Verið að vernda „vondu karlana“

Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“.
Þórarinn óttast að Kauptúnssvæðið verði aftur leikvöllur „spólgæja“. mbl.is/Árni Sæberg

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, telur að breytingar á öryggismálum, sem verslunin neyddist til að gera í kjölfar nýlegs úrskurðar Persónuverndar komi til með að draga úr öryggi viðskiptavina og starfsfólks í versluninni. „Við teljum þetta veikja okkar stöðu. Það er í raun búið að draga úr okkur tennurnar í þessu samhengi. Við erum með miklu vægari úrræði núna,“ segir Þórarinn í samtali við mbl.is

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að skrán­ing IKEA á bíl­núm­er­um viðskipta­vina sinna og jafn­framt skrán­ing á per­sónu­upp­lýs­ing­um þeirra sem eru á lista yfir þá sem fyr­ir­tækið tel­ur óæski­lega í versl­un­inni, brytu í bága við lög. Þá þurfi IKEA að breyta sjónsviði myndavélar á þaki verslunarhúsnæðisins, enda náði það út fyrir bílastæðið og inn á bílastæði annarra verslana í kring.

Frétt mbl.is: IKEA má ekki skrá „óæskileg“ bílnúmer

„Það er búið að slökkva á því kerfi sem mátti ekki vera í gangi, það er búið að færa sjónarhorn myndavéla og eyða listum sem máttu ekki vera til. Við höfum því gengið að öllum óskum Persónuverndar og lögmaður fyrirtækisins sendi upplýsingar um það í dag, sem og staðfestingu frá þriðja aðila, sem setti upp kerfin fyrir okkur,“ segir Þórarinn sem er langt frá því sáttur við þessar breytingar. „Það er ekkert hægt að deila við þennan dómara, nema með því að fara í dómsmál, og það er ekki stemning fyrir því hjá okkur. Það er líka óljóst hvernig þau fara.“

„Mjög spælandi“ að slökkva á myndavélum

Hann tekur fram að fyrirtækið hafi ekki nýtt sér upplýsingar um bílnúmer með neinum hætti, nema ef eitthvað kom upp á. „Við vorum ekki að telja hve oft einstaklingur kom í verslunina, eða eitthvað slíkt. Það var ekkert gert við þessi gögn nema ef eitthvað kom upp á. Það er alltaf gott að vera með upptökur.“ Umrædd myndavél tók upp umferð bíla við hringtorg, en öll umfærð inn á Kauptúnssvæðið fer um hring­torgið. Gat vélin greint bílnúmer í myrkri. Hún hefur nú verið gerð óvirk.

Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en ...
Þórarinn er allt annað en sáttur við úrskurð Persónuverndar, en segir þó ekki hægt að deila við dómarann. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

„Eins vorum við með stóra myndavél á þaki hússins, sem myndaði allt bílastæðið okkar. Sjónsvið hennar náði hins vegar aðeins út fyrir bílastæðið, meðal annars inn á stæðið hjá Costco og Toyota. Þetta er bannað og okkur finnst það alveg skelfilegt. Það gerast alls konar hlutir á svona bílastæði. Kerrur geta runnið utan í bíla, ég tala nú ekki um eftir að Costco kom inn á svæðið með allar sínar stóru kerrur. Þá hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur dottið og meitt sig og verið keyrt utan í bíla, þannig að þetta er mikið öryggisatriði.“

Þórarinn segir viðskiptavini IKEA, og jafnvel fleiri verslana í nágrenninu, hafa haft mikinn hag af staðsetningu myndavélanna. „Við höfum bæði geta séð hvað gerðist eða útilokað að eitthvað hafi gerst. Við höfum hins vegar ekki verið að vinna með þessi gögn, enda nennir ekki nokkur einasti maður að sitja og glápa á þennan skjá. Þetta er meira sagnfræðitæki ef það gerist eitthvað.“ Eftir breytingarnar fanga myndavélarnar mun umfangsminna svæði. „Það er mjög spælandi,“ segir Þórarinn.

 Gæti orðið leikvöllur „spólgæja“

„Okkur finnst líka mjög spes að mega ekki halda lista yfir aðila sem hafa gerst brotlegir í versluninni, sem hafa beitt ofbeldi, hótað fólki, og jafnvel unnið skemmdarverk. Við megum vísa þessu fólki út en þá þurfum við að þekkja það í sjón. Ég skil alveg að það þurfi að vernda persónuupplýsingar en mér finnst að það sé verið að vernda „vondu karlana“ fullmikið í þessu samhengi. Við erum að hugsa um öryggi bæði viðskiptavina og starfsmanna og að reyna að halda vöruverði eins langt niðri og hægt er, og það er fullíþyngjandi að geta ekki haldið utan um þjófa.“

Aðspurður hvort hann óttist að þeir einstaklingar sem voru á umræddum lista muni nýta sér það að hann er ekki lengur til, svarar Þórarinn því játandi. „Á endanum mun það gerast. Það er alveg ljóst. Ég hef líka miklar áhyggjur af því að Kauptúnssvæðið, sem er stórt og mikið, verði aftur leikvöllur fyrir spólgæja sem voru hérna í gamla daga. Við náðum að úthýsa þeim með öflugum myndavélum, enda gátum við sýnt lögreglunni upptökur af mönnum reykspólandi hérna á planinu, í ofsaakstri. Nú er það ekki lengur hægt.“

mbl.is

Innlent »

Meiddist á fæti og gat ekki gengið

18:23 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út á fimmta tímanum vegna slasaðrar konu við Barnafossa. Meira »

Réðist á lögreglumenn með hnífi

18:07 Karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og umferðalagabrot. Meira »

Sjálfstæðismenn efins um reiðufjárbann

18:03 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Teitur Björn Einarsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir efasemdum með boðað átak fjármálaráðherra gegn reiðufé. Þeir segja menn að sjálfsögðu eiga að berjast gegn skattasvikum, en hugsanlea sé þetta ekki rétta leiðin. Meira »

Þurfa að hætta keppni

17:53 Vegna yfirvofandi storms á Suðausturlandi hefur keppnisstjórn WOW Cyclothon tekið þá ákvörðun að stöðva þá keppendur sem ekki eru líklegir að vera komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Meira »

Fluginu seinkar um sjö tíma

17:08 Áætlað er að flug Icelandair til Kaupmannahafnar, sem átti að fara klukkan 13:00 í dag en þurfti að fresta vegna óhapps, fari ekki í loftið fyrr en klukkan 20:00 í kvöld. Meira »

Bilun í startara olli mikilli töf

16:54 Rúmlega fjögurra tíma seinkun varð á flugi Icelandair frá Birmingham til Íslands í dag en upp kom bilun í startara vélarinnar þegar fljúga átti henni til Íslands. Vélin tók á loft frá Birmingham fyrir skemmstu. Meira »

10 milljóna þakið rofið

16:22 Fjáröflun WOW Cyclothon er í fullum gangi en nú þegar hafa safnast yfir tíu milljónir króna til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Fjáröflunin er í formi áheitakeppni þar sem mörg liðanna hafa sett sér markmið. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna tilraunar til manndráps

16:31 Karlmaður var í gær úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um til­raun til mann­dráps eða stór­fellda lík­ams­árás, með því að hafa ít­rekað stungið ann­an mann í brjóst og hand­legg eft­ir að sá hafði gert at­huga­semd við reyk­ing­ar manns­ins í mat­sal skip­verja á hol­lensku skipi. Meira »

361 íbúð rís á Útvarpsreitnum

15:41 Borgarstjóri og forstjóri byggingarfélagsins Skugga undirrituðu í dag samkomulag um uppbygginguna á Útvarpsreitnum. Skuggi 4 hefur þegar hafið framkvæmdir á reitnum en þar mun 361 íbúð rísa á næstu þremur árum. Meira »

„Þetta er ótrúleg upplifun“

15:33 Hjólakraftur er kominn framhjá Jökulsárlóni og stefnir nú að Skaftafelli. 110 manns í 11 liðum hjóla í kring um landið í WOW Cyclothon. Meira »

Stefnir ríkinu vegna mismununar

15:30 „Ég hef ekki þorað að ræða þetta opinskátt en nú tel ég að rétti tíminn sé runninn upp.“ Svona hefst pistill sem Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær, þar sem hún tilkynnir að hún hafi stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Flóttabörn fá ekki viðeigandi menntun

15:26 Ekki hafa öll flóttabörn hér á landi, eða börn hælisleitenda, fengið viðeigandi menntunarúrræði og fyrirséð er að sama staða verði viðvarandi í haust þegar skólarnir fara aftur af stað. Þetta segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Meira »

Sækja slasaða stúlku

15:09 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út í dag vegna stúlku með hafði dottið af hestbaki í Lundarreykjadal. Meira »

Stefndi lífi fólks í augljósa hættu

14:57 Karlmaður sem er grunaður um að hafa framið rán í apóteki vopnaður öxi og í kjölfarið reynt að flýja undan lögreglu í bifreið í apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júlí. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum en brot hans geta varðað allt að 10 ára fangelsi. Meira »

Tekst að ná betri samningi?

14:45 Brýnt er að Ísland nái að gera góða samninga við Bretland vegna Brexit. Bretar kaupa í dag um 18% af heildarverðmæti útfluttra íslenskra sjávarafurða og Ísland er stærsti innflytjandi fisks á Bretlandsmarkað. Meira »

Endurnýja samning við Landsbjörg

14:58 Utanríkisráðuneytið hefur endurnýjað til næstu fjögurra ára samstarfssamning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um íslensku alþjóðabjörgunarsveita (ICE-SAR). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér starf Landsbjargar í morgun og skrifaði í lok heimsóknarinnar undir samninginn ásamt Smára Sigurðssyni formanni félagsins. Meira »

Í mat hjá mömmu eftir keppni

14:48 Liðið Húnar er eitt af þremur fremstu liðunum í A-flokki fjögurra manna liða ásamt Team Cannondale GÁP og Team Cycleworks. Liðin eru nú komin fram hjá Egilsstöðum og stefna í átt að Öxi. Meira »

Aðstoðarritstjórinn hættur

14:18 Andri Ólafsson, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, er hættur störfum hjá blaðinu. Andri hefur starfað hjá 365 í rúmlega tíu ár. Meira »

Wow Cyclothon

Þurrkari
...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Lausir dagar í Biskupstungum..
Hlý og falleg sumarhús til leigu, -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.. ...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...