17 ára á 141 km hraða

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Þingvallavegi í Mosfellsdal á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa mælt bifreiðina á 141 km hraða á klukkustund en leyfður hraði þarna er 70 km/klst. 

Ökumaðurinn er aðeins 17 ára og var haft samband við forráðamann og honum kynnt málið, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð við Laugarnesveg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Í bifreiðinni var 16 ára farþegi sem var sóttur af foreldri á lögreglustöð.

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Grensásvegi um níuleytið í gærkvöldi en ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og var þetta í annað sinn sem hann er stöðvaður í akstri eftir sviptingu.

Þrjár bifreiðar voru stöðvaðar á Sæbraut í nótt en ökumenn þeirra eru allir grunaðir um ölvunarakstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert