Jersey-blóð í kúastofninum

mbl.is/Styrmir Kári

Átján af 47 íslenskum nautum sem rannsökuð hafa verið reyndust vera með blóð úr innfluttum skepnum að hluta. Flest með á bilinu 1-5% blóðblöndun. Tvö borgfirsk naut skáru sig úr, voru að 14% hluta af dönsku og amerísku Jersey-kyni. Ekki er vitað hvernig sú blöndun hefur komið til.

Verið er að kanna erfðamengi íslenska kúastofnsins vegna könnunar á möguleikum þess að taka upp nýjar aðferðir við kynbætur stofnsins.

Stofninn hefur verið lengi einangraður og er því einsleitur. Sú niðurstaða kom á óvart að íslensku kýrnar eru skyldari frönskum og breskum kúm en norrænum. Þá kom á óvart hversu mikið borgfirsku nautin eru blönduð.

Ekki vitað um innflutning

Baldur Helgi Benjamínsson verkefnisstjóri segir ekki vitað hvernig blöndunin hafi orðið. Nær öruggt sé að hún hafi orðið á síðustu öld, vegna þess hversu mikil hún er. Ekki er vitað um neinn innflutning á nautum af Jersey-kyni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert