Aðeins orpið í fjórar holur af hverjum tíu

Lundanum, sem stundum er kallaður prófasturinn og er sagður ljúfastur …
Lundanum, sem stundum er kallaður prófasturinn og er sagður ljúfastur fugla, fylgir alltaf rómantík. Í ár bregður hins vegar svo við að algjört hrun og viðkomubrestur hefur orðið í lundastofninum í Eyjum og ungar sjást varla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ábúð lunda í Vestmannaeyjum er nú með lélegasta móti. Rannsóknir Náttúrustofu Suðurlands sýna að ábúðarhlutfallið þar er aðeins 41%. Það þýðir að einungis hefur verið orpið í um fjórar lundaholur af hverjum tíu í Eyjum. Í fyrra var ábúðin þar 77%. Það er einungis í Dyrhólaey sem ábúðarhlutfallið er lægra en í Vestmannaeyjum eða 34%. 

Tekið er fram á Facebook-síðu Náttúrustofunnar að ábúðarhlutfallið hafi verið kannað fyrr í vor en áður. Þess vegna getur ábúðarhlutfallið átt eftir að hækka, sérstaklega á Suðurlandi þar sem varp hefur byrjað seint undanfarin ár. Endanlegt ábúðarhlutfall þar fæst eftir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert