Sendiherrahjónin röppuðu

Bresku sendiherrahjónin Michael og Sawako Nevin.
Bresku sendiherrahjónin Michael og Sawako Nevin. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson

Elísa Reid forsetafrú steig dans með malavíska rapparanum Tay Grin á góðgerðarkvöldi sem haldið var á Kex Hostel í kvöld. Sendiherrahjón Bretlands röppuðu enn fremur með Grin sem er He for She-leiðtogi og ferðast um heiminn til að vekja athygli á málstaðnum.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá breska sendiráðinu að kvöldið á Kex hafi verið haldið til þess að safna fé til kaupa á margnota dömubindum fyrir stúlkur í Malaví til að þær geti mætt í skóla meðan á blæðingum stendur og flosni síður upp úr námi. Aðrir sem komið hafi fram á kvöldinu hafi verið Hildur, Tiny og Gísli Pálmi.

Þá hafi sendiherra Bretlands, Michael Nevin, ávarpað gesti sem og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og forsetafrúin. „En þegar tónlistin fór að hljóma myndaðist gríðarleg stemning, Tay tryllti lýðinn og fékk bókstaflega alla til að dansa.“

Reikningur söfnunarinnar er: 0301-13-113029

Kennitala: 090361-4229

Elísa Reid og Tay Grin.
Elísa Reid og Tay Grin. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert