Dagur: Ný flugstöð verður færanleg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ný flugstöð í Vatnsmýrinni verður í færanlegum húsum. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þannig að það sé einfalt að flytja þau á nýjan stað,“ segir hann spurður út í yfirlýsingu Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að vonir standi til að framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni hefjist á næsta ári.

Frétt mbl.is: Ný flugstöð rís í Vatnsmýri

Að sögn Dags kemur þessi ákvörðun samgönguráðherra um uppbyggingu við flugvöllinn í Vatnsmýrinni ekki sérstaklega á óvart. „Þetta hefur legið fyrir síðan 2013. Þá var gert samkomulag milli ríkis og Reykjavíkurborgar um að það mætti bæta aðstöðu fyrir farþega í innanlandsfluginu og var skipulaginu breytt í þá veru,“ segir Dagur.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Að undanförnu hafa þó öll áform um uppbyggingu verið stopp, m.a. vegna þess að samkvæmt núverandi áætlunum borgarinnar verður flugbrautum vallarins lokað eftir fimm ár og sjö ár.

Í núgildandi samningi ríkis og borgar er gert ráð fyrir að ISAVIA reki nýju flugstöðina, að nýju byggingarnar verði færanlegar og að norður/suður-flugbrautinni verði lögð af árið 2022. Árni Gunn­ars­son framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu að innanlandsflugi verði sjálfhætt verði brautinni lokað þar sem innanlandsflug verði ekki rekið með einni braut. Árið 2024 er svo áformað að loka austur-vestur brautinni samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Ekki áhyggjur af nálægð við vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni

Dagur leggur ríka áherslu á að kostir flugvallar í Hvassahrauni verði fullkannaðir og að þeirri könnun verði komið í markvissari farveg. Vísar hann til þess að Rögnunefndin, sem starfaði á árunum 2013 til 2015, hafi sagt mikla samstöðu um flugvallarrekstur þar, hjá ríki og borg, flugrekstraraðilum og fulltrúum landsbyggðarinnar. „Í mínum huga er ekki eftir neinu að bíða með að setja það í markvissari farveg,“ segir Dagur. „Það hefur verið hik á ríkinu, að mínu mati.“

Frétt mbl.is: Hentar ekki fyrir flugvöll

Uppbygging flugvallar í Hvassahrauni gæti hins vegar haft áhrif á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, að félagið hafi frá upphafi vitað það frá upphafi að vatnsvernd gæti reynst hindrun í vegi flugvallar í Hvassahrauni en félagið hefur undanfarið verið við prófanir í Hvassahrauni til að kanna möguleikann á að hafa flugvell í Hvassahrauni. Björgólfur segir að á endanum verði ákvörðunin um staðsetningu flugvallarins pólitísk. 

Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta ...
Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur segir að flugvöllurinn yrði á fjarsvæði vatnsverndar „og það kemur fram í gögnum Rögnunefndar að þar sé um saltvatn að ræða,“ segir Dagur í samtali við mbl.is. „Sem væri hugsanlega hægt að nýta í fiskeldi eða eitthvað slíkt. En það er ekki um það að ræða að saltvatn verði notað til neyslu, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar.“

Spurður hvort hann telji ekki að umhverfisspjöll kunni að verða við uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni, m.t.t. nálægðar við vatnsverndarsvæðið segist Dagur ekki telja svo vera. „Ekki nema eitthvað nýtt komi fram og það var eitt af því sem athygli var vakin á að fara þyrfti yfir,“ segir Dagur. „Það er eðlilegt að það þurfi að gera eins og í tengslum við allar aðrar framkvæmdir. Við endurbætur á Reykjanesbrautinni þarf að passa frágang en það útilokar ekki að þar, eða á Grindarvíkurvegi, verði gerðar endurbætur,“ segir Dagur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...