Liðin lögð af stað í 1.358 km leiðangur

Keppendur í A-flokki þutu af stað frá Egilshöll klukkan 18 …
Keppendur í A-flokki þutu af stað frá Egilshöll klukkan 18 í kvöld. B-flokkur var ræstur af stað klukkustund síðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppni er hafin í liðakeppni WOW Cyclothon 2017. Lið í bæði A- og B-flokki voru ræst af stað frá Egilshöll í kvöld þar sem stemningin var við völd. Veður var hið þokkalegasta þegar keppendur þutu af stað, skýjað og smá vindur en þurrt. Gleðin var við völd á planinu við Egilshöll áður en keppendur lögðu af stað, tónlistin glumdi og bros á hverri vör en þar var einnig saman kominn fjöldi fólks til að hvetja keppendur af stað. 

WOW Cyclothon 2017 er hafið.
WOW Cyclothon 2017 er hafið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppendur í einstaklingsflokki og í keppnisliðum Hjólakrafts hófu keppni frá Borgarnesi í gær en nú eru allir keppendur lagðir af stað í 1.358 kílómetra langan leiðangurinn umhverfis landið. Í A-flokki eru fjórir einstaklingar í liði en 10 manns skipa hvert lið í B-flokki.  

Fylgjast má með í beinni útsendingu frá WOW Cyclothon hér að neðan.

Knapar og fákar klárir í slaginn.
Knapar og fákar klárir í slaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert