Eldur í þaki Hrafnistu

Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna elds í þaki Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði á tólfta tímanum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en iðnaðarmenn voru að störfum á þakinu þegar eldurinn kviknaði.

Að sögn varðstjóra rifu slökkviliðsmenn hluta klæðningar þaksins og reykræstu inni en litlar skemmdir urðu á húsnæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert