Samfylking eykur fylgi en VG dregst saman

Framsókn og Samfylking bæta við sig fylgi.
Framsókn og Samfylking bæta við sig fylgi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með 13,4 prósent en Vinstri hreyfingin – grænt framboð missir aftur fylgi á milli skoðanakannana MMR og stendur fylgi flokksins nú í 20,6 prósentum. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 14. júní. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur allra flokka með 24,9 prósenta fylgi samanborið við 25,6 prósent í síðustu könnun og Samfylkingin bætir nokkru við sig með 11,3 prósenta fylgi samanborið við 9,3 prósent í síðustu könnun.

Píratar eru með 13,7 prósenta fylgi en voru með 14,1 prósent í síðustu könnun og Viðreisn mælist í 5,5 prósentum. Flokkur fólksins mælist með 3,6 fylgi sem er meira en ríkisstjórnarflokkurinn Björt framtíð, en þar mælist fylgið aðeins 2,9 prósent og nær því flokkurinn ekki inn manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.

Mælist stuðningur við ríkisstjórnina því 30,9 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun þegar stuðningur mældist 31,4 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert