlaugur að á næstu dögum komi í ljós með hvaða hætti aðstoðin verði. 

„Embættismenn okkar eru í sambandi við þeirra fólk. Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig málið mun þróast.“

mbl.is

Innlent »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

12:24 Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar. Meira »

Lögreglan leitar að NFK72

11:31 Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreiðinni NFK72, sem er hvítur Land Cruiser árgerð 2007. Bifreiðinni var stolið 4. júlí sl. frá starfsstöð bílaleigu á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Bæjarins bestu á nýjum stað

11:09 Búið er að færa pylsuvagn Bæjarins bestu um set. Nú er vagninn á stéttinni fyrir framan Hótel 1919 og mun verða þar næstu mánuðina þar sem verið er að framkvæma á reitnum sem hann hefur staðið á síðustu 80 árin. Meira »

Bíllinn tengdur fjölskyldu mannsins

10:32 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi. Að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er bíllinn sem maðurinn kveikti í tengdur fjölskyldu hans. Meira »

Sumarblíða í Reykjavíkurborg

10:30 Það var sannkölluð veðurblíða í borginni í gær. Íbúar höfuðborg­ar­svæðis­ins nýttu sólargeislana vel í útivist, listir og rólegheit. Undanfarna daga hafa júlíhitametin fallið hvert af öðru og þá var hitamet sumarsins slegið fyrr í vikunni. Meira »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Expo-skálinn opnar dyrnar

09:30 Tónlistarhúsið Harpa og Sagafilm leiða saman hesta sína og bjóða fólki að heimsækja Expo-skálann í Hörpu alla daga í júlí og ágúst milli 10:30 og 17:30. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »
Harviður til Húsbyggingu
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...