Rýma vél Icelandair eftir óhapp

Landgöngubrú rakst utan í flugvélina.
Landgöngubrú rakst utan í flugvélina.

Farþegar um borð í flugvél Icelandair, sem átti að fara í loftið klukkan 13 til Kaupmannahafnar, þurftu rétt í þessu að yfirgefa vélina eftir að landgöngubrú rakst utan í hana. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við mbl.is að farþegar séu nú á leið aftur inn í flugstöðvarbygginguna, og áætlaður brottfarartími sé nú klukkan 15:30. Hann hafi heyrt að rispa hafi komið á vélina sem skoða þurfi betur, og því hafi hún verið rýmd. Þá hafi farþegar sem sátu framarlega í vélinni fundið fyrir henni hristast þegar landgöngubrúin rakst utan í hana.

Ekki fengust frekari svör um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert