Tvö ár í fangelsi og milljónir í kostnað

Maðurinn var sakfelldur í öllum liðum.
Maðurinn var sakfelldur í öllum liðum. mbl.is

Maður var í gær dæmdur í héraðsdómi til að sæta tveimur árum í fangelsi og greiða samtals 2,5 milljónir í málskostnað, málsvarnarþóknun, skaðabætur og sakarkostnað. Í brotunum fólst meðal annars rán, ofbeldi og frelsissvipting. 

Eitt brotið var þeim þeim hætti að ákærði hafi í hótunum ofbeldi við mann og svipti hann frelsi í fjóra klukkutíma. Á meðan yfir stóð ógnaði hann honum með hnífi og neyddi hann til að millifæra 42 þúsund krónur á reikning vinkonu sinnar. Því næst fór ákærði í hraðbanka og tók 2 þúsund krónur út af korti mannsins og stofnaði til viðskipta við smálánafyrirtæki upp á 40 þúsund krónur. 

Hann var einnig ákærður fyrir að hafa hrækt á einn lögreglumann. Lenti hrákinn á vinstri öxl hans og vanga og í kjölfarið reyndi ákærði að hrækja á annan lögreglumann.

Þá var einkaréttarkrafa fyrir rán þar sem ákærði mun hafa veist að manni með ofbeldi, þvingað hann til að millifæra rúma milljón í tveimur færslum og stolið munum að verðmæti 157 þúsund króna. Ákærði mun hafa hótað að nauðga manninum og drepa hann og fjölskylduna hans ef hann segði frá atvikinu. 

Þá var hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en þrír skammtar af LSD fundust í bifreið hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert