Einstaklingskeppni WOW Cyclothon hafin

Keppendur í flokki einstaklinga og keppendur Hjólakrafts voru ræstir af …
Keppendur í flokki einstaklinga og keppendur Hjólakrafts voru ræstir af stað frá Menntaskóla Borgarfjarðar í dag. Ljósmynd/Bjarni Þór Traustason

Einstaklingskeppni í WOW Cyclothon, þar sem keppendur hjóla einir síns liðs hringinn í kringum Ísland, er hafin. Þá eru keppnislið Hjólakrafts einnig lögð af stað, en keppendur voru ræstir frá planinu við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi nú seinnipartinn í dag.

Þá fór fram liðsfundur og afhending gagna og keppnissýning í Sýningarsal Öskju í Krókhálsi upp úr klukkan 18 í kvöld. Þangað voru keppendur hvattir til að mæta á staðinn og hvetja einstaklinga og Hjólakraft við ræsingu. Í einstaklingskeppninni í ár eru fjórir skráðir til leiks, þar af þrír erlendir keppendur, en keppni í A og B flokki hefst á morgun þegar ræst verður frá Egilshöll í Grafarvogi.

Í ár er aðeins einn Íslendingur skráður til leiks í flokki einstaklinga samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum keppninnar. Það er Jón Óli Ólafsson, sem mun hjóla 1.358 kílómetra einn síns liðs. Jón Óli hefur leyft áhugasömum að fylgjast grannt með undirbúningnum á Facebook-síðu sinni. Jón Óli segist hafa fengið reiðhjólabakteríuna fyrir um fimm árum þegar hann ákvað að selja bílinn sinn og fer nú allra ferða sinna á reiðhjóli. Hann er að taka þátt í einstaklingskeppninni í annað skipti.

Hópurinn áður en lagt var af stað frá Borgarnesi í …
Hópurinn áður en lagt var af stað frá Borgarnesi í dag. Ljósmynd/Bjarni Þór Traustason
Frá liðsfundi WOW Cyclothon í Klettagörðum í dag.
Frá liðsfundi WOW Cyclothon í Klettagörðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Keppir klæddur í íslensku landsliðstreyjuna

Jakub Dovrák frá Austurríki, sem einnig keppir í flokki einstaklinga, hefur tvisvar klárað hjólreiðakeppni af svipaðri lengd og mun taka þátt í tveimur sambærilegum keppnum í sumar, að WOW Cyclothon meðtalinni. Hann segir sína helstu hvatningu vera að hafa gaman og njóta náttúrunnar en að það yrði bónus ef hann kæmist á verðlaunapall.

Lögfræðingurinn Michel Glass frá Baltimore í Bandaríkjunum segist hafa orðið ástfanginn af landi og þjóð þegar hann fyrst heimsótti Ísland fyrir tveimur árum. Hann kom til landsins í annað skipti í fyrra og á fyrsta degi ferðarinnar sigraði Ísland England í 16 liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Hann ætlar að hjóla hringinn í kringum Ísland klæddur íslensku landsliðstreyjunni til heiðurs Íslendingum.

Peter Coljin frá Kaliforníu er hugbúnaðarverkfræðingur, en hann hjólaði meðal annars 800 kílómetra frá San Francisco til San Diego í undirbúningi sínum fyrir keppnina. Hann kveðst þó efast um að hann sé nógu vel undirbúinn fyrir íslenskar aðstæður.

Brunað af stað úr Borgarnesi.
Brunað af stað úr Borgarnesi. Ljósmynd/Bjarni Þór Traustason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert