Hafa safnað yfir 16 milljónum

Hingað til hafa safnast yfir 16 milljónir króna í keppninni. …
Hingað til hafa safnast yfir 16 milljónir króna í keppninni. Söfnunin stendur til mánudags. Kristinn Magnússon

Yfir 16 milljónir íslenskra króna hafa safnast í áheitasöfnun WOW Cyclothon hér er komið í keppninni. 

Um klukkan 11 í morgun náði heildarupphæðin 15 milljónum króna en söfnunin hófst á fimmtudaginn í síðustu viku og stendur til mánudags. Safnað er fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem mun úthluta söfnunarfé til styrktar björgunar- og slysavarnarstarfa í landinu.

Núna þegar flestir keppendur eru á endasprettinum er spenningurinn í hámarki og aðstandendur duglegir að sýna liðunum stuðning með áheitum.

Sigurlið keppninnar, CCP, trónir einnig í efsta sæti fjáröflunarkeppninnar en það hefur safnað 1.075.000 krónum. Liðið Aero mag, sem skipað er starfsmönnum fyrirtækisins, stökk í gær upp í annað sætið og hefur á stuttum tíma safnað 967.000 krónum. Í þriðja sæti er lið Toyota með 462.700 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert