Verndun umhverfis veikileiki Íslands

Mikilvægt er að takmarka fjölda ferðamanna eða stýra heimsóknum betur.
Mikilvægt er að takmarka fjölda ferðamanna eða stýra heimsóknum betur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar þurfa að huga betur verndun umhverfisins og stýra heimsóknum ferðamanna, ætli þeir að vera samanburðarhæfir við lönd með svipaða vergra landsframleiðslu. Ísland er í 25. sæti af 128 þjóðum, þegar kemur að umhverfisgæðum, samkvæmt alþjóðlegri skýrslu sem gerir grein fyrir vísitölu félagslegra framfara. Skýrslan kom út í dag.

Sé tekið mið af útreikningi allra þátta mælikvarðans er Ísland í þriðja sæti. Umhverfisgæði eru hins vegar talin helsti veikleiki Íslands af skýrsluhöfundum og er því ljóst að betur má ef duga skal í verndun umhverfis hér á landi. Mikil umferð ferðmanna er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á niðurstöðuna.

Vísi­tal­an er tek­in sam­an af Social Progress Im­perati­ve (SPI), sem er sjálf­stæð stofn­un, starf­andi í Washingt­on. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni ólíkra aðila sem þróað hafa áður­nefnd­an mæli­kv­arða.

Þegar kemur að verndun búsvæða og líffræðilegs fjölbreytileika lífríkis er Ísland í 103. sæti af 128 þjóðum. Þá erum við í 26. sæti hvað varðar meðhöndlun á skólpi og frárennslisvatn. Þessar breytur byggja á niðurstöðum frá Yale-háskóla og OECD. „Skorkort SPI á að aðstoða okkur við að forgangsraða og koma með tillögur að úrbótaverkefnum. Til dæmis stýra ferðamönnum inn á viðkvæm svæði með markvissari hætti eins og verið er að skoða,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, fulltrúi SPI á Íslandi.


Hún segir ekkert koma sérstaklega á óvart í niðurstöðum skýrslunnar. „Skorkortið er ákveðið tæki sem hjálpar okkur að leggja mat á það hvernig okkur hefur gengið. Ef það eru einhverjir rauðir puntir þá eru það ábendingar um það hvar við getum forgangsraðað og hvað við þurfum að leggja áherslu á.“ Hægt er að sjá áðurnefnt skortkort hér fyrir neðan.

Hér má sjá hvernig Ísland skorar á kvarðanum í samanburði …
Hér má sjá hvernig Ísland skorar á kvarðanum í samanburði við önnur lönd. Mynd/SPI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert