Friðland Þjórsárvera verði stækkað

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í gær á fundi með fulltrúum þeirra sveitarfélaga, sem eiga skipulagslega lögsögu á Þjórsárverasvæðinu og á Hofsjökli, hugmyndir um að setja af stað vinnu við stækkun friðlands Þjórsárvera.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að gert sé ráð fyrir að vinnan byggi á þeirri tillögu og afmörkun sem unnið var með árið 2013 en tillagan byggir á verulegri stækkun friðlands Þjórsárvera auk þess að ná til alls Hofsjökuls. Minnt er á að umræða um frekari vernd Þjórsárvera hafi farið fram árum saman en ekki orðið af því. Ráðherrann hafi sagt að hún ætlaði að leiða til lykta stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

„Aukin vernd á miðhálendinu er sérstakt áherslumál umhverfis- og auðlindaráðherra og hluti af áformum í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Hefur verið unnið að þeim hugmyndum í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að undanförnu og hafa þær verið til umfjöllunar á fundum ráðuneytisins með viðkomandi sveitarstjórnum. Fellur stækkað friðland Þjórsárvera vel að þeirri vinnu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert