Segja Ísland sterkt í þróunarsamvinnu

Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið.
Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísland er á margan hátt framarlega í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þegar kemur að jafnréttismálum og samstarfi við jarðorkufyrirtæki, en auka mætti framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunarsamvinnu. Þetta kemur fram jafningjarýni um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag. Um er að ræða rýni sem unnin hefur verið síðustu misserin á vegum Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC-nefndarinnar. Þar héldu erindi Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC nefndarinnar, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

„Við viljum frá sjónarhorn þeirra sem þekkja best til og ég held að auðvelt sé að fullyrða að þetta séu góðar niðurstöður fyrir okkur. Það breytir því samt ekki að það er mikið af góðum ábendingum og við tökum þeim öllum alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór.

Nefnt er í skýrslunni að einn helsti styrkleiki Íslands sé miðlun þekkingar um jarðorku í verkefnum í Austur-Afríku þar sem stefnt er að því að bæta við 200 megavöttum á næstu sjö til fimmtán árum. Verkefnin séu unnin í vel heppnuðu samstarfi við einkaaðila og segir í skýrslunni að færa megi þessi nálgun á önnur svið. 

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð ...
Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hélt stutta tölu á fundinum og stóð síðan fyrir svörum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þá er ekki síður talið til kosta að hlutfall þróunaraðstoðar Íslands sem tekur mið af jafnrétti kynjanna sé langt yfir meðtali OECD-ríkjanna, eða 80% í samanburði við 35%. 

„Þetta er eitt af því sem nær þvert yfir alla okkar aðstoð, við leggjum mikla áherslu á jafnréttismálin. Það er málaflokkur sem við erum framarlega í og við kvikum ekki neitt frá þeirri stefnu,“ segir Guðlaugur Þór. 

Hagvöxtur hylur aukninguna

Í skýrslunni er bent á sumt sem betur mætti fara. Áhersla er lögð á að Ísland hafi burði til að auka framlög sem hlutfall af landsframleiðslu til þróunaraðstoðar, sérstaklega í ljósi hagvaxtar síðustu ára, en eins og mál standa er Ísland ekki á leið með að ná markmiði OECD-landanna sem nemur 0,7% af landsframleiðslu.

Guðlaugur Þór segir að stefnt sé að því að framlögin nemi um 0,6% á árunum 2018-2021 og að óvenjuhár hagvöxtur hylji krónutöluaukninguna sem hefur orðið á síðustu árum. 

„Við höfum verið að auka þetta mikið í krónum talið, á örfáum árum hafa framlögin farið úr þremur milljörðum í sjö milljarða. Öll utanríkisþjónustan er í kringum tólf eða þrettán milljarðar þannig að þróunaraðstoðin er í kringum 40% af utanríkisþjónustunni og verður samkvæmt áætlunum 45%,“ segir Guðlaugur Þór. „Þó að við bætum í þá þurfum við að gera það verulega til að halda í sama hlutfall.“

Hann bætir við að þegar komi að ríkisfjármálum sé auðvelt að ná samstöðu um að bæta í en erfiðara að ná samstöðu um hvaðan eigi að taka. 

Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna.
Charlotte Petri Gornitzka fjallaði í stuttu máli um yfirgripsmiklu skýrsluna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í sambandi við Grænlendinga

Greint var frá því á mbl.is í gær að íslensk stjórn­völd hefðu boðið Græn­lend­ing­um aðstoð vegna jarðskjálft­ans og flóðbylgj­unn­ar sem skall á byggðinni Nu­uga­atsiaq í Uummann­aq-firðinum í nótt. Spurður um stöðu mála segir Guðlaugur að á næstu dögum komi í ljós með hvaða hætti aðstoðin verði. 

„Embættismenn okkar eru í sambandi við þeirra fólk. Það kemur í ljós á næstu dögum hvernig málið mun þróast.“

mbl.is

Innlent »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenju stór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...