105 ára gamall og nýhættur að keyra

Jón Hannesson ásamt börnum sínum: Hannesi Rúnari, Soffíu Guðnýju, Guðrúnu …
Jón Hannesson ásamt börnum sínum: Hannesi Rúnari, Soffíu Guðnýju, Guðrúnu og Brynjólfi.

Jón Hjaltalín Hannesson fagnar 105 ára afmæli sínu í dag. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum þann 20. júní 1912 og bjó þar fram að gosi. Jón keyrði bíl þar til hann varð 103 ára og á 101. afmælisárinu fór hann með börnunum sínum til Toskana á Ítalíu.

Jón fékk meistararéttindi í rafvirkjun og vann sem sjálfstæður raf- og rafvélavirki en lengst af vann hann þó sem vélstjóri.

Er gosið varð þurfti hann eins og aðrir eyjarskeggjar að yfirgefa Heimaey fyrirvaralaust, þá rétt orðinn sextugur. Skiljanlega kom talsvert rót á hagi hans og fjölskyldunnar, sem þurfti oft að flytjast búferlum þar til keypt var raðhús í Kópavogi.

Jón býr enn í húsinu sínu í Kópavoginum en hann vann lengi í bílskúrnum við ýmis verkefni sem öll áttu það sameiginlegt að snúa að vélum og tækjum. 

Ítarlega er fjallað um ævi Jóns í Morgunblaðinu í dag. Jón ætlar ekki að halda formlega veislu í dag en opið hús verður fyrir þá sem vilja heilsa upp á hann.

Jón Hannesson.
Jón Hannesson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert