Dagur: Ný flugstöð verður færanleg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ný flugstöð í Vatnsmýrinni verður í færanlegum húsum. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þannig að það sé einfalt að flytja þau á nýjan stað,“ segir hann spurður út í yfirlýsingu Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að vonir standi til að framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni hefjist á næsta ári.

Að sögn Dags kemur þessi ákvörðun samgönguráðherra um uppbyggingu við flugvöllinn í Vatnsmýrinni ekki sérstaklega á óvart. „Þetta hefur legið fyrir síðan 2013. Þá var gert samkomulag milli ríkis og Reykjavíkurborgar um að það mætti bæta aðstöðu fyrir farþega í innanlandsfluginu og var skipulaginu breytt í þá veru,“ segir Dagur.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Að undanförnu hafa þó öll áform um uppbyggingu verið stopp, m.a. vegna þess að samkvæmt núverandi áætlunum borgarinnar verður flugbrautum vallarins lokað eftir fimm ár og sjö ár.

Í núgildandi samningi ríkis og borgar er gert ráð fyrir að ISAVIA reki nýju flugstöðina, að nýju byggingarnar verði færanlegar og að norður/suður-flugbrautinni verði lögð af árið 2022. Árni Gunn­ars­son framkvæmdastjóri Air Iceland Connect sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu að innanlandsflugi verði sjálfhætt verði brautinni lokað þar sem innanlandsflug verði ekki rekið með einni braut. Árið 2024 er svo áformað að loka austur-vestur brautinni samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Ekki áhyggjur af nálægð við vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni

Dagur leggur ríka áherslu á að kostir flugvallar í Hvassahrauni verði fullkannaðir og að þeirri könnun verði komið í markvissari farveg. Vísar hann til þess að Rögnunefndin, sem starfaði á árunum 2013 til 2015, hafi sagt mikla samstöðu um flugvallarrekstur þar, hjá ríki og borg, flugrekstraraðilum og fulltrúum landsbyggðarinnar. „Í mínum huga er ekki eftir neinu að bíða með að setja það í markvissari farveg,“ segir Dagur. „Það hefur verið hik á ríkinu, að mínu mati.“

Uppbygging flugvallar í Hvassahrauni gæti hins vegar haft áhrif á helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, að félagið hafi frá upphafi vitað það frá upphafi að vatnsvernd gæti reynst hindrun í vegi flugvallar í Hvassahrauni en félagið hefur undanfarið verið við prófanir í Hvassahrauni til að kanna möguleikann á að hafa flugvell í Hvassahrauni. Björgólfur segir að á endanum verði ákvörðunin um staðsetningu flugvallarins pólitísk. 

Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta ...
Staðsetning flugvallarins í Hvassahrauni yrði í mikilli nálægð við stærsta vatnsverndarsvæði Suðurnesjamanna. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur segir að flugvöllurinn yrði á fjarsvæði vatnsverndar „og það kemur fram í gögnum Rögnunefndar að þar sé um saltvatn að ræða,“ segir Dagur í samtali við mbl.is. „Sem væri hugsanlega hægt að nýta í fiskeldi eða eitthvað slíkt. En það er ekki um það að ræða að saltvatn verði notað til neyslu, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar.“

Spurður hvort hann telji ekki að umhverfisspjöll kunni að verða við uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni, m.t.t. nálægðar við vatnsverndarsvæðið segist Dagur ekki telja svo vera. „Ekki nema eitthvað nýtt komi fram og það var eitt af því sem athygli var vakin á að fara þyrfti yfir,“ segir Dagur. „Það er eðlilegt að það þurfi að gera eins og í tengslum við allar aðrar framkvæmdir. Við endurbætur á Reykjanesbrautinni þarf að passa frágang en það útilokar ekki að þar, eða á Grindarvíkurvegi, verði gerðar endurbætur,“ segir Dagur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
Lagersala
LAGERHREINSUN stakar stærðir NÚ AÐEINS KR 8.910,- NÚ AÐEINS KR. 9.585.- NÚ AÐEIN...
Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...