Mörg börn glíma við geðrænan vanda

Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á ...
Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á stöðu barna í efnameiri ríkjum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum, samkvæmt upplýsingum frá UNICEF. 

„Náðst hefur góður árangur við að auka jöfnuð meðal barnafjölskyldna, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur ekki jafnvel að vígi ef litið er til geðheilbrigði barna, menntunarárangurs eða umhverfisvitundar þeirra. Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Ísland í sjötta sæti

Á heildina litið er Ísland í sjötta sæti af 41 ríki Evrópsambandsins og OECD-ríkja yfir almenna stöðu barna en borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki. Mestum árangri hefur Ísland náð í að tryggja markmið um aukinn jöfnuð og um frið, réttlæti og sterkar stofnanir. Verst stendur Ísland hvað varðar markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu og ræður þar mestu mæling á umhverfisvitund barna, sem er undir meðallagi.

Á Íslandi búa tíu prósent barna við hlutfallslega fátækt, sem er annað lægsta hlutfallið sem mældist á eftir Danmörku. Þá búa 18 prósent barna við efnislegan skort, sem er fimmta lægsta hlutfallið. Undir heimsmarkmiði um að tryggja heilsu og velferð mælist Ísland í öðru sæti og má rekja þann góða árangur til þess hve vel hefur gengið að minnka áfengisneyslu ungmenna og fækkunar ótímabærra þungana. Aftur á móti er árangur við að tryggja geðheilbrigði barna aðeins í meðallagi, en 22,5 prósent barna á aldrinum 11-15 ára sögðust upplifa tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku.

Fátækt og geðræn vandamál barna

Eitt af hverjum fimm börnum í efnameiri ríkjum býr við hlutfallslega fátækt og að meðaltali eitt af hverjum átta börnum býr við fæðuóöryggi. Þá upplifir um fjórðungur barna í efnameiri ríkjum geðræn vandamál oftar en einu sinni í viku. Þetta kemur fram í skýrslunni Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries sem UNICEF gaf út fyrir skemmstu.

Skýrslunni er ætlað að leggja mat á og bera saman stöðu barna í efnameiri ríkjum með hliðsjón af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem talin eru mikilvægust fyrir velferð þeirra. Skýrslan er sú fjórtánda í Report Card-rannsóknarritröð Innocenti-rannsóknarmiðstöðvar UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. 

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og stöðu barna á Íslandi í Öskju 132 í Háskóla Íslands í dag frá kl. 12.00 til 13.15.

Háar tekjur leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu barna

„Skýrslan undirstrikar að börn njóta ekki öll góðs af velgengni efnameiri ríkja,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

„Háar meðaltekjur ríkja leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu allra barna. Ríkisstjórnir allra landa þurfa að beita sér fyrir því að draga úr misskiptingu og tryggja að heimsmarkmið um sjálfbæra þróun náist fyrir öll börn.“

Í skýrslunni er lögð áhersla á þau tíu heimsmarkmið sem eru talin mikilvægust fyrir velferð barna. Meðal þeirra er að binda enda á fátækt og hungur, tryggja heilbrigði og gæðamenntun og auka jöfnuð. Borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki.

Töluverður munur er á velferð barna milli ríkja. Þó er ljóst að rými er til framfara í öllum ríkjum, þar sem ekkert þeirra mældist framarlega á öllum sviðum. Í ríkustu löndunum má sérstaklega nefna þær aðkallandi áskoranir sem felast í vaxandi ójöfnuði, geðrænum vandamálum barna og yfirþyngd.

Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar kallar UNICEF eftir því að ekkert barn sé skilið eftir – meðaltöl á landsvísu hylja oft ójöfnuð og slæma stöðu þeirra sem verst eru settir. Þá er mikilvægt að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og staðsetja börn miðlægt í þeirri vinnu, því velferð barna er grundvallarforsenda þess að hægt sé að ná auknum jöfnuði og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að betrumbæta gagnaöflun um stöðu barna, til að auðvelda samanburð og aðgerðir í þágu velferðar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...