Taka upp farþegagjald

Siglt á Faxaflóa með ferðamenn.
Siglt á Faxaflóa með ferðamenn. mbl.is/Árni Sæberg

Byrjað verður að innheimta sérstakt farþegagjald hjá Faxaflóahöfnum 1. apríl á næsta ári. Verður gjaldið 185 krónur fyrir hvern farþega í farþegaskipum og hvalaskoðunarskipum sem nota hafnirnar.

„Við miðum farþegagjaldið við 250 þúsund gesti í hvalaskoðun og 140 þúsund gesti í farþegaskipum. Miðað við þær forsendur gæti gjaldið verið um 70 milljónir króna á ári,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Kostnaður nemur milljarði

Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sl. föstudag voru kynnt vinnugögn varðandi fjárfestingar í aðstöðu fyrir farþega á næstu árum. Stjórnin fól Gísla hafnarstjóra að láta vinna nánari útfærslu og greina rýmisþörf ferðaþjónustufyrirtækja á athafnasvæði Faxaflóahafna ásamt kostnaðarmati og áfangaskiptingu. Hann segir að kostnaðurinn velti á endanlegum stærðum og umfangi, en reikna megi með að þegar allt er talið, hús og umhverfi, gæti verið um að ræða yfir einn milljarð króna. Farþegagjaldinu sé ætlað að standa undir stofnkostnaði og rekstri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert