Áfram í varðhaldi vegna tilraunar til manndráps

Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt.
Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt. mbl.is/Þórður

Karlmaður var í gær úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um til­raun til mann­dráps eða stór­fellda lík­ams­árás, með því að hafa ít­rekað stungið ann­an mann í brjóst og hand­legg eft­ir að sá hafði gert at­huga­semd við reyk­ing­ar manns­ins í mat­sal skip­verja á hol­lensku skipi. 

Ævar Pálmi Pálma­son lög­reglu­full­trúi staðfesti í samtali við mbl.is að gæsluvarðhald yfir manninum hefði verið framlengt.

Hollensk yfirvöld eru með lögsögu í málinu vegna þess að atvikið um borð í hollensku skipi og sendu framsalsbeiðni vegna þess hingað. Dómsmálaráðuneytið féllst á þá beiðni þeirra.

Manninum var kynnt niðurstaðan í gær og var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur hér á landi. Maðurinn hafði sólarhring til að krefja dóms­úrsk­urðar um skil­yrði framsals­ins en Ævar vissi ekki hvort hann ætlaði að gera það. 

Að öllu óbreyttu bíður maðurinn fylgdar til Hollands.

Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar, sem staðfest­ir úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur, að maður­inn hafi verið hand­tek­inn þann 7. maí við komu sína til lands­ins, en hann er grunaður um til­raun til mann­dráps tveim­ur dög­um áður þegar hann mun hafa ít­rekað stungið ann­an mann. 

Sá sem fyr­ir árás­inni varð var flutt­ur með þyrlu bresku strand­gæsl­unn­ar á sjúkra­hús, með stungusár á brjósti og í hand­legg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert