Í mat hjá mömmu eftir keppni

Liðin hjóluðu í gegn um Námaskarð fyrr í dag.
Liðin hjóluðu í gegn um Námaskarð fyrr í dag. mbl.is/Birkir Fanndal

Liðið Húnar er eitt af þremur fremstu liðunum í A-flokki fjögurra manna liða ásamt Team Cannondale GÁP og Team Cycleworks. Liðin eru nú komin fram hjá Egilsstöðum og stefna í átt að fjallveginum Öxi.

Eru liðsmenn beggja liða hressir og stefna ótrauðir áfram. Team Cannondale GÁP hafa haldið forystu í sínum flokki síðan í Hvalfirði og ætla að halda því áfram á meðan lið Húna bítur hægt og rólega á Team Cycleworks fyrir framan þá.

Bæði Húnar og Team Cannondale hlakka til ferðarinnar um Öxi þar sem fyrst er hjólað stíft upp í móti á malarvegi áður en hægt er að láta sig renna niður brekkuna. Arnar Björnsson, einn liðsmanna Húna, segir þá ætla að hafa hraðari skiptingar og senda svo einn bróðurinn niður brekkuna sem hefur gaman af, en sá býr í Danmörku þar sem lítið er um brekkur.

Arnar segir að eftir að þeir hafa lokið keppni á morgun er þeim boðið í mat hjá mömmu en þeir eru allir bræður og reyndir íþróttamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert