Mennta stjórnendur þriðja geirans

Frá vinstri til hægri á myndinni eru: Linda Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri; …
Frá vinstri til hægri á myndinni eru: Linda Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri; Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla og Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR. Ljósmynd/HR

Stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana geta í fyrsta skipti sótt sér stjórnendanám sérstaklega ætlað stjórnendum í þriðja geiranum. Opni háskólinn í HR og Almannaheill, samtök sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum samtaka og stofnana þriðja geirans, þróuðu námslínuna í sameiningu og byggist kennslan að miklu leyti á hagnýtum verkefnum tengdum atvinnulífi og alþjóðaumhverfi.

Björgunarsveitir, íþróttafélög, sjúklingafélög, hagsmunasamtök og önnur félagasamtök tilheyra þriðja geiranum en það eru samtök og stofnanir sem hvorki heyra til einkageirans né opinbera geirans. 

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að námskeiðið samanstandi af af átta námslotum sem fjalli um réttarumhverfi, stefnumótun, stjórnun sjálfboðaliða, markaðssetningu fjármálastjórnun og fleira. 

Við erum mjög stolt af þessari námslínu sem og af samstarfinu við Almannaheill. Við finnum það í samskiptum við félög innan þriðja geirans að þörfin fyrir faglegt nám fyrir stjórnendur innan þessa geira er til staðar og tækifærin eru mörg og spennandi. Meðbyrinn er til staðar og hlökkum við mikið til þess að hefja leikinn í haust,“ segir Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert