Boðin laun langt undir kjarasamningi

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum því miður orðið vör við þetta og fengið mál til okkar út af þessu,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, í samtali við Morgunblaðið. Vísar Indriði í máli sínu til þess að ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi hafa sum hver verið að bjóða leiðsögumönnum laun sem eru langt undir töxtum kjarasamninga leiðsögumanna.

Að sögn hans lítur stéttarfélagið þetta mjög alvarlegum augum og mun það því beita öllum þeim tækjum sem það hefur til að verja hagsmuni sinna félagsmanna.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir stéttarfélagið vita af stöðunni og að hér séu erlend fyrirtæki sem bjóða of lág laun fyrir leiðsögn. Þá hefur ASÍ unnið hörðum höndum við að rannsaka þessi mál síðustu vikur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert