Mörg börn glíma við geðrænan vanda

Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á ...
Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á stöðu barna í efnameiri ríkjum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum, samkvæmt upplýsingum frá UNICEF. 

„Náðst hefur góður árangur við að auka jöfnuð meðal barnafjölskyldna, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur ekki jafnvel að vígi ef litið er til geðheilbrigði barna, menntunarárangurs eða umhverfisvitundar þeirra. Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Ísland í sjötta sæti

Á heildina litið er Ísland í sjötta sæti af 41 ríki Evrópsambandsins og OECD-ríkja yfir almenna stöðu barna en borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki. Mestum árangri hefur Ísland náð í að tryggja markmið um aukinn jöfnuð og um frið, réttlæti og sterkar stofnanir. Verst stendur Ísland hvað varðar markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu og ræður þar mestu mæling á umhverfisvitund barna, sem er undir meðallagi.

Á Íslandi búa tíu prósent barna við hlutfallslega fátækt, sem er annað lægsta hlutfallið sem mældist á eftir Danmörku. Þá búa 18 prósent barna við efnislegan skort, sem er fimmta lægsta hlutfallið. Undir heimsmarkmiði um að tryggja heilsu og velferð mælist Ísland í öðru sæti og má rekja þann góða árangur til þess hve vel hefur gengið að minnka áfengisneyslu ungmenna og fækkunar ótímabærra þungana. Aftur á móti er árangur við að tryggja geðheilbrigði barna aðeins í meðallagi, en 22,5 prósent barna á aldrinum 11-15 ára sögðust upplifa tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku.

Fátækt og geðræn vandamál barna

Eitt af hverjum fimm börnum í efnameiri ríkjum býr við hlutfallslega fátækt og að meðaltali eitt af hverjum átta börnum býr við fæðuóöryggi. Þá upplifir um fjórðungur barna í efnameiri ríkjum geðræn vandamál oftar en einu sinni í viku. Þetta kemur fram í skýrslunni Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries sem UNICEF gaf út fyrir skemmstu.

Skýrslunni er ætlað að leggja mat á og bera saman stöðu barna í efnameiri ríkjum með hliðsjón af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem talin eru mikilvægust fyrir velferð þeirra. Skýrslan er sú fjórtánda í Report Card-rannsóknarritröð Innocenti-rannsóknarmiðstöðvar UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. 

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og stöðu barna á Íslandi í Öskju 132 í Háskóla Íslands í dag frá kl. 12.00 til 13.15.

Háar tekjur leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu barna

„Skýrslan undirstrikar að börn njóta ekki öll góðs af velgengni efnameiri ríkja,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

„Háar meðaltekjur ríkja leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu allra barna. Ríkisstjórnir allra landa þurfa að beita sér fyrir því að draga úr misskiptingu og tryggja að heimsmarkmið um sjálfbæra þróun náist fyrir öll börn.“

Í skýrslunni er lögð áhersla á þau tíu heimsmarkmið sem eru talin mikilvægust fyrir velferð barna. Meðal þeirra er að binda enda á fátækt og hungur, tryggja heilbrigði og gæðamenntun og auka jöfnuð. Borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki.

Töluverður munur er á velferð barna milli ríkja. Þó er ljóst að rými er til framfara í öllum ríkjum, þar sem ekkert þeirra mældist framarlega á öllum sviðum. Í ríkustu löndunum má sérstaklega nefna þær aðkallandi áskoranir sem felast í vaxandi ójöfnuði, geðrænum vandamálum barna og yfirþyngd.

Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar kallar UNICEF eftir því að ekkert barn sé skilið eftir – meðaltöl á landsvísu hylja oft ójöfnuð og slæma stöðu þeirra sem verst eru settir. Þá er mikilvægt að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og staðsetja börn miðlægt í þeirri vinnu, því velferð barna er grundvallarforsenda þess að hægt sé að ná auknum jöfnuði og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að betrumbæta gagnaöflun um stöðu barna, til að auðvelda samanburð og aðgerðir í þágu velferðar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Almanak til sölu..
Til sölu almanak Ólafs S Thorgeirssonar, 18 bindi. Vestur Íslenskur fróðleikur ...
Hreinsa þakrennur/ ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Ukulele
...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...