Verið að vernda „vondu karlana“

Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“.
Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“. mbl.is/Árni Sæberg

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, telur að breytingar á öryggismálum, sem verslunin neyddist til að gera í kjölfar nýlegs úrskurðar Persónuverndar komi til með að draga úr öryggi viðskiptavina og starfsfólks í versluninni. „Við teljum þetta veikja okkar stöðu. Það er í raun búið að draga úr okkur tennurnar í þessu samhengi. Við erum með miklu vægari úrræði núna,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að skrán­ing IKEA á bíl­núm­er­um viðskipta­vina sinna og jafn­framt skrán­ing á per­sónu­upp­lýs­ing­um þeirra sem eru á lista yfir þá sem fyr­ir­tækið tel­ur óæski­lega í versl­un­inni, brytu í bága við lög. Þá þurfi IKEA að breyta sjónsviði myndavélar á þaki verslunarhúsnæðisins, enda náði það út fyrir bílastæðið og inn á bílastæði annarra verslana í kring.

Frétt mbl.is: IKEA má ekki skrá „óæskileg“ bílnúmer

„Það er búið að slökkva á því kerfi sem mátti ekki vera í gangi, það er búið að færa sjónarhorn myndavéla og eyða listum sem máttu ekki vera til. Við höfum því gengið að öllum óskum Persónuverndar og lögmaður fyrirtækisins sendi upplýsingar um það í dag, sem og staðfestingu frá þriðja aðila, sem setti upp kerfin fyrir okkur,“ segir Þórarinn sem er langt frá því sáttur við þessar breytingar. „Það er ekkert hægt að deila við þennan dómara, nema með því að fara í dómsmál, og það er ekki stemning fyrir því hjá okkur. Það er líka óljóst hvernig þau fara.“

„Mjög spælandi“ að slökkva á myndavélum

Hann tekur fram að fyrirtækið hafi ekki nýtt sér upplýsingar um bílnúmer með neinum hætti, nema ef eitthvað kom upp á. „Við vorum ekki að telja hve oft einstaklingur kom í verslunina, eða eitthvað slíkt. Það var ekkert gert við þessi gögn nema ef eitthvað kom upp á. Það er alltaf gott að vera með upptökur.“ Umrædd myndavél tók upp umferð bíla við hringtorg, en öll umfærð inn á Kauptúnssvæðið fer um hring­torgið. Gat vélin greint bílnúmer í myrkri. Hún hefur nú verið gerð óvirk.

Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en ...
Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en segir þó ekki hægt að deila við dómarann. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Eins vorum við með stóra myndavél á þaki hússins, sem myndaði allt bílastæðið okkar. Sjónsvið hennar náði hins vegar aðeins út fyrir bílastæðið, meðal annars inn á stæðið hjá Costco og Toyota. Þetta er bannað og okkur finnst það alveg skelfilegt. Það gerast alls konar hlutir á svona bílastæði. Kerrur geta runnið utan í bíla, ég tala nú ekki um eftir að Costco kom inn á svæðið með allar sínar stóru kerrur. Þá hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur dottið og meitt sig og verið keyrt utan í bíla, þannig að þetta er mikið öryggisatriði.“

Þórarinn segir viðskiptavini IKEA, og jafnvel fleiri verslana í nágrenninu, hafa haft mikinn hag af staðsetningu myndavélanna. „Við höfum bæði geta séð hvað gerðist eða útilokað að eitthvað hafi gerst. Við höfum hins vegar ekki verið að vinna með þessi gögn, enda nennir ekki nokkur einasti maður að sitja og glápa á þennan skjá. Þetta er meira sagnfræðitæki ef það gerist eitthvað.“ Eftir breytingarnar fanga myndavélarnar mun umfangsminna svæði. „Það er mjög spælandi,“ segir Þórarinn.

 Gæti orðið leikvöllur „spólgæja“

„Okkur finnst líka mjög spes að mega ekki halda lista yfir aðila sem hafa gerst brotlegir í versluninni, sem hafa beitt ofbeldi, hótað fólki, og jafnvel unnið skemmdarverk. Við megum vísa þessu fólki út en þá þurfum við að þekkja það í sjón. Ég skil alveg að það þurfi að vernda persónuupplýsingar en mér finnst að það sé verið að vernda „vondu karlana“ fullmikið í þessu samhengi. Við erum að hugsa um öryggi bæði viðskiptavina og starfsmanna og að reyna að halda vöruverði eins langt niðri og hægt er, og það er fullíþyngjandi að geta ekki haldið utan um þjófa.“

Aðspurður hvort hann óttist að þeir einstaklingar sem voru á umræddum lista muni nýta sér það að hann er ekki lengur til, svarar Þórarinn því játandi. „Á endanum mun það gerast. Það er alveg ljóst. Ég hef líka miklar áhyggjur af því að Kauptúnssvæðið, sem er stórt og mikið, verði aftur leikvöllur fyrir spólgæja sem voru hérna í gamla daga. Við náðum að úthýsa þeim með öflugum myndavélum, enda gátum við sýnt lögreglunni upptökur af mönnum reykspólandi hérna á planinu, í ofsaakstri. Nú er það ekki lengur hægt.“

mbl.is

Innlent »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenju stór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...