Reyndi að bana manni með hamri

Fórnarlambið hlaut alvarlega áverka en klaufhamri var beitt við árásina.
Fórnarlambið hlaut alvarlega áverka en klaufhamri var beitt við árásina. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann ítrekað í höfuð og líkama með klaufhamri. Fórnarlambið var greint með flog eftir árásina og líkur eru á varanlegum sjónskaða. Ríkisútvarpið greinir frá.

Í ákæru héraðssaksóknara, sem RÚV hefur undir höndum, kemur fram að fórnarlambið hafi hlotið lífshættulega áverka í andliti og á höfði, m.a. djúpa skurði í kringum auga, innkýlt brot hægra megin ofarlega og aftarlega á höfuðkúpu auk þess sem miðhandarbein beggja handa brotnaði. Fórnarlambið fer fram á tíu milljónir í miskabætur.

Að því er fram kemur í frétt RÚV um málið á árásarmaðurinn að baki nokkurn sakarferil, síðast var hann dæmdur fyrir á annan tug auðgunarbrota auk nytjastuldar, umferðar- og fíkniefnalagabrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert