Fundu tvö kuml til viðbótar

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fornleifafræðingar hafa fundið tvö kuml á Dysnesi við Eyjafjörð til viðbótar við þau fjögur sem áður höfðu fundist en þar stendur til að gera stórskipahöfn.

Frétt mbl.is: Merkur fundur á Dysnesi

Haft er eftir Hildi Gestsdóttur, fornleifa- og beinafræðingi, á fréttavef Ríkisútvarpsins að lítið sé hægt að segja um kumlin að svo stöddu nema að þau séu þarna. 

Tvö af kumlunum fjórum sem áður voru fundin eru bátskuml sem þykir benda til þess að um efnaða einstaklinga hafi verið að ræða. Sverð fannst í einu kumlinu.

Uppgröfturinn er meðal annars forvitnilegur fyrir þær sakir að eingöngu eru um tíu bátskuml þekkt á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert