Segja Ísland sterkt í þróunarsamvinnu

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland er á margan hátt framarlega í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þegar kemur að jafnréttismálum og samstarfi við jarðorkufyrirtæki, en auka mætti framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunarsamvinnu. Þetta kemur fram jafningjarýni um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag. Um er að ræða rýni sem unnin hefur verið síðustu misserin á vegum Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC-nefndarinnar. Þar héldu erindi Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC nefndarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

„Við viljum frá sjónarhorn þeirra sem þekkja best til og ég held að auðvelt sé að fullyrða að þetta séu góðar niðurstöður fyrir okkur. Það breytir því samt ekki að það er mikið af góðum ábendingum og við tökum þeim öllum alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór.

Nefnt er í skýrslunni að einn helsti styrkleiki Íslands sé miðlun þekkingar um jarðorku í verkefnum í Austur-Afríku þar sem stefnt er að því að bæta við 200 megavöttum á næstu sjö til fimmtán árum. Verkefnin séu unnin í vel heppnuðu samstarfi við einkaaðila og segir í skýrslunni að færa megi þessi nálgun á önnur svið. 

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð ...
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð síðan fyrir svörum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þá er ekki síður talið til kosta að hlutfall þróunaraðstoðar Íslands sem tekur mið af jafnrétti kynjanna sé langt yfir meðtali OECD-ríkjanna, eða 80% í samanburði við 35%. 

„Þetta er eitt af því sem nær þvert yfir alla okkar aðstoð, við leggjum mikla áherslu á jafnréttismálin. Það er málaflokkur sem við erum framarlega í og við kvikum ekki neitt frá þeirri stefnu,“ segir Guðlaugur Þór. 

Hagvöxtur hylur aukninguna

Í skýrslunni er bent á sumt sem betur mætti fara. Áhersla er lögð á að Ísland hafi burði til að auka framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar, sérstaklega í ljósi hagvaxtar síðustu ára, en eins og mál standa er Ísland ekki á leið með að ná markmiði OECD-landanna sem nemur 0,7% af landsframleiðslu.

Guðlaugur Þór segir að stefnt sé að því að framlögin nemi um 0,6% á árunum 2018-2021 og að óvenjuhár hagvöxtur hylji krónutöluaukninguna sem hefur orðið á síðustu árum. 

„Við höfum verið að auka þetta mikið í krónum talið, á örfáum árum hafa framlögin farið úr þremur milljörðum í sjö milljarða. Öll utanríkisþjónustan er í kringum tólf eða þrettán milljarðar þannig að þróunaraðstoðin er í kringum 40% af utanríkisþjónustunni og verður samkvæmt áætlunum 45%,“ segir Guðlaugur Þór. „Þó að við bætum í þá þurfum við að gera það verulega til að halda í sama hlutfall.“

Hann bætir við að þegar komi að ríkisfjármálum sé auðvelt að ná samstöðu um að bæta í en erfiðara að ná samstöðu um hvaðan eigi að taka. 

Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna.
Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í sambandi við Grænlendinga

Greint var frá því á mbl.is í gær að íslensk stjórn­völd hefðu boðið Græn­lend­ing­um aðstoð vegna jarðskjálft­ans og flóðbylgj­unn­ar sem skall á byggðinni Nu­uga­atsiaq í Uummann­aq-firðinum í nótt. Spurður um stöðu mála segir Guðlaugur að á næstu dögum komi í ljós með hvaða hætti aðstoðin verði. 

„Embættismenn okkar eru í sambandi við þeirra fólk. Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig málið mun þróast.“

mbl.is

Innlent »

Ekki standi til að sameina MR og Kvennó

13:47 Ekki stendur til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík, eins og fyrrverandi rektor MR segist óttast á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þetta staðfestir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Margt í úrskurði sem heldur ekki vatni

13:42 „Það er mjög margt í úrskurðinum sem heldur ekki vatni. Atriði sem búið er að svara og fleira. Þeir hafa ekkert tekið tillit til þess. Þeir hafa sinnt mjög takmarkaðri rannsóknarvinnu. Þeir virðast hafa tekið upp athugasemdir sem ýmsir aðilar sendu inn, sem hafa hreinlega ekki kynnt sér málið.“ Meira »

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

13:30 Gamla Stavangerferjan m/s Rogaland hefur endurheimt skipsbjöllu sína. Hún reyndist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og uppgötvaðist fyrir tilviljun á Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Meira »

Gráir dagar í höfuðborginni

13:25 Besta veðrið á landinu næstu dagana verður á suðausturhluta landsins fyrir sunnan Vatnajökul. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir allt að 17 gráðu hita á Kirkjubæjarklaustri á morgun en áfram er búist við gráum dögum á suðvesturhorninu. Meira »

Ástandið orðið betra en fyrir hrun

12:03 Ísland kemur mjög vel út í nýrri skýrslu OECD. Gildir einu hvort miðað sé við önnur OECD-ríki eða Norðurlöndin. Hagvöxtur mælist hvergi meiri innan OECD-ríkjanna en á Íslandi, jöfnuður er hér mestur sé litið til tekna einstaklinga, jöfnuður milli kynjanna mestur og fátækt hvergi minni en á Íslandi. Meira »

Síldarstofninn minnkar

11:43 Norsk-íslenski síldarstofninn er um 4,2 milljónir tonna, sem er umtalsverð minnkun frá í fyrra er stofninn mældist 5,4 milljónir tonna. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs í Noregshafi sem fram fór í maí. Meira »

Faldi 107 pakka af hassi í líkamanum

11:40 Karlmaður var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi í héraðsdómi Austurlands fyrir fíkniefnasmygl, önnur fíkniefnabrot, líkamsárás og heimilisofbeldi. Þá var manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað. Meira »

Telur hækkunina vanhugsaða

11:42 „Þetta hjálpar okkur svo sannarlega ekki í komandi kjaraviðræðum og ég tel að þetta sé vanhugsað,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við nýjustu úrskurðum Kjararáðs. Meira »

Stúdentar eiga það til að gleymast

11:35 „Frábært að fá að nýta þetta svæði fyrir stúdenta“, segir Ragna Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs HÍ um nýja stúdentagarða. Ragna segir stúdenta eiga það til að gleymast þegar ráðist er í uppbyggingu á háskólasvæðinu. Meira »

Keyrði krossara undir áhrifum í miðbænum

11:21 Karlmaður var handtekinn í miðborginni í morgun vegna gruns um akstur krossara, torfæruhjóls, undir áhrifum fíkniefna. Auk þess var hann með meint fíkniefni á sér. Áður en hann var handtekinn reyndi maðurinn að komast undan lögreglu á hjólinu. Meira »

Þekkir þú einhvern sem er framúrskarandi?

11:10 Opnað hefur verið fyrir tilnefningar á framúrskarandi ungum Íslendingi í ár en á hverju ári verðlaunar JCI Ísland unga Íslendinga á aldrinum 18-40 ára sem takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni með miklum árangri. Markmið verðlaunanna er að hvetja ungt fólk til góðra starfa sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Meira »

Ráðherra ætlar engin afskipti að hafa af störfum nefndarinnar

10:23 Sjávarútvegsráðherra, sem í maímánuði skipaði þverpólitíska nefnd sem á að leita sátta um hvernig framtíðargjaldtöku í sjávarútvegi verður háttað í framtíðinni, kveðst ekki telja að starf nefndarinnar sé í uppnámi, þótt þrír fulltrúar minnihlutans hafi bókað harðorða gagnrýni á formann nefndarinnar á síðasta fundi nefndarinnar. Meira »

Engin merki um gosóróa

10:04 „Við sjáum engan gosóróa á þeim stöðvum sem liggja að strandlínunni. Við teljum því ólíklegt að þarna sé gos. Þetta er frekar jarðskjálftahrina tengd rekbeltinu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinu út af Kolbeinseyjarhrygg í gærkvöldi. Meira »

Endurskoða samninga við Fjallið

08:00 Styrktarsamningar Hafþórs Júlíusar Björnssonar, sem jafnan er kallaður Fjallið, við að minnsta kosti tvö fyrirtæki eru til skoðunar eftir viðtal sem Fréttablaðið tók við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Hafþórs, Thelmu Björk Steimann. Meira »

Skjálftahrinan enn í gangi

07:08 Skjálftahrina sem stóð yfir í gær er enn í gangi. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, upptök þeirra eru rúmlega 230 km norður af Melrakkasléttu, á Kolbeinseyjarhrygg. Meira »

Talaði íslensku við farþegana

08:59 Fólki fellur það misjafnlega vel í geð að fljúga landa á milli og þá getur áhöfn vélarinnar oft skipt sköpum.  Meira »

Búi keppir erlendis

07:30 Íslenska stuttmyndin Búi, sem leikstýrt er af Ingu Lísu Middleton, keppir á kvikmyndahátíðunum Nordic Panorama í Malmö og Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu í flokki 6-9 ára. Myndin er framleidd af ZikZak Filmworks. Meira »

Eldur í ruslagámi í Álfheimum

06:49 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í ruslagámi við Álfheima 4 um hálftvöleytið í nótt en talsverður eldur var í gámnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Meira »
Skrifstofuhúsnæði til leigu í miðbænum
Til leigu er bjart og fallegt skrifstofuhúsnæði í miðbænum. Allt að 10 vinnustöð...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg 85, gamall hippi í ágætu lagi. verð kr. 390.00...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...