Mörg börn glíma við geðrænan vanda

Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á ...
Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum UNICEF á stöðu barna í efnameiri ríkjum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur vel að vígi í flestum mælingum, samkvæmt upplýsingum frá UNICEF. 

„Náðst hefur góður árangur við að auka jöfnuð meðal barnafjölskyldna, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum í samhengi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ísland stendur ekki jafnvel að vígi ef litið er til geðheilbrigði barna, menntunarárangurs eða umhverfisvitundar þeirra. Tæpur fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 11-15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku,“ segir í tilkynningu frá UNICEF.

Ísland í sjötta sæti

Á heildina litið er Ísland í sjötta sæti af 41 ríki Evrópsambandsins og OECD-ríkja yfir almenna stöðu barna en borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki. Mestum árangri hefur Ísland náð í að tryggja markmið um aukinn jöfnuð og um frið, réttlæti og sterkar stofnanir. Verst stendur Ísland hvað varðar markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu og ræður þar mestu mæling á umhverfisvitund barna, sem er undir meðallagi.

Á Íslandi búa tíu prósent barna við hlutfallslega fátækt, sem er annað lægsta hlutfallið sem mældist á eftir Danmörku. Þá búa 18 prósent barna við efnislegan skort, sem er fimmta lægsta hlutfallið. Undir heimsmarkmiði um að tryggja heilsu og velferð mælist Ísland í öðru sæti og má rekja þann góða árangur til þess hve vel hefur gengið að minnka áfengisneyslu ungmenna og fækkunar ótímabærra þungana. Aftur á móti er árangur við að tryggja geðheilbrigði barna aðeins í meðallagi, en 22,5 prósent barna á aldrinum 11-15 ára sögðust upplifa tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda oftar en einu sinni í viku.

Fátækt og geðræn vandamál barna

Eitt af hverjum fimm börnum í efnameiri ríkjum býr við hlutfallslega fátækt og að meðaltali eitt af hverjum átta börnum býr við fæðuóöryggi. Þá upplifir um fjórðungur barna í efnameiri ríkjum geðræn vandamál oftar en einu sinni í viku. Þetta kemur fram í skýrslunni Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries sem UNICEF gaf út fyrir skemmstu.

Skýrslunni er ætlað að leggja mat á og bera saman stöðu barna í efnameiri ríkjum með hliðsjón af þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem talin eru mikilvægust fyrir velferð þeirra. Skýrslan er sú fjórtánda í Report Card-rannsóknarritröð Innocenti-rannsóknarmiðstöðvar UNICEF sem mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. 

UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og stöðu barna á Íslandi í Öskju 132 í Háskóla Íslands í dag frá kl. 12.00 til 13.15.

Háar tekjur leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu barna

„Skýrslan undirstrikar að börn njóta ekki öll góðs af velgengni efnameiri ríkja,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.

„Háar meðaltekjur ríkja leiða ekki sjálfkrafa til bættrar stöðu allra barna. Ríkisstjórnir allra landa þurfa að beita sér fyrir því að draga úr misskiptingu og tryggja að heimsmarkmið um sjálfbæra þróun náist fyrir öll börn.“

Í skýrslunni er lögð áhersla á þau tíu heimsmarkmið sem eru talin mikilvægust fyrir velferð barna. Meðal þeirra er að binda enda á fátækt og hungur, tryggja heilbrigði og gæðamenntun og auka jöfnuð. Borin var saman staða barna í 41 efnamiklu ríki.

Töluverður munur er á velferð barna milli ríkja. Þó er ljóst að rými er til framfara í öllum ríkjum, þar sem ekkert þeirra mældist framarlega á öllum sviðum. Í ríkustu löndunum má sérstaklega nefna þær aðkallandi áskoranir sem felast í vaxandi ójöfnuði, geðrænum vandamálum barna og yfirþyngd.

Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar kallar UNICEF eftir því að ekkert barn sé skilið eftir – meðaltöl á landsvísu hylja oft ójöfnuð og slæma stöðu þeirra sem verst eru settir. Þá er mikilvægt að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og staðsetja börn miðlægt í þeirri vinnu, því velferð barna er grundvallarforsenda þess að hægt sé að ná auknum jöfnuði og sjálfbærni. Auk þess er mikilvægt að betrumbæta gagnaöflun um stöðu barna, til að auðvelda samanburð og aðgerðir í þágu velferðar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...